Eyþór Arnalds næsti bæjarstjóri Árborgar!?

Ef könnun Fréttablaðsins gefur rétta mynd af stöðunni þá verður Eyþór Arnalds næsti bæjarstjóri Árborgar.

VG vinnur stærsta kosningasigurinn í þessum tölum en eru samt mjög tæpir með að ná inn tveimur fulltrúum. Samfylkingin er sögð fá 19% og einn fulltrúa en VG 19,9% og tvo. Þarna skeikar einhverjum örfáum atkvæðum milli þessara flokka og munar samt heilum fulltrúa. Framsókn fær sínu versta útreið með innan við 13%.

Við höfum reynslu til að horfa til þegar kemur að því að Sjálfstæðisflokkur stjórni með hreinum meirihluta. Það er þannig bæði í Kópavogi og Reykjanesbæ og báðir bæirnir eru nú undir fjármálaeftirliti stjórnvalda.

Fyrir okkur sem berum hag Sveitarfélagsins Árborgar og þá einkanlega sveitarsjóðs fyrir brjósti er þessvegna verk að vinna næstu vikurnar.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur fengi meirihluta í Árborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er nú varla að fara úr öskunni í eldinn að skipta skvísunni sem fyrir er í Eyþór.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.5.2010 kl. 11:27

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sæll Bjarni minn og takk fyrir síðast.

Eitthvað hefur þú verið fljótur á þér með þennan pistil í morgunn þar sem þú gleymir áralöngu starfi Framsóknarflokksins í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi.

Bara vinsamleg ábending.

Eyþór

Eyþór Laxdal Arnalds, 13.5.2010 kl. 11:40

3 identicon

Menn eru soldið skrítnir þarna á þessu svæði, þetta er hálfgert biblíubelti eða eitthvað álíka...

DoctorE (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 11:53

4 identicon

Nú líður mér eins og Snorra goða, sem spurðist fyrir um hverju goðin reiddust er Þingvallahraun brann. Ekki ætla ég mér að verja Sjálfstæðisflokkinn, en hvernig stendur á því að ekki er allt í kaldakoli í Garðabæ og á Seltjarnarnesi? Er ekki svo, Bjarni, að það er enginn sérstakur pólitískur litur á fjármálaóreiðumönnum, fremur en þeim sem kunna að fara með peninga?

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 12:28

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Er ekki eðlilegt að minnihlutaflokkurinn bæti við sig miðað við fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og þann niðurskurð sem hefur verið á þjónustu?

Axel Þór Kolbeinsson, 13.5.2010 kl. 12:43

6 identicon

Miðað við hvernig VG.Framsókn og Samfylkingin hafa staðið að fjármálum sveitarfélagsinns  væri ósköp eðlilegt að gefa meirihlutanum frí því hann ræður ekki við það verkefni sem framundan er og hefur klúðrað öllu sem hægt er að klúðra í fjármálum sveitarfélagsinns td varðandi Miðjuna og kaup á PM bréfum Pakkhúsið og fl fl

Kjósandi (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 13:03

7 identicon

Aldrei myndi ég kjósa Eyþór... maðurinn sem klessti fullur á ljósasstaur, reyndi síðan að koma sökinni yfir á spúsu sína...

Ég vill ekki svona fólk... ef menn eru þannig að þeir víla ekki fyrir sér að kenna öðrum um eigin rugl... þá hafa þeir ekkert að gera í ábyrðgarstörfum.. við sáum sjálfstæðismenn á fullu í kringum hrunið, að kenna illgjörnum útlendingum um dæmið..  Já auðvitað er Eyþór í sjálfstæðisflokk. :)


Bara sorry Eyþór minn, ekkert persónulegt: Mér finnst bara að þú eigi að halda þíg hjá honum Jesú.. nú eða í tónlistinni... nóg er komið af hræsnurum í bili á íslandi...

DoctorE (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 17:03

8 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Doctor E ! Hvers konar háttvísi er það að draga upp gamalt ölvunarakstursmál í dagsljósið. Manni blöskrar. Það mál er löngu útkljáð og EA hefur tekið sig á hvað spírítísma varðar. Þetta heitir SKÍTKAST. Og er PERSÓNULEGT.

Af nægu öðru er að taka vilji maður deila á Sjálftökuflokkinn. Annars hef ég ekki heyrt neitt slæmt um EA, engar mútusögur eða dýr prófkjör og hann virðist koma vel fyrir. Að auki er hann ekki fæddur inn í Flokkinn eins og margur og hefur kannski ekki náð sömu spillingargráðu.

Ef hann verður næsti borgastjóri Árborgar, þá er amk hægt að vinna með honum.

Árni Þór Björnsson, 13.5.2010 kl. 17:51

9 identicon

Vertu ekki að bulla Árni; Þeir sem eru hér í framboði geta ekki ætlast til þess að fólk bara gleymi ferli þeirra..... Ertu að segja að ekkert megi segja um glæpaferil Árna Jonsen.. bara vegna þess að hann fór á lúxusfangelsi þar sem hann skemmti sér við að höggva út hörmungar í grjót... og er nú þingmaður AFTUR.
Þetta er HLÆGILEGA ömurlegt á alla kanta

Ég segi fyrir sjálfan mig að ef ég gerði það sama og reyndi svo að klína sökinni yfir á konuna... þá væri ég að gefa yfirlýsingu um eigið siðgæði... sem bara lagast ekki neitt þó svo að ég fari og gerist meðhjálpari í einhverri lygasögu þar sem allir fá fyrirgefningu ef þeir dýrka bossinn... .
Já það er önnur yfirlýsing um ábyrgðarleysi góurinn...

DoctorE (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 19:12

10 identicon

P.S. Þið skuluð endilega ráða Hreiðar Má.. eða Jón Ásgeir .. eða aðra útrástarvitleysinga til ykkar,... eftir að þeir eru búnir að taka út dóm...  þeir verða svalir og góðir á eftir, alveg sérstaklega ef þeir segja að Jesú sé besti vinur þeirra.

DoctorE (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 19:22

11 identicon

Sammála þér Árni Eyþór hefur staðið sig vel hér og er ekki með skítkast og dónaskap gagnvart öðru fólki .Eins og td Doktor E

kjósandi (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 21:15

12 identicon

Krakkar mínir... fyrir mörgum árum síðan sótti ég um vinnu sem öryggisvörður.. ég fékk ekki vinnuna vegna þess að ég átti útistandandi stöðumælasekt....sem kom fram á sakavottorði.

Kannski hefði mér gengið betur ef ég hefði sótt um að verða bæjarstjóri, borgarstjóri, bankastjóri.. eða  bara alþingismaður

Þetta er ekki skítkast hjá mér.. 

DoctorE (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 21:49

13 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Ég segi að menn geta breytst til hins betra. Orðið vísari, reynslunni ríkari, hugsað málin á nýjan hátt eða uppá nýtt. Iðrast . Fengið fyrirgefningu. Báðir þessir menn hafa borgað sínar skuldir og enginn kom til skaða eða hefur borið tjón af, nema þeir sjálfir.

En það er liðið.

Gamalt

Búið.

Því er ekki rétt að nota svona orðfæri til að koma höggi á pólítískan feril þeirra. Það kemur tilbaka í einhverju óvænt slæmu þegar minnst varir.

Ef til vill næst þegar Doc E sækir um vinn,u sem stöðumælavörður, hvur veit !

Árni Þór Björnsson, 13.5.2010 kl. 22:19

14 identicon

Ég tek undir með Doktor E,.Hann er bara að segja sannleikann,Eyþór er að mínu mati algjörlega óhæfur sem pólitíkus,bissnesmaðurinn hann.Menn sem reyna að ljúga uppá konu sína eru óheiðarlegir menn,og það var heppni að hann skyldi klessa á staur en ekki aðra vegfarendur.Nei honum er ekki fyrirgefið og þessi framkoma hans og hætta sem hann skapaði öðrum vegfarendum er honum ekki til framdráttar í lífinu.Eyþórs gjörningur mun ei gleymast,og ef nefnt er nafn Eyþórs Arnalds,þá kemur upp straks í hugann árekstrargjörningur hans.(stóð sig vel með Todmobile það má hann eiga,eisog margir séu búnir að gleima veru hans þar, en pólitík ó nei.)::Þú ert vanhæfur Eyþór::Bjarni Harðason mundi sóma sér  sem Bæjarstjóri,hann er þó skemmtilegur,og víðlesinn og þrælskýr  og hvað þá viðfelldin og alþýðlegur,það er Eyþór Arnalds ekki.(mitt mat,)

Númi (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 23:07

15 identicon

Þarf ekki Bæjarstjóri að geta sent tölvupóst

kjósandi (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 23:18

16 identicon

Og sent hann réttum aðila.?Bjarni er örugglega búin að fara á tölvunámskeið.

Númi (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 23:32

17 identicon

 Eins og skáldið kvað:

"Þá gengur þú gleiður í SÁÁ

og grenjar þig alhvítan aftur!"

núman (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 18:55

18 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Þið skopist að sjúkdómi sem eyðileggur allt í kringum sig og hrjáir 25% landsmanna og talið eins og flekklausir sakleysingjar . Það vill enginn verða veikur eða vera haldinn krónískum sjúkdóm. Þætti ykkur skemmtilegt ef alþjóð fengi að vita, að þið þyrftuð klámefni og stinningarlyf til að gagnast konunni. Kannski vegna sykursýki eða hás blóðþrýstings sem eru afar tíðir sjúkdómar..Eða eydduð öllum frístundum hjá Geira gullputta ! Ég læt þetta enda á þessum lokaorðum:

Núman:

"Þá gengur þú gleiður í SÁÁ

og grenjar þig alhvítan aftur!"

-af þér er engin eftirsjá

aumur aulakjaftur !

Árni Þór Björnsson, 14.5.2010 kl. 19:44

19 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Bjarni, mín fyrrverandi sótti einu sinni um stöðu ritara hjá Vestmanneyjabæ. Þá hafði hún starfað sem ritari hjá Bandaríska sendiráðinu, fjármálaráðuneytinu ofl. Maðurinn sem var ráðinn var handboltamarkvörður án reynslu af ritarastörfum. Þetta eru kaupin á Eyrinni. Eyþór þrátt fyrir mistök sín og það að reyna að herma eftir DO í framsögn held ég samt sem áður að sé fínn drengur. Kannski ekki það sem Árborg þarf núna samt.  Því miður virðist sú staðreynd að Besti flokkurinn bjóði ekki fram í ÖLLUM sveitarfélögum gera þessar kosningar að skrípaleik.

Samfélagshrunið eftir bankahrun.

Ævar Rafn Kjartansson, 14.5.2010 kl. 23:02

20 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Bjarni minn.  Megi bara almættið eða örlögin gefa að þú eða þitt framtaks-sama lið verða frekar "stjórinn" þar á bæ en hann.

Þú hefur alla vega það sem hann hefur ekki, og það er "hjartað á rétta staðnum" og sterka réttlætis og siðferðis-hugsjón, sem er gífurlega vandfundin en mikilvæg í dag! Óska þér og þínum alls hins besta. Ef ég væri Árborgar-búi myndi ég kjósa þitt lið Bjarni minn, en ég er ekki komin aftur austur ennþá! M,b,kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.5.2010 kl. 00:38

21 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég tek undir með DoctorE að bakgrunnur Eyþórs sé e.t.v. ekki heppilegur, en er alls ekki að setja ofan í við Eyþór persónulega og ég vona að þessi ágæti bloggvinur minn taki það ekki nærri sér. Ég vil þó benda á eftirfarandi:

Ölvunarakstur er samknæmt brot, og ætti því með réttu að vera á sakaskrá Eyþórs. Hann er semsagt ekki með "óflekkað mannorð" eins og það heitir á lagamáli, og ekki heldur frá siðferðislegu sjónarmiði þar sem hann reyndi að ljúga að laganna vörðum til að leyna staðreyndum málsins.

Reynsla Eyþórs er eflaust margþætt en það sem hann er helst þekktur fyrir er tvennt: tónlist og fyrirtækjarekstur. Mér þykir hann prýðilegur tónlistarmaður en efast um gagnsemi þeirrar reynslu í sveitarstjórn. Svo held ég að við þurfum síst á fleiri viðskiptapésum að halda í opinber embætti.

Spurningunni um hvort Eyþór sé rétti maðurinn í starfið er því auðsvarað neitandi, og hefur ekkert með persónuleika hans að gera heldur aðeins þessi atriði sem hér eru nefnd um opinbera stöðu hans sem einstaklings.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.5.2010 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband