Gnarr og narr borgarstjórnarinnar

Það er eins og það gleymist í umræðunni um Jón Gnarr að af öllum pólitíkusum var hvergi samankominn eins misheppnaður söfnuður eins og í síðustu borgarstjórn og öll framkoma hans á síðasta kjörtímabili þvílíkt narr við lýðræðið og kjósendur. 

REI, Björn Ingi, Villi, Tjarnarkvartett, námsmaðurinn Gísli Marteinn, blóðug valdabarátta innan bæði Framsóknar  og VG, staða orkuveitunnar, salan á Thorsarahöllinni og ég er örugglega að gleyma einhverju fleiru en bara Ólafi F. 

Af öllu þessu þekki ég REI hneykslið best og var eins og fleiri mjög létt að sjá tvær valkyrjur, þær Svandísi Svavars og Hönnu Birnu ganga fram í því máli. En báðar ollu mér líka vonbrigðum þegar þær voru áfram áfjáðar að vinna með stjórnmálamönnum sem höfðu í REI svindlinu algerlega fyrirgert rétti sínum til setu í borgarstjórn. Og báðar voru líka til í að vinna með Ólafi F sem var mikið dómgreindarleysi. 

Borgarbúar hafa því ærna ástæðu til að styðja Jón Gnarr en ættu að samt að láta það ógert. Ennþá vitum við ekkert að hve miklu leyti Gallupfylgi Gnarrsins skilar sér í kjörkassa.

Auðvitað vonast ég til að Sóley (VG) fari inn með þrjá menn - enda er hún vel að því komin. Einhverjum kann að þykja hún róttæk en stúlkan sú er miklu skemmtilegri í viðkynningu en fjölmiðlar draga upp og svo gegnumheiðarleg að öllu lengra verður ekki komist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Því miður, Bjarni. Bezti flokkurinn fær mitt atkvæði. Ég myndi ekki kjósa Sóleyju þótt ég lægi í dauðateygjunum. Ég hef ekkert mikið á móti VG per se, en öfgafemínistarnir í flokknum eru alveg að depa hann. Ég er ekki í vafa um að VG fengi meira fylgi í Rvík ef Sóley væri ekki í framboði.

Ég kýs Bezta flokkinn því að allir núverandi borgarfulltrúar eru rúnir öllu trausti. Að þeir gátu ekki séð það fyrir, sýnir blindu þeirra og skammsýni. Og það er ekki bara hægt að klína sökinni á einhverja einstaka. Það tóku allir þátt í farsanum.

Vendetta, 23.5.2010 kl. 10:15

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Besti fær mitt atkvæði. Rökstuðning minn fyrir því má lesa hér http://brjann.blog.is/blog/fjas/entry/1058496/

Brjánn Guðjónsson, 23.5.2010 kl. 12:05

3 identicon

Komið þið sælir; hér á Bókhlöðu haldarans síðu !

Bjarni !

Hver; sem framgangur Jón Gnerris, og hans slektis, kann að verða, er sæmdin hans - en skömmin þín; að þú skyldir leggja þitt góða nafn, við einn af óaldar flokkum þeim, sem eru að eyðileggja þjóðlíf okkar, hægt; en bítandi, bókmenntajöfur góður.

Af þeim kynnum; sem ég hefi haft af Biskupstungna mönnum, fram til þessa, hafa þeir jafnan haft hina beztu staðfestu, sem jarðsamband gott, og er verra til að vita, að þú skulir sverja þig, frá þeirri eykt, Bjarni.

Samt sem áður; með ágætum kveðjum, austur yfir fljót, sem víðar /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 14:05

4 identicon

Nú er ég heldur betur sammála Bjarna Harðarsyni. Ef ég hefði kosningarrétt í höfuðborginni kysi ég Sóleyju. Mér þykir ólíklegt að Besti flokkurinn fái meirihluta, en vil þá sjá Besta + Vg fara saman. Þeir sem íhuga að kjósa Framsókn geta alveg eins étið kjörseðilinn. Hækjan mun ekki koma að manni. Hafið þetta í huga.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 16:28

5 Smámynd: Vendetta

Ef Jón Gnarr fer að selja sig Sóleyju eftir kosningar, þá mun ég draga atkvæði mitt tilbaka. 

Vendetta, 23.5.2010 kl. 16:33

6 Smámynd: Vendetta

Mér þykir líklegt að Dagur og Jón fari saman í borgarstjórn. Þeir munu eflaust fá amk. 8 menn samtals og þá verður þörf á Sóleyju.

Vendetta, 23.5.2010 kl. 16:35

7 Smámynd: Vendetta

Það átti að standa: "...og þá verður ekki þörf á Sóleyju". (Ekki-takkinn er bilaður).

Vendetta, 23.5.2010 kl. 16:37

8 Smámynd: Sigurður Sveinsson

"Svo gegnum heiðarleg að lengra verður varla komist". Er það gegnumheiðarlegt að hafa rangt við í forvali?

Sigurður Sveinsson, 23.5.2010 kl. 17:10

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svo er bara að vona að feministinn Sóley Tómasdóttir nái fullum andlegum bata eftir það áfall að fæða karlynsbarn í stað stúlkubarns.

Mér hefur skilist að þetta sé allt á réttri leið en batinn sé að vísu hægur.

Árni Gunnarsson, 23.5.2010 kl. 19:57

10 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Öllum karlmönnum er skylt að vera á móti "öfga feministum" bara af prinsip ástæðum (skoða "kyn-svæðið").  Sjálfur gæti ég kallast "íhaldssamur feministi" ef út í það er farið.

Mér finnst eitthvað vera vitlaust gefið í þessum kosningum.

Mig langar að kjósa 3 persónur af mismunandi flokkum ... Hvernig get ég það?

Jón Á Grétarsson, 23.5.2010 kl. 23:37

11 Smámynd: Sævar Einarsson

úff Bjarni, Sóley á ekki skilið að komast neinstaðar í neinar stjórnunarstöður. Hún er búin að sýna það bæði í verki og tali að hún er ófær um að sinna neinni stjórnunarstöðu, það er vegna hennar mjög svo öfgakenndra skoðanna. Sóley Tómasdóttir sagði í opnuviðtali í helgarútgáfu DV að hún hafi lengi verið að jafna sig eftir að hafa eignast strák og segir að hann er ósköp indæll og dásamlegur og sé ofsalega ánægð með hann en það er samt skrýtið að eiga strák. Bara þessi orð hennar ættu að duga til að siga á hana barnaverdarnefd, hver segir svona um barnið sitt ? jú Sóley Tómasdóttir og kemst upp með það ... Svo segja menn að Besti flokkurinn sé grínframboð ... VG er hryðjuverkaframboð!!!

Sævar Einarsson, 24.5.2010 kl. 00:01

12 identicon

Sér er hver heiðarleikinn!! Að hafa rangt við í forvali hjá VG og afsaka það með því að tilgangurinn helgi meðalið. Manneskjan er einfaldlega gufurugluð, samanber ummælin um son hennar sem vitnað er í hér að ofan.

Ég las oft bloggið hennar meðan hún var á mbl.is. Þar voru öfgar og karlfyrirlitning í öndvegi, en lítið fór fyrir skynseminni.

Nei Takk, flokk sem skreytir lista sinn með Sóleyju Tómasdóttur kýs ég aldrei.

Sigurður Sverrisson (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 00:30

13 identicon

Það er líka valkostur að setja krossinn við F. þar er fólk sem hefur bara sagt  satt fyrirallar kosningar hingað tilog gerir það vonandi áfram.

Pétur Guðmundsson (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 07:54

14 Smámynd: Vendetta

Já, þegar góðum mæðrum, sem elska börn sín er refsað af barnaverndaryfirvöldum, en Sóley fær óáreitt að sýna svona viðhorf gagnvart sínu barni, þá er eitthvað mjög bogið við Barnavernd.

Ég vil kalla þetta viðhorf Sóleyjar kynbundið tilfinnlegt ofbeldi gegn barni.

Vendetta, 24.5.2010 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband