Er enn líf í Hrútadal...

gu_run_fra_lundi_normal.jpgGuđrún frá Lundi var meira en ástarsöguhöfundur. Hún var hinn íslenski frćđimađur í kvenbúningi, hinn dćmilgerđi sveitarithöfundur sem notađi pennan til ađ brjótast út úr fjötrum einangrunar.

Ég veit ekkert hvađ ađrir ćtla en ég ćtla mér ađ fjalla um ţessa hliđ á hinni íslensku menningarfabrikku á ráđstefnu sem haldin verđur í Fljótunum 14. ágúst nćstkomandi og helguđ verđur nefndri Guđrúnu. Ţar verđa međal framsögumanna Guđjón Ragnar Jónasson rithöfundur, afkomandi Guđrúnar, Marín Hrafnsdóttir bókmenntafrćđingur, Ármann Jakobsson prófessor og Ásta Kristín Benediktsdóttir magister. 

Ráđstefnan er öllum opin og verđur frábćr skemmtan međ ţjóđlegu balli ţar sem hin rafmagnađa rómantík Hrútadalsins mun svífa ofar vötnum.

Sjá nánar hér.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er mikill ađdáandi Guđrúnar og hef alltaf veriđ. Ég á flestar bćkurnar hennar og finnst ţćr misgóđar. Alltaf er talađ mest um Dalalíf, en mér finnst Tengdadóttirin langbest. Ţađ liggur viđ ađ ég kunni hana utanbókar. Ég og börnin mín fórum í 4 vikna flökkuferđalag međ tjald og bílaleigubíl til Spánar fyrir nokkrum árum og ţar var Tengdadóttirin tekin međ. Bćkurnar hennar eru líka frábćr heimild um hefđbundin sveitastörf fyrr á tímum, sem viđ ţekkjum ekki í dag.

ingibjorg kr. einarsdottir (IP-tala skráđ) 9.7.2010 kl. 16:56

2 identicon

Ţetta líst mér vel á. Mađur las Guđrúnu frá Lundi upp til agna hér á árum áđur. Ţađ er nauđsynlegt ađ fara ađ endurvekja ţau kynni.

Gunnlaugur (IP-tala skráđ) 9.7.2010 kl. 21:19

3 identicon

Félagi Bjarni !

 Vinstri " elítan" hefur lengstum haft imugustur á bókum Guđrúnar.

 Kristján Andrésson " rúblukóngur í "Máli & menningu," úthúđađi á sínum tíma bókum Guđrúnar. Gaf ţeim nafniđ " Kerlingabćkur".

 Alţýđan átti eingöngu ađ lesa Ţórberg, Gunnar Ben., Jóa úr Kötlum ađ ógleymdum páfanum Laxness !

 En fólkiđ mat bćkur Guđrúnar ađ verđleikum, og sá sem á hylli fólksins, sá hinn sami er ávallt á réttri leiđ.

 Gegn erfiđleikur lágkúru umsagna skrifađi hún til sigurs.

 Eđa sem Rómverjar sögđu.: " Per angusta add augusta" - ţ.e. " Móti erfiđleikum til sigurs" !

Kalli Sveinss (IP-tala skráđ) 9.7.2010 kl. 21:54

4 Smámynd: Hrönn Sigurđardóttir

....gleymdu ekki ađ minnast á ađ stúlkan međ ţykkustu fléttuna vann alltaf hjarta hreppstjórasonarins

Hrönn Sigurđardóttir, 10.7.2010 kl. 12:24

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Guđrún frá Lundi mátti vissulega gjalda snobbmótađrar bókmenntastefnu hinnar svonefdu menningarelítu. Ég man eftir mörgum góđum Skagfirđingum sem litu svo stórt á sig ađ ţeir ţorđu ekki ađ viđurkenna ađ ţeir lćsu bćkur Guđrúnar.

Nú loksins hefur gamla konan hlotiđ ţá viđurkenningu sem hún alltaf átti skiliđ ađ fá. Guđrún hafđi marga eiginleika góđra höfunda. Hún var gćdd fádćma sköpunarţörf og sköpunargleđi ásamt ţví ađ leyfa sögunni ađ flćđa fram áreynslulaust.

Ég hef lesiđ (reynt ađ lesa) bćkur margra íslenskra verđlaunahöfunda og gefist upp löngu fyrir bókarlok.

Sögurnar af Don Camillo, ţýddar af Andrési Björnssyni eru tímalaust listaverk án landamćra og löngu uppseld. Hvergi hef ég rekist á ţessar bćkur á bókamörkuđum. Ég hef gengiđ međ seinna bindiđ milli útgefanda og bent ţeim á ađ endurútgefa ţetta bókmenntaverk.

Ţeir hafa eytt ţeim samtölum af mikilli kurteisi. 

Árni Gunnarsson, 10.7.2010 kl. 15:45

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband