Vitræn verkalýðsumræða

Það alvarlegasta sem átti sér stað við hrunið eru ekki gengistryggðu lánin eða allir peningarnir sem töpuðust í sjóðum og bréfum. Það alvarlegasta er að við hrun krónunnar lenti verulega stór hópur láglaunafólks í þeirri stöðu að geta ekki framfleytt sér af sínum launum.

Þetta fólk er sjaldnast með dýr bílalán heldur keyrir það um á ódýrum bílum og býr flest í leiguhúsnæði. Með hagsýni og ráðdeild sem mörgum í þessum hópi er gefin umfram annað fólk, komst það af, hafði til hnífs og skeiðar og gat séð börnum sínum fyrir lágmarks lífsgæðum eins og fæði í skólum og þátttöku í félagslífi með öðrum krökkum.

Allt í einu var þetta ekki hægt. Og í stað þess að eygja einhverjar leiðir í stöðunni heyrði fólk þetta talað um að nota yrði ríkisfé til að færa niður skuldir, mest hjá hinum ríku. Og svo var komið upp fátækrahjálp. 

Auðvitað er það rétt hjá Vilhjálmi Skagamanni að laun sem eru mikið undir 200 þúsundunum eru okkur öllum til skammar,  verkalýðshreyfingunni, atvinnurekendum og stjórnvöldum.


mbl.is Lágmarkslaun ekki undir 200 þúsundum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú gætir etv sent þetta í tölvupósti til verkalýðshreyfingarinnar........

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 20:22

2 Smámynd: Elínborg

Sæll Bjarni.

Varðandi lægstu laun hér á landi vil ég bara minna á, að fjöldi fólks hefur ekki getað lifað af þeim um mjög langan tíma. Líka fyrir hrun. Það sama fólk hefur oft þurft að leita utanaðkomandi aðstoðar til að hafa í sig og á.

Fyrir um 4 árum voru verkamannalaun í Bretlandi um 200 þús.kr á mánuði meðan sambærileg laun hér voru líklega um eða undir 100 þús.kr á mánuði. Fyrir nú utan mun hagkvæmari matarinnkaup, hærri barnabætur (a.m.k. f. einstæð foreldri) o.fl.

Er alveg sammála þér með ráðdeildina og hagsýnina,sem betur fer kann eitthvað af fólki að fara vel með og það hjálpar eflaust. Held að hópurinn hafi stækkað talsvert sem á erfitt núna. Langt virðist í réttlætið og fátækrahjálpin finnst mér hrikaleg niðurlæging við fólk! Mér finnst að alls ekki eigi að notast við aðferðir sem taka sjálfsvirðinguna af fólki. En það gerir svonefnd fátækrahjálp og margt fleira mætti nefna. Nóg er nú samt á manneskjurnar lagt.

Er alveg sammála þér og Vilhjálmi varðandi þessi skammarlegu "laun". Þetta er engu fólki bjóðandi. Aðeins niðurlæging!

Þakka þér annars Bjarni fyrir góðan pistil. Þetta er mjög þörf umræða.

Elínborg, 12.7.2010 kl. 20:44

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

þana ein og svo oft áður Bjarni  erum við sammála,þetta gengur ekki lengur,lýsum eftir verkalýðshreyfingu alstaðar ekki nóg að hafa þá bara á Skaganum!!!/Kveðja /Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 12.7.2010 kl. 21:05

4 identicon

Félagi Bjarni !

 Og þú " barnið mitt Brutus" lést teyma þig í fylkingu vinstri-RAUÐRA - já, og gerðist varabæjarfulltrúi þessara rekagátta Samfylkingarinnar !

 Flokkur sem svikið hefur öll sín stefnumál fyrir 4 auma ráðherrastóla !

  Og í dag beita þeir  Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrir sína vagnhesta.

 Til að gera hvað ?

 Jú, hækka alla skatta á lágtekjufólkið - jafnvel á þá sem ekki ná 200 þúsundum á mánuði !

 Félagi !

 Segðu þig hið skjótasta úr hirð Steingríms J., og hans kumpána !

 Steingrímur " pantaði" þessar skattahækkanakröfur frá AGS., og gangi þær eftir, flýja á næstu misserum tugþúsundir ættjörðina.

 Sýndu HUGREKKI  - yfirgefðu þetta ömurlega vinstri rekald !

 Eða sem Rómverjar sögðu.: " Audacia pro muro habetur" - þ.e. "Ekkert jafnast á við HUGREKKI " !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 21:57

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni.

Hinn almenni verkamaður var gerður að galeiðuþræl, hins meinta markaðskerfis þar sem hið opinbera sá um það að hlekkja þann hinn sama dyggilega við róðurinn með sköttunum með frystingu skattleysismarka.

Vinnuveitendur komu inn í lífeyrissjóðina og verkalýðsfélög og vinnuveitendur urðu undir einni sæng, síðan þá var ekki hægt að tala um kaupmátt launa.

>að eru góð ráð dýr þegar system sem þetta hrynur til grunna.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.7.2010 kl. 01:58

6 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Góð og svo sannarlega þörf umræða Bjarni. Það ætti að vera lágmarkskrafa ekki bara 200.000 kr. lágmarkslaun heldur og skattfrjálsar. Mér sýnist á þessum stutta tíma mínum hér í bloggheimi að hér sé margt gott fólk sem frekar ætti að stýra landinu en þeir sem það gera nú, ja svo ég tali nú ekki um fyrirrennara þeirra sem öllu komu í kalda kol.  Ég átta mig hins vegar ekki alveg á þessari tengingu AGS við vinstri græna þegar það var Geir Haarde og hans búalið sem spennti þá fyrir vagninn, ansi erfitt að spenna þá frá nú ekki satt?  Ég hef verið að velta því hins vegar fyrir mér hvað það sé sem stjórnvöld setja ekki upp á borðið í sambandi við aðkomu AGS, hvað er það í veröldinni sem skrifað var undir sem gerir þessum sjóði kleift að taka nánast yfir stjórn landsins? Ég er nú ekki sú lögfróðasta en veit þó ekki betur, en að það sé stjórnarskrárvarið að ekki megi framselja landið eins og gert er nú með einu pennastriki.  Ég vona svo sannarlega að komi fram nýtt afl sem losar okkur undan oki fjórflokksins og kemur með ferskan blæ inn á völlinn.

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 13.7.2010 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband