Lýðræðiskrafan í ESB málinu

Við skyndilegt fall krónunnar og hrun bankanna óx þeirri kröfu ásmegin meðal þjóðarinnar að sækja ætti um aðild að ESB. Þó svo að vilji til aðildar hafi ekki verið meirihlutaskoðun þá voru á tímabilum á árabilinu frá 2006-2009 meirihlutafylgi fyrir því að láta reyna á hvað fengist út úr aðildarviðræðum.

Allan þann tíma vöruðum við andstæðingar ESB aðildar við því að slíkar könnunarviðræður væru ekki í boði. Allmargir ESB-andstæðingar voru þó til í að láta undan kröfum aðildarsinna, sumpart til þess að þjóna lýðræðinu og sumpart sem málamiðlum í refskák stjórnmálanna. Eftir kosningarnar 2009 var þessi krafa og vígstaða ESB-sinna í landinu sterkari en nokkru sinni.

Nú ári eftir að Alþingi samþykkti aðildarviðræður hefur það komið rækilega fram að hér eru ekki hlutlausar viðræður á ferðinni heldur aðlögunarferli þar sem ESB leggur þegar til atlögu og ítaka í íslensku stjórnkerfi án þess að þjóðin hafi verið spurð. Á sama tíma er peningum ausið til áróðurs fyrir málstað stórveldisins.

Íslenska þjóðin er mjög meðvituð um þetta og nú hefur mjög skipt um í fylgi við hinar svokölluðu aðildarviðræður. Aukinn meirihluti Íslendinga eða um 2/3 hlutar þjóðarinnar vill hætta viðræðunum þegar í stað.

Aðildarsinnar hafa nú komið fram í blöðum og lagt áherslu á að halda verði ferlinu áfram til þess að leiða það til lykta. Það er rétt að ljúka verður málinu með einhverjum hætti og þar kemur margt til greina. Það er ljóst að aðlögunarferlið mun kosta okkur milljarða og hafa veruleg og ólýðræðisleg áhrif á íslenska stjórnsýslu.

Rétt eins og það voru ákveðin lýðræðisrök fyrir því að fara í viðræður vorið 2009 þá er lýðræðisleg krafa í loftinu nú sem stjórnvöld verða að koma á móts við. Það geta þau gert með því að draga umsóknina til baka en þau geta líka vísað þessu máli til þings og eftir atvikum þjóðar í almennri atkvæðagreiðslu.

En það er fráleitt að halda áfram að ausa hundruðum milljóna í verkefni sem aukinn meirihluti þjóðarinnar leggst nú hart gegn. Enginn lýðræðislega þenkjandi stjórnmálamaður getur réttlætt það við þessar aðstæður að gera ekki neitt við þessa sterku kröfu almennings.

(Áður birt í Morgunblaðinu 15. júlí 2010)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Alveg hárrétt hjá þér Bjarni.

Þeir ESB aftaníossarnir fóru hamförum útaf þessari grein þinni á Evrópusíðuni hér á Moggablogginu. Sögðu þig "vaða reik"

Ég held að commentin hafi verið hátt í 50 og hart tekist á, en annars er þetta ESB trúboð á harða flótta og allur þeirra málatilbúnaður hruninn til grunna.  Samanber einn aða áróðursfrasinn þeirra:

"ÞETTA HEFÐI ALDREI GETAÐ GERST HEFÐUM VIÐ VERIÐ Í ESB OG MEÐ EVRU" 

Það sem enn stendur eftir af þessu sundrungarliði reynir nú allt hvað af tekur að koma með önnur trix !

En þjóðin er ekki búinn að gleyma allri fyrri lygaþvælunni þeirra og er því ekki ginnkeypt fyrir að trúa þeim lengur. 

Gunnlaugur I., 17.7.2010 kl. 11:30

2 identicon

Félagi Bjarni !

 Það eru fleiri breskir Evrópuþingmenn en Daniel Hannan, sem þessa dagana vara okkur sterklega við ESB., skrímslinu.

 Einn þeirra er Nigel Farage, sem einnig á sæti á Evrópuþinginu.

 Í umræðu á Evrópuþinginu fyrir nokkrum dögum sagði hann orðrétt.:

 " Ísland á aldrei að fórna auðlindum sínum né sjálfstjórn með því að ganga í ESB. Þessa dagana sýna staðreyndir að sjálfstæði Íslands og gjaldmiðilinn eru að koma þeim úr djúpri efnahagskreppunni. Grikkland, Spánn, Írland og fleiri ESB., lönd horfa með öfundaraugum til þessarar fámennu en dugmiklu þjóðar ".

 Farage sagði fleira í þessum dúr, sem bíður betri tíma.

 Skötuselir Samfylkingarinnar berjast enn grátbroslegri baráttu fyrir inngöngu. Þeir hafa sem frelsaðir Hvítasunnumenn, séð hvítu dúfuna ( eða var það svört kría ?!)

 Brennandi spurningin er hinsvegar þessi:

 Hvað gerir grasrót vinstri-RAUÐRA ?

 Taka þeir - eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert - einarða afstöðu gegn ESB ?

 Eða fara þeir með flokkinn af "heitri pönnunni" beint á skíðlogandi eldinn" ?

 Eða sem Rómverjar sögðu.: "Incidis in Scyllam cupiens vitare Charybdim" -þ.e. "Af heitri pönnunni rakleitt á brennandi eldinn" !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 13:39

3 Smámynd: Vendetta

Nú í fréttunum var viðtal við Andrés Pétursson, formann Evrópusamtakanna svokölluðu. Hann gagnrýndi allt það sem Hannan hafði sagt, ég gat ekki rökstutt gagnrýnina og heyrðist ekkert frá Andrési nema innantómt orðagljáfur. En ég tók eftir, að þessi maður kallaði Hannan "Evrópu-andstæðing". Þetta er veþekkt hugsanavilla hjá ESB-sinnum að rugla saman Evrópu annars vegar og hins vegar ESB. Evrópa er heimsálfa með um 50 sjálfstæðum ríkjum, en aðeins 27 af þessum ríkjum eru aðildarríki ESB. Ísland er og hefur alltaf verið hluti af Evrópu. Andrés kallar sjálfan sig Evrópusinna, en á réttilega við, að hann sé ESB-sinni.

Þetta er ekkert nýtt, svona hljómaði líka áróðursvél ESB-samrunasinnanna í Danmörku. Gamalt viðkvæði var þegar átti í annað skipti (en án árangur) að troða evrunni upp á Dani: "EU-modstandere vil ikke at Danmark er en del af Europa". Sem er þvættingur. Danmörk hefur alltaf verið hluti af Evrópu og alltaf átt viðskipti við aðrar evrópskar þjóðir öldum saman. En þessi rökvilla ESB-sinna er með ásetningi: Ef lygin er endurtekin nógu oft, þá fer fólk smám saman að halda að ESB Evrópa. Sagði einhver Jozef Göbbels?

Fyrir dönsku þjóðaratkvæðagreiðsluna um evruna, sem meirihluti Dana synjuðu, hélt grátkór ESB-sinna því fram að ef niðurstöðurnar yrðu neikvæðar, þá myndi gengi dönsku krónunnar hrapa, allir bankavextir snarhækka, húsnæðisverð taka dýfu osfrv. Svo kom á daginn, að þetta gerðist alls ekki: stöðugleikinn hélzt, danska krónan hækkaði jafnvel smá, vextir hækkuðu ekki, viðskipti minnkuðu ekki. Þannig að ég er vanur að hlusta á hræðsluáróður ESB-sinna í Danmörku og þegar ég les það sem Andrés, Steini Briem eða Jón Frímann skrifa, þá er það fyrir mig eins og dejà vu. Hér á landi hamra þeir á því hvað landið græðir mikið á aðild, en sleppa að minnast á skuggahliðarnar.

Vendetta, 17.7.2010 kl. 19:18

4 identicon

Hvursu lengi á þjóðin að halda uppi bændum sem hafa verið á framfæri okkar síðasliðin 50-100 ár?

Mynda flokkurin hans Baldurs H (þjóð í hlekkjum)sýnir bændur í hnotskurn,ef við göngum ekki í ESB lookar framtíðin eisog fortíðin var í hinum frábæru þáttum Baldurs

XD DOWN (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 20:39

5 identicon

Virtuos Vendetta !

 Fortræffelig bemærkning !

 Korrekt, Islandske EU modstandere VIL at landet forsætter  - uafhængig af EU slaveri !!

 Eet hav af hilsner ! 

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband