Athyglisvert framboð

Sjónarmið Elíasar Blöndal að standa vörð um óbreytta Stjórnarskrá er allrar athygli vert.

Það er allavega ljóst að bankahrunið og öll sú spilling sem þar viðgekkst verður ekki skrifuð á reikning stjórnarskrárinnar. Ef til vill þurfum við bara að skerpa á þeim sjónarmiðum sem koma fram í okkar góðu stjórnarskrá sem gerir einmitt alls ekki ráð fyrir að alþingismenn séu vinnumenn stjórnmálaflokka.


mbl.is „Stjórnarskráin er góð eins og hún er“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Verður stjórnarskráin ekki fyrst og fremst að verja sjálfa sig fyrir óvönduðum stjórnmálamönnum? Mér sýnist að þær breytingar séu brýnastar að verja stjórnarskrána og þjóðina fyrir því lýðræðisofbeldi sem búið er að innleiða í stjórnsýslu okkar.

Það á ekki að vera hægt að gefa pólitíkusum fleiri tækifæri til að ljúga sig inn á Alþingi með pólitískri stefnuskrá sem síðan er að engu höfð. Við höfum séð þetta gerast ítrekað og núna síðast í tengslum við stefnu Vinstri gr. í ESB málinu.

Það verður að gefa þjóðinni rýmri tækifæri til að stöðva lagasetningar sem meirihlutaofbeldi ráðherra lemur í gegn um Alþingi.

Mér sýnist reynslan kalla á meira vald forsetaembættisins.

Það er hart að þurfa að hraða löggjöf gegn spilltri stjórnsýslu en verði það ekki gert mun þessi þróun eflast.

Árni Gunnarsson, 16.10.2010 kl. 14:13

2 Smámynd: Gunnar Waage

Aðalatriðið er að farið sé eftir stjórnarskránni. Að öðru leyti þá er umræðan einhverskonar hugsjóna-klám í mínum huga.

Gunnar Waage, 16.10.2010 kl. 22:59

3 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Þetta er allrar athygli  vert.  Ekki "tískurödd" þessa dagana að tala um óbreytt  stjórnkerfi.

Aðalatriðið í mínum huga er að stjórnarskráin sé skýr og kalli ekki á hártog og mistúlkun meðal hjarða lögfræðinga ,löggjafarvalds og stjórnvalda.  Svosem eins og þegar forsetinn beitir málskotsréttinum þegar honum dettur í hug. Það er alltof opið.   Nema að forsetaembættinu verði færð völd.Þá þarf að ákveða það.  Eða eftir hvaða kerfi fyrrgreindum málskotsrétt sé beitt.

Þjóðin er ekki alveg í jafnvægi ennþá, enda í miðri krísu.  Spurning um tímasetningu á þessum breytingum .

Mín skoðun er að það sé rétt að gera þær. En engin þörf á uppstokkun.  Við vorum bara nokkuð hamingjusöm þar til nokkrir rónar bæði komu órorði á brennivínið og rústuðu fjárhag heimilisins (landsins). Við viljum væntanlega girða fyrir að þeir (rónarnir)  geti aftur rænt sjóði heimilisins (landsins).

P.Valdimar Guðjónsson, 16.10.2010 kl. 23:10

4 identicon

Verslings Stjórnarskráin. Breytum henni til að ????????.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 02:21

5 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Ég tek undir,að stjórnarskráin er góðra gilda verð.En Alþingismenn hafa svarið eið,að fara eftir henni,og starfa eftir sinni sannfæringu.Það er það sem hefur brugðist.Sem ætti að vera viðurlagarhæft.

Eina breytingin,sem teldi þörf á er að framkvæmdavaldið og löggjafarvaldið ættu að vera aðskilið.Forsætisráðherra(forseti) ætti að að vera kosinn,og hann skipaði sína ráðherra.(líkt og er í USA).

Ingvi Rúnar Einarsson, 17.10.2010 kl. 14:10

6 identicon

Stjórnarskráin er ekki til að breyta eftir tískusveiflum eða hagsmunum í pólitík hverju sinni. Hún á að vera íhaldssöm og hafa að réttlæti og jöfnuð að meginmarkmiði. - Eftir að hafa lesið hugrenningar ýmissa sem eru  að bjóða sig fram til stjórnlagaþingsins óttast ég að þar verði settar á dagskrá hugmyndir um nýtt Ísland, gjörbreytta stjórnarskrá. - Held að best væri að blása þetta stjórnlagaþing af. Framkvæmdin á þessu verður óskapnaður og ég óttast að útkoman verði eftir því.

Gísli Valtýsson (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 15:09

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Kannski hún hafi ekki haft bein áhrif á gang mála, en klárlega óbein.

Væri t.d. ákvæði í stjórnarskrá um þjóðaratkvæðagreiðslur, hvar ákveðið stór hópur kjósenda gæti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslur, Hefði það veitt lög- og framkvæmdavaldi aðhald. „Óttinn“ við þjóðaratkvæðagreiðslu hefði gert að verkum að ríkisstjórnir og þingmenn stjórnarflokka þessa lands hefðu lagt meira upp úr að vinna að málum í samvinnu við stjórnarandstöðu og samkvæmt vilja almennings hverju sinni, í stað þess að valta yfir þingið eins og fílar í glervörubúð, í skjóli meirihluta síns sem kannski var ekki mikill, en nægur. Löggjafarvaldið hefði því síður orðið að afgreiðslustofnun framkvæmdavaldsins. Því hefði örugglega margt ruglið ekki komið til framkvæmda.

Brjánn Guðjónsson, 20.10.2010 kl. 19:46

8 identicon

Hafa Íslendingar hingað til valið hæfa menn til þingsetu?

Munu þeir standa sig betur í þjóðaratkvæðagreiðslum?

Glúmur (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 14:06

9 Smámynd: Gunnar Waage

Mín skoðun er að fyrsta skrefið sé að leyfa persónukjör. Þeir sem vilja viðhalda fjórflokkakerfinu hérna berjast gegn því leynt og ljóst.

Þetta ættu að vera sjálfsögð mannréttindi að kjósa þær persónur sem þú hefur trú á inn á þing en ekki einhverja þrýstihópa.

Það þarf ekki stjórnlagaþing til að lögleiða persónukjör.

Gunnar Waage, 21.10.2010 kl. 16:23

10 identicon

Þetta er hárrétt hjá Elíasi Blöndal.

Til að byrja með er rétt að rekast í því að þeirri stórnarskrá sem er í gildi sé fylgt. Þó sjálfsagt megi gera einhverjar smá lagfræringar á henni.

Ég tek og undir með Gunnari Waage; það þarf ekkert stjórnlagaþing til að taka upp persónukjör.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband