Stóra blámannamálinu lokið í sátt og samlyndi

Stóra blámannamálinu er lokið. Heiðurskonan Björg Eva Erlendsdóttir hefur leiðrétt orð sín og beðist forláts á að hafa farið yfir strikið gagnvart okkur sem störfum í Heimssýn og er maður að meiri fyrir vikið. Orðrétt segir Björg Eva:

Það er mikilvægt að umræðan um hvort vinstri menn geta háð baráttu gegn ESB hönd í hönd með hægri öfgamönnum og kvótakóngum er hafin fyrir alvöru. Þá umræðu verður að taka. Ég biðst gjarnan afsökunar ef ég hef talað of fast og sært einhvern Heimsýnarvinstrimanninn með tali um þjóðernishyggju. En vinstri mennirnir sem stilla sér upp í Heimsýn mættu hugsa til þess að með sinni afstöðu særa þeir líka fjölda fólks, fórnarlömb hægristefnunnar sem ríkti hér. Skuldugur almúginn sem gammarnir stálu frá er langt frá persónulegu fullveldi og sjálfstæði, einmitt í dag. Fullveldi Íslands fyrir kvótakónga getur ekki verið sérstakt keppikefli fólks sem nú er gjaldþrota eftir svik og pretti þeirra sem tóku að sér að passa landið og auðlindir þess.

Fyrir mér var þetta hið undarlegasta mál einkum þar sem ég var krafinn um afsökunarbeiðni á orðum sem ég aldrei sagði. Kannski finnst einhverjum að ég eigi líka að biðjast afsökunar á að nota orðið blámaður í sömu merkingu og aðrir nota enskuslettuna niggari, - það er sem dæmi um orðfæri þeirra sem vilja tala niðrandi um hörundsdökkt fólk. Ef ég á að biðjast afsökunar á því þá verða allir þeir sem smjattað hafa á orðinu nú í vikunni að gera það einnig. Ég hefi þá sannarlega dregið marga með mér í svaðið!

Sjálfum er mér ekkert eins hvimleitt og fólk með þjóðernisofstæki og fordóma gagnvart öðrum kynstofnum. Og auðvitað er það aldrei ætlunin að valda sárindum með kjarnmiklu íslensku tungutaki en ég vara við því að láta tunguna gjalda pólitísks rétttrúnaðar.

Um hitt þurfum við vinstri menn að fjalla um með hverjum við treystum okkur til að vinna og hvernig geta menn með ólíka sýn á heildarmynd þjóðfélagsmála starfað saman. Ein fyrstu mótmæli sem ég mætti til í Reykjavíkinni voru framan við sovéska sendiráðið þar sem við stóðum saman nokkrir vinstri róttæklingar og Heimdellingar og mótmæltum innrás Sovétríkjanna í Afganistan. Þegar ég las Flugdrekahlauparann áratugum seinna þótti mér vænt um að hafa þó mótmælt þó til lítils væri mín gormælta rödd. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Halda mætti að Björg Eva teldi fullveldi Íslands vera einhverja einkaeign einhverra svokallaðra öfgahægrimanna og kvótakónga. Hvenær gerðist það? Voru það bara einhverjir slíkir einstaklingar sem fylltu Þingvelli 17. júní 1944? Eða sem kusu næstum 100% að stofna sjálfstætt lýðveldi? Það hlýtur að vera ef mark er takandi á orðum Bjargar Evu.

Hjörtur J. Guðmundsson, 27.10.2010 kl. 20:43

2 Smámynd: Rafn Gíslason

Ekki get ég séð í hverju afsökunarbeiðni Bjargar felst Bjarni, ég hef verið meðlimur í Heimsýn um það bil eitt og hálft ár og hef ekki orðið var við það að hægri menn sem tilheyra þessum félagsskap hafi verið að tala fyrir hægristefnu meðal okkar, eða fyrir málum LÍú eða annarra samtaka þar. En það virðis vera svo að þegar ESB sinnar óttast að verða undir í umræðunni þá er gripið til óknytta og illmælgi til að verja sinn málstað og hef ég sérstaka skömm á því fólki sem gerir slíkt við félaga sína. Megi Björg og hennar líkir hafa skömm fyrir. Við ESB sinnar og það fólk sem er ósátt við forustu flokksins getum vel stofnað okkar eigin flokk ef við þvælumst svona fyrir þeim minnihluta hópi sem tilheyrir flokkseigandafélaginu í VG og kæmi mér ekki á óvart að svo muni verða bráðlega.

Rafn Gíslason, 27.10.2010 kl. 21:11

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Rafn meinar væntanlega "Við ESB-andstæðingar og það fólk ..." :)

Hjörtur J. Guðmundsson, 27.10.2010 kl. 21:52

4 identicon

Félagi Bjarni !

 Sko guttann !

 " Fyrstu mótmælin..... við nokkrir vinstri rótæklingar og Heimdellingar"

 Þarna varstu sannarlega í góðum félagsskap !

 Betra ef framhald hefði á orðið. Reyndar ertu alltof snjall til að lensa með afkomendum ´Sovét-Íslands rekagátta.!

 Ýttu sem fyrst úr þeirri vör !

 Stýrðu síðan þínum dýra knerri heim í heiðadal íhaldsins - þar áttu heima-!

Um það sannfærðist " Kalli", þá hann fékk notið þinnar frábæru frásagnargáfu, hnyttni og ríkrar sagnagáfu, í för þinni með þrjátíu íbúa mesta íhaldsbæjar landsins - Seltjarnarness -- laugardaginn 09/10/10

 Þar uppskarstu allra aðdáun, eða sem Rómverjar sögðu.: "Ut sementem feceris, ita metes" - þ.e. "Þú uppskerð sem þú sáir" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 23:08

5 identicon

Áttu í fórum þínum bókina Blámaður um borð en það er þýðing Böðvars frá Hnífsdal á sögunni The nigger of "Narcissus": a tale of the seaeftir Joseph Conrad?

Ég fyrirverð mig fyrir spurninguna - en ég varð að spyrja.

Kveðja,

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 23:28

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Dýrðleg samantekt hjá Hannesi Péturssyni skáldi í Fréttatíma dagsins;

"Já, blágræna þverpólitíkin gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu er kostuleg. Þar sitja saman í einingu andans hægrisinnaðir og vinstrisinnaðir gaddhestar úr kalda stríðinu, kúabændur á hausnum vegna offjárfestingar í mjaltaróbotum, gamlir veðurbarðir Keflavíkurgöngumenn, gljáfægðir nýfrjálshyggjupiltar beint úr kemískri hreinsun Heimdallar, og svo framvegis."

Njótið - Góða helgi!

Gunnlaugur B Ólafsson, 29.10.2010 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband