Partý í Mál og menningu á Laugaveginum

Í tilefni af útkomu bókarinnar Sigurðar saga fóts er útgáfupartí í Mál og menningu á Laugavegi í Reykjavík. Það hefst klukkan átta í kvöld. Megas mætir ásamt Karítum Íslands og Hilmar Erni Agnarssyni. Höfundur (semsagt undirritaður) les úr bók sinni og gestir gamna sér. Allir velkomnir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

"gestir gamna sér"  þetta fer samt vonandi allt vel og siðsamlega fram Bjarni?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.11.2010 kl. 16:52

2 identicon

Það er verst hvað þú auglýsir þetta seint! Ég er að átta mig þessa dagana að það gefur mér mikið allur þjóðlegur fróðleikur eða hefðbundinn skáldskapur. Nú er að nálgast nótt og ég átta mig á því að ég keyrði Laugaveginn um það leyti sem þú hefur verið að lesa! Ég þarf að læra betur að hlusta á hugboð mín- eða hversvegna ók ég þessa leið?

Mér þótti alltaf fyndið þegar Prince (rokkstjarnan) rak bílstjórann sinn vegna þess að hann hlýddi honum ekki þegar hann var að stjórna honum með hugskeytum, úr aftursæti Limúsínunnar.

Villi (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband