Upplestur á bókakaffinu í kvöld

Við verðum þrír sunnlenskir höfundar sem ríðum á vaðið í jólabókalestrinum í Sunnlenska bókakaffinu í kvöld. Þar les Guðmundur Kristinsson úr nýrri og allsérstæðri viðtalsbók sinni, Óskar Magnússon Fljótshlíðingur les úr smásagnabók sinni og sjálfur mun ég svo lesa úr Sigurðar sögu fóts.

Allir velkomnir, aðgangur ókeypis og húsið er opnað klukkan átta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Bjarni.

En ég vona að upplesturinn í Bókakaffinu þínu hafi gengið vel.

En nú spyr ég enn og aftur minn kæri Bjarni Harðarson: "Hvað nú"

Þá á ég við hvernig á nú að snúa sér í ESB málunum.

Því auðvitað fór þetta eins og það fór hjá þessari afdönkuðu Elítustofnun flokksins sem nefnist "Flokksráð" en gæti alveg eins og það með réttu heitið Flokksræðisstofnun VG. 

Þetta stjórnskrípi hefur ekkert með nútímanlegt lýðræði að gera og er sennilega einhver svona gamall sögulegur arfur, ættaður alla leið frá Kommúnistaflokki Íslands.

Auðvitað hafði flokksforustan og valdatæknar hennar sigur, þó hann væri mun minni en þeir vera láta, því 38 sögðu nei en 28 sögðu já við tillögu ykkar sem þýðir í raun að ef aðeins 6 manns úr þeirra liði hefðu skipt um skoðun og stutt ykkur þá hefðuð þið haft sigur.

Svo hreikja þér sér nú í fjölmiðlum formaðurinn og valdatæknirinn og segja að nú hafi forysta flokksins skýrt umboð frá flokknum og þessari skýru afstöðu Flokksráðsins.

Þessi Flokksráðsfundur endurspeglar ekki kjósendur eða grasrót VG, það veistu vel. 

Þvert á móti þá er þetta nánast handvalinn hópur helstu flokkshestana. Þarna situr 3ja manna stjórn flokksins með Steingrím í forsæti, ásamt framkvæmdastjóra og helstu starfsmönnum flokksins.

Þarna sitja allir 15 þingmenn flokksins ásamat a.m.k. jafn mörgum varaþingmönnum flokksins og svo sitja þarna örfáir fyrrverandi þingmenn flokksins, ásamt svo helstu bæjarfulltrúum flokksins og svo formenn helstu aðildarfélaga VG og nokkrir kjördæmisráðsformenn og svo einhverjir örfáir aðrir eins og kannski þú.  

Þetta er auðvitað ekkert lýðræði, þessir 66 sem þarna sátu, þetta er ekkert annað en skrípaleikur og flokksræði !

Síðan munu þeir formaðurinn og valdatæknarnir  reyna að tefja Landsfund flokksins eins lengi og þeim verður mögulega stætt á, því að þar gætu þeir loksins þurft að láta í minni pokann. 

Bíð eftir kjarngóðri og efnismikilli grein frá þér um þessi mál félagi Bjarni.

Gunnlaugur I., 21.11.2010 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband