Best í heimi...

Best í heimi er ađ vakna klukkan átta á sunnudagsmorgni og lúra sér ofan í góđa bók, ţangađ til mađur er kominn međ náladofa í hendina en herping neđan viđ vömbina og fara ţá fram og koma aftur í rúmiđ međ mikiđ kaffi og ristađ brauđ međ gulu marmelađi og setja ţađ viđ hliđina á konunni sinni og lesa svo áfram og borđa öll ristuđu brauđin og nöldra í henni ađ ná nú í meira af ţví ég náđi í áđan og sofna svo međ margar ristabrauđssneiđar og líter af kaffi í maganum og konan er ýmist í rúminu eđa ekki og stundum nakin ađ striplast viđ rúmgaflinn eins og nývaknađar konur gera og böđuđ og ţađ er lykt og ţađ er löngu kominn dagur og bókin er ţykk og góđ og kaffiđ gutlar í maganum og samt sofnar mađur smá og hrekkur upp og nćr jafnvel ađ hafa smá móral yfir ađ vera latur og drekkur kaldar dreggjar af ţykku kaffinu og ţađ er ennţá smá biti eftir af síđasta brauđinu en Elín vill hann ekki og er farin og kemur aftur nokkrum sinnum í svona mjög kvenlegu húsrábi, alklćdd og fer ađ tala um skúringar en er samt miklu skárri en konan hans Lúđvígs í bókinni hans Braga Ólafssonar međ langa nafninu sem er eiginlega svo leiđinleg,  konan en ekki bókin, ađ úr ţví ađ hún er aftur komin inn á söguna set ég örlítiđ bréfsnifsi innan í hana miđja, ekki konuna enda myndi ég aldrei gera ţađ heldur bókina, loka og fer í sokkana sem lykta af támeyru og hugsa um ađ kannski eigi ég ađ skipta um sokka ţegar ég er búinn ađ skúra eđa skúra sokkalaus nema ţađ sé hćgt ađ nota ţetta međ sokkana sem einhverskonar viđbáru gagnvart ţeim ósköpum ađ ţurfa ađ skúra en svo horfi ég á konuna sem er ekki í bókinni heldur á svefnherbergisgólfinu og sé ađ ţetta er allt vonlaust...


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Menn gerast mjög svo skáldlegir svona á´Sunnudagsmorgni,ţađ gott /Kveđja og góđar óskir til ykkar

Haraldur Haraldsson, 21.11.2010 kl. 14:05

2 identicon

:)

Elín Gunnlaugsdóttir (IP-tala skráđ) 21.11.2010 kl. 14:29

3 Smámynd: Ţórdís Bára Hannesdóttir

Leyfir konan ristađ brauđ í rúminu?

Ţórdís Bára Hannesdóttir, 21.11.2010 kl. 19:25

4 identicon

Hahaha ;)

Sigga Pje (IP-tala skráđ) 21.11.2010 kl. 19:51

5 identicon

"...konan  ýmist í rúminu eđa ekki, stundum nakin eđa ađ striplast viđ rúmgaflinn" !

 Sveimér ef mönnum verđur ekki hugsađ til lýsinga í bók T.L. Lawrence, " Lady Chatterley´s Lover" - í ţýđingiu Kristmanns!

 Var kölluđ " Bláa bókin" og Ragnar í Smára laumađist í ađ lesa bókina. Varđ svo hugfanginn ađ hann lét prenta í Víkigsprenti.

 Fyrir okkur strákana sem  var ađ vaxa grön, var skruddan algjör opinberun !

 Hinsvegar niđurlagsorđin hjá ţér örlítil ráđgáta, ţ.e. " konan sem ekki er í bókinni heldur á svefnherbergisgólfinu " !

 Ja, hérna, Nú hefđu Rómverjar líklega sagt pent og kurteislega.: " Vox faucibus haesit" - ţ.e. " Mađur mállaus af undran" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráđ) 21.11.2010 kl. 22:32

6 identicon

Mikil öndvegis gćđablóđ og umvafiđ umburđarlyndi og ţađ langt út yfir allt venjulegt  meina ég , er hún Elín ţín, EF hún í alvörunni leyfir ristađ brauđ upp í rúmi.

(IP-tala skráđ) 23.11.2010 kl. 13:58

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband