Vitnað í mömmu í Smuguviðtali

tn_laufabr.jpgÉg hafði orð á því í viðtali við Smuguna að í skáldskap þætti mér eðlilegast að klæða skynsemina og vitið í mannheimum í búning gamallrar konu og hefði þá stundum óður mína að fyrirmynd.

Þóra Kristín orðar þetta svolítið öðru vísi en kannski bara betur og allt í einu móðir mín komin í fyrirsögn í Smuguviðtali sem ég er bara ánægur með. Þar er m.a. sagt er frá því að útrásarriddarinn Sigurður fótur er kominn í menningarlega útrás.

Myndin er frá laufabrauðsbakstri í eldhúsinu hjá mér um síðustu helgi þar sem sést í smáfólk Brekkugerðisættar og baksvip ættmæðranna mömmu og tengdamömmu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðileg jól Bjarni minn og megir þú eiga góða og gleðilega jólahátíð.

Bestu kveðjur.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 23.12.2010 kl. 20:28

2 identicon

Þær síðastnefndu eru "nottla" flottastar. Gleðileg jól í bæinn þinn.

Guðlaug Hestnes (IP-tala skráð) 24.12.2010 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband