ESB gamlársspuni Fréttablaðsins

Fréttablaðið birtir í dag gamlársdag frétt um það að nú hafi ráðherrar VG samþykkt svikaleið að umsóknarstyrkjum ESB. 

Eitthvað hefur fréttamönnum skjöplast á þessum síðasta degi ársins. Hafi hjáleiðir sem þessar að ESB umsóknapeningum verið ræddar í ríkisstjórn þá hafa þær samt ekki verið samþykktar. Það er langur vegur þarna á milli þó að stundum sé eins og skilningur á þessu tvennu sé á reiki. Þannig getur ríkisstjórnin rætt ýmislegt sem ýmist ríkisstjórn eða Alþingi eiga eftir að samþykkja en meðan það hefur ekki verið gert þá hefur einfaldlega ekkert gerst.

Þingsályktunartillaga Alþingis um ESB umsóknina gerir ekki ráð fyrir beinum styrkjum eða aðlögun að ESB og það sama hefur verið ítrekað í ályktun VG í haust. Það getur vissulega verið gaman fyrir spunameistara Fréttablaðsins að vera fluga á vegg í ríkisstjórnarherberginu en illt ef óskhyggjan bjagar aftur og aftur fyrir sömu flugu það sem hún þar heyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Bjarni: Hvað áttu við með „svikaleiðum“?

EBE býður upp á ýmsa möguleika sem við eigum að taka fagnandi. Finnst þér það ekki? EBE hefur verið sýnt tortryggni hér á landi en kannski er það eina raunhæfa leiðin til að tryggja herlaust Ísland eftir allt saman. En auðvitað eigum við að binda fortakslaust skilyrði að aðild okkar kosti okkur ekki meira en meðaltalskostnaðpur per haus meðal EBE landanna.

Er það ekki meginorsökin fyrir því að við stöndum í dag utan EBE?

EBE hefur marga kosti en sjálfsagt ókosti líka. Auðvitatað ber að leggja ískalt mat á hvort aðild borgar sig.

Herlaust Ísland er alltaf mjög eftrsóknarverður framtíðar möguleiki og markmið okkar, Eigum við ekki að gaumgæfa það betur?

Í dag eru Kínverjar með þau markmið að efna til fjölmennasta og stærsta sendiráð á öllum Norðurlöndum hér á landi. Þeir eru að styrkja hagsmuni sína hér all verulega, hafa keypt hlut í útgerðarfyrirtæki og kannski þeir kaupiu hlut í HS-Orku af kanadíska braskaranum með aflandskrónurnar. Hversu lengi munu tiltölulega friðsamir demókratar ríkja í Washington? Við eigum alltaf von á að herskáir Repúblikananr ráði þar og eru jafnvel enn hernaðarbrjálaðri en Ronald Reagan og George Bush, kannski til samans, Bilderberg klúbburinn alræmdi færi á enn hærra plan en nokkru sinni áður og þá yrði Ísland hernumið eina ferðina enn undir einhverju furðulegu yfirskini, en sjálfsagt einhverjum íslenskum íhalds brask sálum til mikillrar gleði og til framdráttar.

Við eigum auðvitað að skoða betur aðild okkar að EBE okkur til hagsbóta en auðvitað með skynsemina að leiðarljósi.

Þetta er nokkuð sem telst vera „realpolitik“, þ.e. raunsæ stjórnmálalegt innsæi.

Góðar stundir og bestu áramótakveðjur austur yfir fjall

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 31.12.2010 kl. 23:10

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

bjarni, þú verður sorglegri með hverjum deginum.. en samt.. gleðilegt nýtt ár og vonandi kemur þú inn í árið 2011 eins og við hin og skilur við árið 1961 ...

Óskar Þorkelsson, 1.1.2011 kl. 00:12

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

   

Því miður er það svo að VG er ekki treystandi. Þess vegna hefur það enga merkingu þótt vænir menn eins og þú Bjarni, seti fyrirvara. Þar að auki er þetta styrkja-mál ekki mikilvægt, í samanburði við þá regin flónsku að leyfa Sossunum að senda inn umsókn.

 

Við sjáum skýr merki þess að margir þingmenn VG eru fylgjandi innlimun Íslands í Evrópuríkið. Ef núna kæmi ESB-samningur fyrir Alþingi, myndi hann fljúga í gegn. Það eru nefnilega laumu-liðar í öllum flokkum. VG ber fulla ábyrgð á þessari hörmulegu stöðu.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 1.1.2011 kl. 01:03

4 identicon

Félagi Bjarni !

 Er "laxa-doktorinn" að stikla fossa ??

 Fréttin vekur óhug.

 Getur ekki verið að Jón Bjarnason hafi verið fjarverandi ríkisstjórnarfund, og " urruðinn" Össur laumað inn hugmynd um " hjáleið" ??

 Vissulega gerir þingsályktunartillagan EKKI ráð fyrir beinum styrkjum - en - augljóst er, að einhverjir sitja á svikráðum við samherja.

 Gleymdu ekki, að enginn er annars bróðir í leik, hvað þá ákveðnir Samfylkingarþingmenn, þekktir að undirferli.

 Félagi !

 Minnstu einnig ,að flugan á veggnum hefur vængi. Gefðu þínum ráðherra styrk, eða hefur hann kannski samþykkt IPA styrki ??  !

 Undirlægjuháttur  vinstri-grænna gagnvart Samfylkingunni , væru skelfilegir ef svo reynist í pottinn búið, eða sem Rómverjar sögðu.:"Deus avertat!" þ.e.

 "Guð hjálpi ykkur" !  ( Og það á nýársnótt !! ) 

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 01:05

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Loftur: Auðvitað er VG treystandi, - svo framarlega sem þeir taka góðar og skynsamlegar ákvarðanir!

Auðvitað verðum við að vona það besta á nýju ári!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 1.1.2011 kl. 03:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband