Hinn mikli sigur aðildarsinna ...

Síðan ég var gerður að ráðuneytismublu hef ég mikils til lagt af að blogga um pólitík enda fer það ekki vel við núverandi starf. Stundum get ég samt ekki stillt mig eins og þegar ég heyri siguróp ESB aðildarsinna. Þau byggja nú á því að örlítið fleiri eru jákvæðir fyrir því að ganga inn og að sama skapa færri jákvæðir fyrir fullveldi Íslands. 

Litlu verður vöggur feginn. Myndin sem birt er fremst í nýjustu Gallup könnuninni segir meira en mörg orð um þennan sigur. En það er gott að vakin er athygli á þessu því vitaskuld verða allir að halda vöku sinni í þessum slag. Smellið á myndina til að fá hana skýrari.

3evropukonnun-feb2011_copy.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Bjarni.

Já þeir fagna enn einum öfugmæla "sigrinum" sínum blessaðir ESB aftaníossarnir.

Meira að segja Eyjan reyndi að búa til fyrirsögn þar sem mátti skilja að nú væri meirihluti þjóðarinnar kominn á sveif með ESB aðild.

En tölfræðin lýgur ekki og mér sýnist að við ESB andstæðingar höfum tögl og hagldir í umræðunni og meðal þjóðarinnar.

Þessar tölur segja það hreint út að ef aðeins er tekið mið af þeim sem taka afstöðu, þá eru u.þ.b. 37% þjóðarinnar hlynntir aðild, en 63% andvígir ESB aðild. 

Þegar svona margir taka afstöðu og úrtakið er þetta stórt þá segja öll tölfræði vísinsi okkur að þeir sem ekki taki afstöðu eða hafi ekki myndað sér skoðun muni á endanum skiptast í sama eða svipuðu hlutfalli og þeir sem taka afstöðu.

Þetta er smá breyting frá því þegar að andstaðan var í toppi. Það mátti alltaf búast við að þetta sveiflaðist eitthvað og gæti því gefiði svo lítið eftir.

En þetta er engu að síður yfirgnæfandi og afgerandi andstaða og ég held að þegar umræðan verði opnari og upplýstri þá mun okkur andstæðingum ESB aðildar aftur fjölga enn frekar. 

ESB sinnar munu aldrei fara yfir 40% og við fullveldissinnar munum alltaf verða með um og yfir 60% fylgi eða vera meira en 50% fleiri en ESB sinnarnir, sama hvað þeir rembast og sama hvað mikla fjámuni þeir muni nota frá ESB við að breiða út fagnaðarerindi ESB Elítunnar.

Fólk sér í gegnum lýðskrumið og lygina sem lekið hefur af þeim.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband