... eins og lygar sniðugra blaðamann

Ég er enn með höfuðið með séra Gunnari Benediktssyni uppgjafarframsóknarmanni, uppgjafarprestisósíalista, rithöfundi, kommúnista og hugsuði. Á árunum eftir að hann kastar hempunni fyrir hugsjón alþýðunnar skrifar hann mikið um kristindóm og skrifar á einum stað um þær athafnir sem fram fara í dómkirkjunni í Reykjavík:

Maður getur staðið steinhissa yfir því, hvað þetta alvörulausa röfl prestanna um kærleika guðs, tign Jesú Krists og náðargjafir heilags anda getur haft mikil áhrif á fólk og jafnvel þá, sem alls ekki geta talist heimskir menn. 

En það er með þetta gaspur eins og með lygar sniðugra blaðamanna, það er hægt að endurtaka þetta svo oft, að maður fari hugsunarlaust að meðtaka þetta eins og einhvern viðurkenndan sannleika. 

Þó að þetta sé skrifað árið 1932 á þetta ekki síður erindi í dag en þá og víst er að sniðuglegheitum blaðamanna hefur síst farið aftur á þessum 80 árum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Félagi Bjarni !

 Skyldi Göbbels hafa lesið hugrenningar Gunnars Ben. ? !

 Gunnar skrifar um " lygar sniðugra blaðamanna" árið 1932.

 Göbbels komst ekki á toppinn fyrr en síðla árs 1933 !

 Báðir " blindir" öfgamenn!

 Báðir dýrkuðu hvor sinn " Mohamed" !

 Báðir áttu sameigjanlegt að vera óhemju mælskir !

 Eða Sem Rómverjar sögðu.: " Studium immane loquendi" - þ.e. " Óhemju kjaftaglaður" !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband