Bindishnútar og letilíf

Lífið verður ótrúlega einfalt allt og ljúfsárt í flensulegu. Sólarhringurinn skiptist upp í fjórar mislangar vökustundir en undanfarna daga hef ég sofið 15 – 20 tíma. Reyni að spara mig í símanum enda fæ ég af því hausverk og skrifa lítið því það tekur líka á. Horfi á sjónvarp og les Gunter Grass sem er reyndar að verða full langdreginn. Um miðjan dag kom Atli Steinarsson og gaf mér bindi og ég fékk hann til að kenna mér bindishnút. Kunni ekki nema einhvern fermingarhnút og hálfvegis gengið illa að læra tvöfalda hnútinn sem faðir minn notar. Svosem engu skipt í gegnum tíðina hef ég næstum aldrei sett upp bindi. Bara úr sveit og þessvegna í lopapeysum eða vesti. En eiginlega er ég svo sannfærður um að þingmannsslagurinn hafist úr þessu að ekki er seinna vænna en að læra almennilega að setja á sig bindi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GK

Það verður þitt fyrsta verk á þinginu að fá menn til að samþykkja að taka niður bindin. Þessi dress-kóði á Alþingi er yfirmáta hallærislegur...

GK, 6.2.2007 kl. 20:59

2 identicon

Ef þú villt endilega villt  fara að nota þessi hallærislegu bindi, ef (svo ólíklega) vildi til að þú lentir inn á þing, skal ég með ánægju og upp á góðan kunningsskap kenna þér að binda ekta enskan Windsor hnút á bindið þitt. Annars er ég viss um að hann Hlynur Hallsson væri til með að vera þérinnan handar um hvernig klæðast skal á þingi. Kær kveðja og gangi þér allt í haginn,

ÓliTh.

Ólafur Th Ólafsson (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband