Hagfræðingar eru póstmódernískir listamenn

Á sínum tíma leituðu arkitektar eftir inngöngu í samtök listamanna hér á landi. Um málið varð mikið þras uns rithöfundurinn Jónas stýrimaður kvað upp úr með að auðvitað væru íslenskir arkitekar listamenn því ekki væru þeir arkitektar. Og arkitekt fengu viðurkenningu.

Mér datt þetta í hug þegar ég heyrði í hádeginu að hagfræðingar hefðu  reiknað út að það mætti bæta kjör alþýðunnar með hækkun á matarskatti.

Það er tímabært að menn hætti að hnjóða í hagfræðinga fyrir það þeir skuli ekki frekar en aðrir vera neinir hagfræðingar enda augljóst að þeir eru fyrst og fremst skáld eða öllu heldur póstmódernískir listamenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, og ekki mun standa á VG að fara eftir þessum ráðgjöf.

Kv.

Gunnar Sæmundsson (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 21:48

2 identicon

Flugvél nauðlenti á eiðieyju full af dósamat

Prófasturinn bað til guðs síns að hann leiðbeindi þeim um að ná matnum úr dósunum

Verkfræðingurinn batt þær í snæri og reyndi að láta þær skella á kletti til að opnast

Hagfræðingurinn sagði, gerum ráð fyrir að við höfum dósaopnara. 

Hilmar (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 22:44

3 Smámynd: Kristinn Pétursson

"Það er ekki hægt að kenna mönnum hagfræði. Annað hvort eru þeir hagsýnir - eða ekki."     (Björn á Löngumýri)

Kristinn Pétursson, 23.6.2011 kl. 08:14

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Björn sagði líka um Jón Sigurðsson krata og ráðherra að hann væri brjóstumkennanlegur auli í allri fjármálaspeki. Gamli maðurinn sagði þetta við mig yfir kaffibolla inni í eldhúsi á Ytri - Löngumýri.

Jón sannaði þessi orð Björns rækilega í aðdraganda hrunsins en þá gegndi hann lykilstörfum í Seðlabanka og Fjármálaeftirliti.

Var honum ekki launað af þessari ríkisstjórn með feitu embætti ?

Árni Gunnarsson, 27.6.2011 kl. 22:03

5 Smámynd: Sigrún Óskars

ég hef líkt hagfræðingum við spákonur og veðurfræðinga - en þetta er góð hugmynd að kalla þá listamenn.

Sigrún Óskars, 30.6.2011 kl. 12:24

6 Smámynd: Magnús Jónsson

Það er hægt að kenna mönnum "Hagfræði", en ekki Hagsýni, og í því liggur vandamálið.

Magnús Jónsson, 2.7.2011 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband