Hvar eru lýðræðissinnarnir?

Ein rökin fyrir ESB viðræðunum, m.a. frá talsmönnum viðræðnanna innan VG, hefur verið hin lýðræðislega krafa um að þjóðin fengi að kjósa um samning og sjá hvað er í pakkanum. Nú er alltaf að koma betur og betur í ljós að það er ekkert í pakkanum, ekki einu sinni undanþága frá sameiginlegri fiskveiðistjórnun. Þessvegna er eðlilegt að mikill meirihluti vilji núna hætta þessari vitleysu og verja fé og slagkrafti hins opinberra til annarra og gáfulegri verkefna.

En sömu lýðræðissinnar sem hafa í senn talað á móti ESB aðild en með aðildarviðræðum hljóta nú að hugsa sinn gang. Meirihluti þjóðarinnar vill ekkert með þessar aðildarviðræður hafa, veit að þær eru tilgangslausar. Nýleg skoðanakönnun Gallup sýnir sterka meirihlutaandstöðu við viðræðurnar og sama niðurstaða var í könnun MMR fyrir hálfu öðru ári.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Bjarni, fyrst þú ert innanbúðarmaður í VG, ættirðu kannski að tala við þingmenn og ráðherra næst þegar þú hittir þá og spyrja þá um þetta mikilvæga atriði. En ekki búast við miklum skilningi hjá Steingrími, Árna Þór eða Birni Val.

Hvað heldur þú annars í allri hreinskilni að margir af þingmönnum VG muni styðja innlimunarsamninginn með því að sitja hjá þegar hann verður lagður fyrir Alþingi á næsta ári? Einungis í þeim tilgangi að fella ekki ríkisstjónina. Tólf?

Vendetta, 4.7.2011 kl. 19:23

2 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Sammála þér Bjarni - oft er þörf en nú er nauðsyn..........

Eyþór Örn Óskarsson, 5.7.2011 kl. 00:02

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Tómur pakki! Í kvað hafa peningarnir farið? Ég er sammála þér Bjarni!

Eyjólfur G Svavarsson, 5.7.2011 kl. 00:18

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni.

Við sem höfum lengi vitað að það er ekkert í þessum pakka, og verður ekki með núverandi skipulagi sem ákjósanlegt er fyrir okkur Íslendinga, munum þurfa að horfa upp á þá sem það töldu viðurkenna að í upphafi skyldi endir hafa skoðað.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.7.2011 kl. 01:40

5 Smámynd: Björn Emilsson

Sjá má af þessum skrifum að Bjarni er kominn í oddastöðu, sem gæti lyft honum á fyrri pall. Bjarni verður þá sá leiðtogi sem almenningur á Islandi er að bíða eftir.

Björn Emilsson, 5.7.2011 kl. 02:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband