Illvilji og refsigleði

Ógæfukona sunnan úr Eystrasalti bar út barn sitt og verður samkvæmt fréttum sett í einangrun!

Á 19. öld var fátækum vinnukonum sem báru út börn sín vissulega refsað en ég held að enginn þá hafi haft hugmyndaflug eða leiðindi til að setja þær í einangrun - sem er líklega verri refsing en nokkur vandarhögg. 

Og lögreglan í mínum heimabæ er sögð á krísufundi vegna þess að ekki tókst að koma Páli á Veiðisafninu í gæsluvarðhald. Ég veit ekki afhverju, er ekki örugglega runnið af manninum!

Bæði þessi mál eru sorgleg, hvort með sínum hætti. Páll hefur af miklum myndarskap byggt upp fallegt og vel gert safn en er jafnframt einn okkar sem ekki klæðir vel að drekka vín.  

Báðum verður lögum samkvæmt að refsa en skemmtilegra væri að finna í samfélaginu samkennd og siðlegt umburðarlyndi en allan þá refsigleði, illvilja og dómhörku sem einkennir umræðuna hér í netheimum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Bjarni. Takk fyrir þarfan og umhugsunarverðan pistil.

Þessi vesalings Eystrasalts kona þarf án efa allt annað frekar en einangrun. Hún það hjálp, hlýju, umönnun og heiðarlegan lögfræðing. Hugsa sér hvernig hún án nokkurs efa, hefur þurft að líða andlegar og líkamlegar kvalir! Ég spyr sjálfa mig og fólk í netheimum og fjölmiðlum, hvort sést hafi til konunnar við að koma barninu fyrir? Og er búið að taka af allan vafa um að atburðar-rásin hafi ekki verið á annan veg, en fjölmiðlar segja okkur?

Manninn á Stokkseyri veit ég ekkert frekar um en það sem þú segir í pistlinum, og leyfi mér að trúa að hann sé ekki hættulegri en aðrir Íslendingar, þar til sýnt hefur verið fram á annað. Hann ætlaði ekki að skjóta neinn, því ef hann hefði haft það í huga, þá hefði einhver verið skotinn!

Dómstóll götunnar skýtur fyrst og spyr svo! Sumir fjölmiðlar/netverjar nota sömu vinnubrögð. Þetta eru ekki vönduð né ábyrg vinnubrögð, og brjóta mannréttindi, án dóms og réttarhalda. Þessu þurfum við að breyta, og allar breytingar til hins betra, byrja hjá sjálfum okkur, hverju og einu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.7.2011 kl. 14:22

2 identicon

Er ekki hægt að líta á frétt liðinnar viku sem örvæntingarfulla tilraun hlutaðeigandi til að sýna fram á að hér sér virkt réttarkerfi?

http://www.visir.is/exeter-menn-syknadir/article/2011110628885

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 14:49

3 Smámynd: Sigrún Óskars

þessi unga kona á EKKI að fara í einangrun á Litla-Hrauni - sammála þér þarna. 

Sigrún Óskars, 6.7.2011 kl. 15:56

4 identicon

Skil ekki alveg ...

Meinarðu að konan eigi að fá að mingla í Kvennafangelsinu í Kópavogi, kynnast skemmtilegu fólki og svona?

Eða meinarðu að hún eigi að fá að fara heim til sín í Þórufellið?

Anna R. (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 16:07

5 Smámynd: Gunnar Waage

Einangrun er reyndar ekki notuð í refsiskyni Bjarni, hún er notuð af ýmsum ástæðum og óþarfi að dramatísera um of. Einangrun getur orðið fólki þungbær eftir einhverja mánuði.

Hvað refsingu varðar þá er þetta mál komið út fyrir minn skilning, kannski eru veikindi þarna á ferðinni. 

Gunnar Waage, 6.7.2011 kl. 18:28

6 Smámynd: Dagný

Þar er ég þér hjartanlega sammála Bjarni. Ætli veslings stúlkan fái ekki næga refsingu daglega það sem eftir lifir ævi hennar þótt ekki sé bætt á það með því að setja hana í einangrun. Best færi á því að hún fengi inni á lokaðri geðdeild þar sem annast er um hana á meðan verið er að komast til botns í því hvað gerðist og hvers vegna. Sýnum stúlkunni miskunn og umburðarlyndi og hjálpum henni að fóta sig aftur í lífinu.

Dagný, 6.7.2011 kl. 20:15

7 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Konan er auðvitað ekki heil á geði- mæður fórna lifinu fyrir afkvæmin- hvað með pabbann ?????

Erla Magna Alexandersdóttir, 6.7.2011 kl. 20:26

8 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið er ég sammála þér og henni Önnu Sigríði/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 7.7.2011 kl. 00:25

9 Smámynd: Dexter Morgan

Ég er á því að sýslinn ykkar eigi að fá sér ný gleraugu og hugsun, ef þann les "barnanýðingur" og telur það vera "barnahýðingu" (þ.e. að hýða/flengja óþekka krakka).Enda gerði hann EKKERT í því máli í heilt ár.

Nú er einvher örlagabytta tekinn við að plaffa nokkrum púðurskotum úr einhverjum safmgripum og þá er hann tekinn og beint í gæslu....

Dexter Morgan, 7.7.2011 kl. 00:45

10 Smámynd: Gunnar Waage

Ég stórefast reyndar um að það sé á nokkurn hátt verið að refsa þessari verslings konu með gæsluvarðhaldinu. Einangrun í þessu tilfelli er alveg örugglega ekki sams konar og sú sem fólk virðist ætla enda starfsfólk á Litla Hrauni örugglega vant því að takast á við ólíkar aðstæður.

Í þessu tilfelli myndi ég halda að einangrun sé fyrst og fremst konunni til varnar fyrir áreiti, ýmist frá organdi ofstæki landans eða jafnvel einhverjum málsaðilum, hver veit. En það er á engan hátt verið að refsa konunni með þessu. Þetta er óhugnanlegt mál og sorglegt og mikið afskaplega hlýtur konan að eiga bágt.

Gunnar Waage, 7.7.2011 kl. 01:41

11 identicon

Báðir fréttastjórar eiga að biðjast afsökunar á þessum flutningi um pál, Hörðustu mordingjar og naugarar eru ekki persónugerðir í frétum á þennann hátt, Frétt Pressunar er hrein íllgirni þar sem meðal veiðiferill er rakin með mynd. og svo kemur þessi blessaði vorkunsami sýslumaðurá Selfossi og ætlar að heimta gæsluvarðhald. Ad persónugera fréttina á þennan er hrein íllmennska og greiilega gerð af fólki sem hefur ekki skinbragð á mannlegar tilfinningar. Ef ekki þarf meira en svona mistök til að verða tekin nánast af lífi í fjölmiðlum þá er fokið í öll skjól. Ísland í dag.

hlynur (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 02:05

12 identicon

Hjartanlega sammala ther vardandi thessı -tho afar oliku- mal Bjarni, enda hefur thu gott hjartalag. Hef tho meiri ahyggjur af vesalings konunni og theım harmleik sem thar er eflaust ad bakı. Pallı spjarar sıg vaentanlega eftır sem adur.

Kvedja fra Tyrkjum...

Hildur Helga Sıgurdardottır (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband