Fjör í Framsókn...

Það er bara reglulega gaman á flokksþingi. Ég þekki samt sjálfan mig nógu vel til þess að vita að fyrir fjórum árum og ég tala nú ekki um fyrir átta árum hefði ég aldrei haft eirð í mér til að sitja svona á fundum lon og don. Svona er nú gott að verða ráðsettur og bráðum miðaldra.

Við erum að rífast um kosningalög í grúbbustarfi og ég er hreint ekki viss um að ég hafi skoðun á málinu. Hneigist til að vera meira sammála Höskuldi frambjóðanda í því sem er verið að þrasa um þessa stundina en held mér til hlés. Mest til þess að tími verði til að tala um eitthvað sem skiptir máli eins og þjóðlendumál sem. Nú er verið að tala um verkefni sveitarfélaga...

Í gær skrifaði ég pistil um varðhunda valdsins en þorði ekki að birta hann strax og þessvegna datt hann inn núna eftir að aldraðir og varkárir (!) framsóknarmönn höfðu sagt mér að þetta væri mjög hófsamt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Bjarni...þú átt enga undankomuleið...þú verður að vera þú sjálfur og láta allt flakka.

þÚ ert sá eini í Framsókn sem sýnir lífsmark og sjarma!!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 2.3.2007 kl. 21:14

2 identicon

Hvað ert þú að gera þarna í þessum katakombum ? Ný í pólitík og innritar þig í klúbb gríns og vesadóms ;-)

Jón Ingi (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 22:54

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni.

Mikið væri nú ánægjulegt ef þú gætir komið félögum þínum í skilning um árangursleysi fiskveiðistjórnar hér við land undanfarna áratugi.

Auðlindir í stjórnarskár er álíka forsjárhyggjufyribæri og netlögregla he he,,,

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.3.2007 kl. 00:35

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni.

Mikið væri nú ánægjulegt ef þú gætir komið félögum þínum í skilning um árangursleysi fiskveiðistjórnar hér við land undanfarna áratugi.

Auðlindir í stjórnarská er álíka forsjárhyggjufyribæri og netlögregla he he,,,

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.3.2007 kl. 00:36

5 identicon

Á nú að ræna landsbyggðina líka fiskimiðunum.Voru ekki þjóðlendulögin nóg klúður.Fiskimiðin eru óskráð eign núna.Ef það stendur í stjórnarskrá að fiskimiðin séu þjóðareign þýðir það þjóðnýtingu.Samkvæmt stjórnarskránni sjálfri má ekki láta eigur ríkisins af hendi nema gjald komi fyrir.Það þýðir að allar aflaheimildir fara á uppboð og gjaldið fer til ríkisins.Sveitarfélögin í suðurkjördæmi sitja uppi með gjadþrota sjávarútvegsfyrirtæki og verða sjálf gjaldþrota.Þorskur á þurru landi,fyrirtæki Eyglóar Harðardóttur hefur fengið fé hjá sjávarútvegsfyrirtækjum ti að byggja upp fyrirtækið.Nú ætlar hún að eyðileggja þessi fyrirtæki og sína heimabyggð,leggja hana í eyði , með fyrir hyggjulausu rugli.Ég óska eftir að þið útskýrið hvað þið eigið við með ,,þjóðareign´´.Kveðja, Sigurgeir í Sandgerði

Ssigurgeir jónsson (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband