Besti restauranturinn

Besti veitingastaður landsins er á BSÍ. Ástæðan er einföld. Þar fást svið. Yfirleitt heit reyndar en sjálfur er ég meira fyrir að hafa þau köld. Get þó alveg sætt mig við hvort heldur er.

untitled

Í dag voru sviðin þar hvorki heit né köld heldur þar mitt á milli sem er bara ágætt. Eini gallinn við nútíma svið er að þau eru eyrnastífð eins og var áður og fyrr aðeins hjá sauðaþjófum.

Vita ekki allir að eyrun eru best.

Var að koma úr stúdíómyndatöku í Reykjavík og held einna helst að ég hafi ekki farið í þessháttar myndatöku síðan ég var fermdur lítill og pattarlegur.

Við Helga Sigrún vorum þarna bæði í myndatöku og hún afsannaði alveg grundvallarkenningu framtíðarlandsins um að þingmenn yrðu að vera annaðhvort gráir eða grænir með fötum sem voru í senn græn og grá allt eftir því hvernig birtan skein á.

Reyndar afsannaði Andri Snær líka kenningar eigin fræða í fyrirlestri sem hann hélt í dag. Hann gerði það auðvitað óvart en gerði það samt. Ég skrifa meira um það síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 

Svið já, eru þau borin fram með síldarmjölskartöflumús eða kartöflumús úr þykkvabæjar-ætum. Annars eru ekki bara eyrun sem eru af heldur eru þau óúldin og bragðlaus. Annars er þatta áratuga góð hefð hjá BSÍ gott var að fá sér kjamma þar eftir böllin hér áður, guð hjálpi mér.

Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 20:44

2 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Já þarna er ykkur Framsóknarmönnum og konum rétt lýst, þið eruð grá og græn, rauð og blá allt eftir því hverju þið klæðist og hverja þið umgangist. Sem sagt hentistefnan í hnotskurn.

Þóra Guðmundsdóttir, 30.3.2007 kl. 23:08

3 identicon

Ekki láta það undir höfuð leggjast að skrifa um það hvernig Andri Snær afsannaði kenningar eigin fræða. Vertu vakandi, a.m.k. fram að kosningum. 

Brynjólfur Ólason (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 23:46

4 identicon

"Reyndar afsannaði Andri Snær líka kenningar eigin fræða í fyrirlestri sem hann hélt í dag."

Bíddu, hva...? Að því talvan hans var úr áli? Ég ætla rétt að vona að þú sért ekki að meina það. Þarf Andri Snær greyið að fara sniðganga allt sem er búið til úr áli bara svo hann eigi það ekki á hættu að vera kallaður hræsnari? Það er sama og að kalla dýraverndunarsinna hræsnara af því hann steig óvart á og pöddu.

Egill Harðar (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 23:47

5 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Sala á sviðum rauk uppúr öllu á BSÍ þegar Mýrin var frumsýnd. Ekki minnkar hún núna.

Brynja Hjaltadóttir, 31.3.2007 kl. 00:11

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

og hvar mun myndin byrtast Bjarni, hlakka til að sjá hana/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 31.3.2007 kl. 00:35

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Svið eru herramannsmatur, þegar ég horfði á Mýrina, fór ég í hlé að kaupa mér mat, var þvílíkt að deyja úr hungri eftir sviðaátið, fékk reyndar bara Subway, en langaði í svið, keypti þau köld í Bónus í 4 vikur á eftir og naut vel.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.3.2007 kl. 01:02

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Svið eru herramannsmatur, þegar ég horfði á Mýrina, fór ég í hlé að kaupa mér mat, var þvílíkt að deyja úr hungri eftir sviðaátið, fékk reyndar bara Subway, en langaði í svið, keypti þau köld í Bónus í 4 vikur á eftir og naut vel.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.3.2007 kl. 01:02

9 Smámynd: Hallur Magnússon

Það eru líka góð heitu sviðin í Nóatúni - en vandamálið bara að maður gengur ekki aðþeim vísum eins og á BSÍ!.

Sammál með eyrun! Það eru ennþá gen í mér frá heiðajörðum úr Húnavatnssýslunum þar sem menn átu alltaf eyrun fyrst - svona til öryggis!

Í gamla daga sá kaþólska kirkjan við þessu - því SKálholt átti soramarkið afeyrt. Þannig tryggði byskupsstólinn sér öll lömp sem lentu illilega í mýbiti - eða einhverju öðru sem gekk frá eyrunum þeirra!

Meira um þetta í gamalli ritgerð sem ég skrifaði 1984 - eða 1985 um sauðfjármerkingar á Ísland! Get því miður ekki sett á þá annars ágætu þjóðfræðiritgerð!

Hallur Magnússon, 31.3.2007 kl. 01:04

10 Smámynd: Hallur Magnússon

Sett á hlekk - vildi ég segja - því ritgerðin var svo sannarlega á vetur setjandi - enda birtist hún í árbók Búnaðarfélagsins :)

Hallur Magnússon, 31.3.2007 kl. 01:06

11 identicon

HVORKI heit né köld kviðsvið, þar er Framsókn rétt lýst.

Steini Briem (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 05:41

12 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Svið eru ágæt.Þess vegna legg ég til að það verði sett í stjórnar skrá Íslands að svið séu þjóðareign.Þið Guðni með Jónínu Bjartmars og Sif gerið það að kröfu númer eitt, ef þið komist á þing, sem mér sýnist reyndar ekki, og komist ,í stjórnarmyndunarviðræður, og í ríkisstjórn, að sett verði í stjórnarsáttmála, að sett verði í stjórnarskrá að svið séu þjóðareign.

Sigurgeir Jónsson, 31.3.2007 kl. 11:25

13 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég var farin að undrast - en svo kom Hrafnkell með það. Augun eru best, hnakkaspikið líka, en mér finnst það fara minnkandi með árunum. Hvers vegna skyldi það vera?

Helga R. Einarsdóttir, 31.3.2007 kl. 16:05

14 identicon

Það er minna varið í nútímasvið en í gamla daga. Ég held að hausarnir séu sviðnir við gas og svo ofþvegnir. Ég vandist sviðum sem voru sviðin við kolaeld í smiðju og svo var askan skafin lauslega af. Síðan voru þau ekki skoluð fyrr en um leið og þau voru sett í pottinn. Þau voru góð.

http://blog.central.is/gummiste

Guðmundur Stefánsson (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband