Loksins hvunndagur

Loksins kom hvunndagur en þeir eru það dýrmætasta í lífinu. Kosningabarátta býður ekki upp á mikið þessháttar, eilíf fundahöld og spariföt. Svo hafa dagarnir undanfarnar vikur verið hálfvegis tómlegir í ofanálag því Elín mín fór á Spán og sat þar í hálfan mánuð yfir spænskunámi. Í haust ætlum við að halda upp á 20 ára hjónaband með ferðalagi um rómönsku ameríku og þá verður hún orðin altalandi í þessu skrýtna tungumáli.

Hún kom semsagt heim aftur nú um hátíðarnar og vakti mig klukkan 5 einn morguninn. Yfirleitt er ég svefnstyggur og geðstirður ef ég er vakinn en var það ekki í þetta skiptið! Þessi tágranna kona hefur reyndar áhyggjur af því að hafa bætt á sig syðra með súkkulaðiáti þar sem hún telur núna heila 15 fjórðunga - en það er bara betra, þó þeir yrðu seytján...elin

Dagurinn í dag hefur farið í stórmarkaðsferðir því hér var algerlega orðið þrotabú. Í gær lagaði ég ísskápinn sem hefur verið með vesen og ekki lokast sem skyldi. Einhverjir sögðu mér að kaupa bara nýjan, það væri ekkert vit í að laga svonalagað en þessi hugsunarháttur fer ósegjanlega í taugarnar á mér. Sóunin er versti löstur okkar Íslendinga. Þetta er ekki spurning um nísku heldur miklu frekar virðingu fyrir verðmætum.

Í kvöld þarf ég að undirbúa austurferð og vikuna framundan...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til lukku með að vera búin að fá hana Elínu þína heim. 20 ára brúðkaup, ég hélt að Elín væri bara rúmlega þrítug, en allavega til hamingju

Ásdís Sigurðardóttir, 7.4.2007 kl. 18:24

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Til hamingju

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.4.2007 kl. 23:36

3 Smámynd: Josiha

Það eru hvunndagarnir sem skipta mestu máli af öllum dögum. Það er það sem gerist á hvunndögum sem maður minnist helst í ellinni.  Það sem fær mann til að brosa  Hversdagsleikinn er lífið sjálft. Lífshamingjan er (m.a.) fólgin í því að kunna að njóta hversdagsleikans. Eða það er amk mín skoðun.

Josiha, 8.4.2007 kl. 00:28

4 Smámynd: Josiha

....já, til hamingju með hvunndaginn

Josiha, 8.4.2007 kl. 00:29

5 identicon

Sr. Gísli Þórarinsson (frá Hlíðarenda) prestur í Odda var 32 fjórðungar að þyngd en maddama hans 33 fjórðugar.

http://blog.central.is/gummiste

Guðmundur Stefánsson (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 09:26

6 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Til lukku með 20 árin og heimkomu frúarinnar. Ég yrði trúlega viktaður í heilum einingum en myndi trúlega toppa frúna þína í fjölda þeirra samt.

Hef verið grasekkjumaður undanfarna mánuði og þekki orðið ísskápa, fulla af engu, af eigin raun... og það er eiginlega ekki fyrr en klósettpappírinn er að klárast sem maður drattast í áfyllingar.

Hinsvegar höfum við feðgar rúmleg tekið hús á þessum örfáu stöðum sem selja skyndibita hér á Selfossi og nú er svo komið að kjötfars með káli hljómar sem fermingarveisla í okkar eyru.

Já hversdags er dýrmætt.

Þorsteinn Gunnarsson, 8.4.2007 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband