Í austurvegi

Picture 002Duttum hér inn á Hótel Klaustur vel upp úr miðnætti, ráðherrann, Þórarinn bílstjóri hans og ég þingmannsefnið, eftir vel heppaðan dag í Rangárþingi. Ekki annað að sjá en að allir séu ennþá Framsóknarmenn þar hvað sem líður talnaspeki.

Hér á Klaustri duttum við inn á gleðskap vinstri stjórnarinnar á Selfossi, meirihlutans sem varð til eftir stuttan dans Sjálfstæðismanna og Framsóknar á síðasta ári. Ekki var að sjá annað en vel færi á með samstarfsflokkunum þremur sem hér sátu við samkvæmisleiki og spjall. Einna vinsælastur varð sá leikur okkar Hjördísar Leósdóttir að metast um fegurð táa en hún hafði þar vinninginn þó mig gruni hálfvegis að Margréti og bæjarstjóranum hafi verið starsýnna á mínar...

Í dag liggur svo leiðin austur í Öræfi þar sem Kvískerjabræður halda upp á afmæli sitt, þeir sagnfræðingurinn Sigurður er níræður, smiðurinn Helgi áttatíu og tveggja og náttúrufræðingurinn Hálfdán áttræður. Eins og ég hef áður sagt frá á vef þessum heimsótti ég þá í vetur sem var ógleymanlegt enda hér á ferðinni vitringar af því tagi sem aðeins er sagt frá í ævintýrum. Hlakka mikið til að hitta þá aftur í dag og fleiri góða vini í Öræfunum.

Leiðin liggur svo í stutta heimsókn austur á Höfn þar sem opnuð verður kosningaskrifstofa í kvöld og eftir það ökum við Guðni rakleitt suður enda bíður mín að mæta bæði í Kjördæmaþátt í Sjónvarpinu og Silfrinu hjá Agli á morgun. Þetta er þeytingur...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Talaði Guðni eitthvað um hvað hann vildi gera fyrir Skaftárhrepp?
kv

Helgi Pálsson.

HP Foss, 21.4.2007 kl. 12:53

2 Smámynd: Magnús Vignir Árnason

Vont er allt þitt vísnahnoðvið þig vil ég segjaerindið er mikið moðog mikið betra að þegja

Magnús Vignir Árnason, 21.4.2007 kl. 18:58

3 identicon

Erfitt er að horfa upp á hnoðið,

sem hér er t.a.m. upp á boðið.

Ég segi það satt,

enn og einatt:

Það gengur aldrei árans miðjumoðið

-sigm (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 18:59

4 Smámynd: Magnús Vignir Árnason

Vont er allt þitt vísnahnoð

við þig vil ég segja

erindið er mikið moð

og mikið betra að þegja 

Magnús Vignir Árnason, 21.4.2007 kl. 19:02

5 Smámynd: Magnús Vignir Árnason

copy og paste eitthvað ekki alveg að virka rétt

Magnús Vignir Árnason, 21.4.2007 kl. 19:06

6 identicon

Virðist meira breim en briem,

bágt á með að yrkja,

Bögur sínar, brag og rím,

bið ég hann að styrkja

-sigm. (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 19:42

7 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Kvitt.

Brynja Hjaltadóttir, 22.4.2007 kl. 00:00

8 identicon

Sælir, Bjarni og skrifararnir; og gleðilegt sumar !

Magnús Vignir ! Sæll, gamli félagi, Helgi og Ingvar; þakka ykkur, sem M.V.Árnasyni ykkar tillag.

Ég gat þess, á heimasíðu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, á dögunum, að Bjarni Harðarson væri jafn mikilvægur sunnlenzkri;og þar með íslenzkri bókmenningu, og Gianfrancesco Poggio Bracciolini (1380 - 1459) var bókmenntum og húmanisma 15. aldarinnar, á Norður- Ítalíu.

Þau ókjör fróðleiks, frá fyrri, sem seinni tíð; hverjum Bjarni hefir bjargað, frá glatkistu sögunnar réttlætir, eitt og sér;; að hann fái ekki með neinu móti kosningu, til Alþingis Íslendinga.

Menn, eins og Bjarni Harðarson eru ekkert gripnir upp af götunni, nú til dags, og það sem meira er;;; hann verðskuldar lárviðarsveig fyrir þjóðlegan metnað og bókelsku, ekki fyrir taglhnýtingshátt, í þágu skelma, eins og Jóns Sigurðssonar - Guðna Ágústssonar og þeirra rycktis. 

Fengi ég nokkru tauti komið, við þennan hægláta dreng, Bjarna Harðarson, að þá skyldi hann, hið skjótasta yfirgefa þessa fylkingu sérgæðinga, og menningarsnauðra, sem Framsóknarflokkurinn sannarlega er. Bjarni ! Þú ert jafnmikilvægur bókmenntaarfinum okkar, og Poggio var, á sinni tíð, meðal Venetóinga, Langbarða; og nærsveitamanna þeirra.

Kjósum, að hitta Bjarna áfram, í hans ágætu bókhlöðu, hjá þeim Selfyssku; síður í þinghúsinu, við Austurvöll; í Reykjavíkurskíri.

Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 00:44

9 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Daginn Bjarni, þar sem þú ert einhversstaðar á þeytingi. Mikið má vera slæmur kveðskapurinn Breimarans þegar Simmi frændi sér ástæðu til að kvarta og getur látið vera að senda þér "sjálfstæðan" tón í leiðinni.  Ég er reyndar í þetta sinn hjartanlega sammála honum. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 22.4.2007 kl. 12:13

10 Smámynd: HP Foss

Látum vera þó Guðni heimsæki bændur landsins, hann er nú einu sinni Landbúnaðarráðherrann. Það verður ekki fyrr en vinsta liðið kemst til valda að okkur fer að blöskra bruðlið á stjórnarliðinu, þó tæplega verði ferðalög Landbúnaðarráðherrans þeirra til að sliga okkur, enda leggst íslenskur landbúnaður af ef  Framsókn fer ekki ælengur með þann málaflokk. Þannig er það nú bara.

HP Foss, 22.4.2007 kl. 15:04

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Guðni var góður ráðherra í erfiðu ríkisstjórnarumhverfi. Hefði vafalaust viljað gera marga hluti á annan veg en honum bauðst. Mikið hefu ráðherrar sjávarútvegs getað af honum lært ef þeim hefði verið gefinn í vöggugjafir sá eiginleiki.

Árni Gunnarsson, 22.4.2007 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband