Fundur með Johnsen og Grindavíkurdagur

  arni_johnsen

Í gær átti ég kappræðufund með Róbert Marshall í Vitanum í Sandgerði og í dag, þriðjudag, verður sambærilegur fundir í Liltu Kaffistofunni í hádeginu kl. 12 - 13. Þar mætumst við Árni Johnsen Fundurinn með Róberti var mjög skemmtilegur, hvass og fjörugur en samt skildum við sáttir og ósárir. Ég held að við getum báðir verið mjög ánægðir með og höfum tekist drengilega á.

Fundarstaðsetningin núna á eftir er svolítið skondin en líka skemmtileg. Það var Árni sem átti hugmyndina að þessum stað og ég hef heyrt að einhverjir ætli að gera sér ferð á staðinn.

Eftir hádegi liggur svo leiðin til Grindavíkur og þar verður endað með fundi Framsóknarmanna um kvöldið...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Verður þú með gítar með þér Bjarni ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.4.2007 kl. 01:14

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Það er í mörgu að snúast svona á síðasta sprettinum, gangi þér vel!

Ester Sveinbjarnardóttir, 24.4.2007 kl. 12:59

3 Smámynd: Halldór Gunnarsson

Sælir lesendur og Bjarni.

 Ég er ánægður með hvernig þú skilur mikilvægi landbúnaðar fyrri þjóðina.

Kveðja

Halldór Gunnarsson, 24.4.2007 kl. 15:21

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Bjarni, ég held þú skiljir miklu meira en mikilvægi landbúnaðarins, þú skilur mikilvægi Íslenskunnar!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.4.2007 kl. 21:28

5 Smámynd: Magnús Vignir Árnason

Briemarinn senunni stal  stillti upp í bundið tal  nefnir hann ekki hal  held hann sé spinnigal  

Magnús Vignir Árnason, 25.4.2007 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband