...ađ Framsóknarjötunni marga ţú lađar!

Ţó ég eigi vinkonur í öllum sveitum hér austanfjalls eru margar af mínum allra bestu í Grímsnesinu og sannađist rćkilega á hagyrđingakvöldi sem haldiđ var á Borg í Grímsnesi um daginn. Ţar stóđ upp Guđrún Ţórđardóttir fyrrum húsfreyja á Svínavatni og formađur kvenfélagsins og kvaddi sér hljóđs međ eftirfarandi drápu frá Unni Halldórsdóttur á Borg og frábćrri lopapeysu frá Halldóru Jónsdóttur í Stćrri Bć. Ástarţökk. Á myndinni er ég međ ţeim Halldóru og Guđrúnu.

1544564 003

 

Loks ertu Bjarni hjá kvenfélagskonum

ja, konurnar fagna ţví mikiđ ađ vonum.

Ţćr biđluđu til hans ađ birtast á fundi

en blessađur drengurinn aumur ţá stundi,

ađ hann yrđi ađ funda međ Framsóknarmönnum

ţađ var frambođ og prófkjör og Bjarni í önnum.

 

Međ Margréti Frímanns ađ Borg ţér svo buđum

bökuđum flatbrauđ og hangikjöt suđum.

Um sveitina hljómađi hástöfum  vćliđ

er viđ heyrum ađ ţú vćrir lagstur í bćliđ.

Ţínum frama í pólitík fögnuđum glađar

ađ Framsóknarjötunni marga ţú lađar.

 

En inni á ţingi er ógrynni af jökkum

og eflaust er mikiđ af bindum og frökkum.

Í ţessa hjörđ má hann Bjarni ei blandast

nei, blessađur reyndu ţá freistingu ađ standast.

Til ţess ađ uppruninn alls ekki gleymist

ţú aldrei á glapstigu spillingar teymist

fćra ţér konunar peysuna penu

á pöllum á ţinginu stelur ţú senu.

Hún er prjónuđ af frábćrri Framsóknarkonu

í frostinu á toppnum hún yljar ađ vonum.

 

Ţín býđur ađ hausti framtíđin fögur

og fljótlega af ţingmönnum heyrum viđ sögur

hvort sem ţćr birtast í ljóđum og letri

eđa lesnar af Bjarna í drauganna setri.

Leiđi ţig gćfan á leiđinni nýju

ţú ert ljómandi sćtur í peysunni hlýju

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband