Kosið um skynsemi

Það verður kosið á Íslandi á laugardag. Þann dag stendur valið milli skynseminnar og þess sem er um margt miður skynsamlegt. Framsóknarflokkurinn hefur ásamt Sjálfstæðisflokki haldið um stjórnartaumana í landinu síðastliðin 12 ár. Á þessum tíma hefur ríkt mikið hagvaxtarskeið og velsæld. Það var sagt í gamla daga að það þyrfti sterk bein til að þola góða daga. Hlutverk Framsóknarflokksins hefur ekki síst verið að halda aftur af óheftri markaðsvæðingu og peningahyggju sem má sín jafnan mikils hjá okkar góða samstarfsflokki. Framsóknarflokkurinn hefur þannig verið hið mildandi og skynsama afl í stjórnarsamstarfinu.

Það er ljóst að margir vilja horfa til þess að sama stjórnarsamstarf verði áfram. Til þess að svo geti orðið þarf Framsóknarflokkurinn að halda stöðu sinni og verða þess megnugur að starfa með hinum öfluga Sjálfstæðisflokki. Vitaskuld er margt mjög gott við samstarf sem þetta svo fremi að Framsóknarflokki takist að halda aftur af enn frekari einkavæðingu sem Sjálfstæðismenn sumir vilja nú keyra yfir einkageirann og Ríkisútvarpið. Það er löngu tímabært að unnið verði markvisst að því að færa hagvöxtinn út til almennings í landinu, frekar en bara til fáeinna útvalinna.

Vitaskuld ganga flokkarnir allir óbundnir til þessara kosninga en það er samt ljóst að margir hugsa sér gott til að komast í samstarf með Sjálfstæðisflokki í tveggja flokka stjórn. Margir horfa nú til þess að hér verði samstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks og það er ljóst að slakt gengi Framsóknar í kosningum gæti orðið til að tryggja slíkri stjórn brautargengi.

Sé það í spilunum að Samfylkingin komist hér til valda munar miklu með hverjum hún vinnur. Gagnvart hagsmunum landsbyggðar og landbúnaðarins í landinu getur þar skipt sköpum að sá samstarfsflokkur sé Framsóknarflokkurinn en ekki Sjálfstæðisflokkur og þriggja flokka vinstri stjórn væri mun gæfulegri kostur en ný Viðeyjarskotta. Þar með væri komin til valda vinstri stjórn í landinu. Vinstri stjórn er því aðeins lífvænleg að hún njóti trausts í atvinnulífinu sem hið svokallaða kaffibandalag stjórnarandstöðunnar gerir ekki.

Það er því sama til hvorrar áttar er litið. Skynsemi og jarðsamband sækja jafnt hægri og vinstri stjórnir til Framsóknarflokkurinn. Látum skynsemina ráða á kjördag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hagbarður

Sæll Bjarni

Ég held að að þetta sé hárrétt hjá þér. Það verður nefnilega kosið um "skynsemi" og jafnframt tel ég um breytingar, sem löngu eru tímabærar.  Framsóknarflokkurinn hefur verið of lengi við völd, hefur fengið orð á sig fyrir að vera of gírugur við útdeilingar úr kjötkötlunum og hefur komið á kerfisbreytingum sem gert hafa hag fólksins í landinu verri. Nægir þar t.d. að nefna "Kvótaskottu", sem Framsóknarflokkurinn magnaði upp og sleppti lausri á fólkið í sjávarbyggðum þessa lands. Hún ræðst á alþýðu manna, hirðir og rakar af þeim aldagömul réttindi og færir þeim útvöldum.  Þeir útvöldu velta sér upp úr auðinum, kaupa banka og bílaumboð og eru reglulega til sýnis í hinu merka vikuriti "Séð og heyrt" fyrir afrek sín á viðskiptasviðinu.  Kvótaskotta er nútíma Grýla, nema munurinn á henni og Grýlu er sá, að Kvótaskotta gengur meðal okkar, mismunar fólki, hneppir það í steininn og kæfir drauma fólks með athafnaþrá.

Ég held að það sé Framsóknarflokknum nauðsynlegt að fá útreið og koma ekki að næstu stjórn. Útreiðina þarf hann að fá til að losna við græðgisöflin sem stýrt hafa honum og til að hann endurheimti aftur þau gildi sem hann stóð fyrir.

Kv.

Hagbarður

Hagbarður, 10.5.2007 kl. 09:41

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

 Sæll nafni.

Eru draumar þínir nú farnir að hallast að þriggjaflokka stjórn með Krötum og Kommum?

Eysteins model? 

Ég veit, að þú er vel læs á skruddur, því bið ég þig glugga í rit frá tímum svonefndra ,,vInstri stjórna".  Farðu yfir hvernig fór fyrir bændum og búaliði flestu.

Rifjaðu svo upp, hvernig óvandaðir menn fóru með eigur almennings bænda og annarra viðskiptavina, (með áherslu á vina) í kaupfe´lögunum og öðrum ,,Gagnkvæmum" félögum.

Farðu svo yfir hvernig fór með efnahag heimilana. 

 Nei minn kæri, vinstri stjórnir hafa ÆTÍÐ farið mjög illa með hag bænda, almennings og í raun hafa þær verið þjóðfjandsamlegar.

Íslandi allt!

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 10.5.2007 kl. 10:14

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

Furðulegur málflutningur að vera að byrja í pólitík en geta samt krosslagt málefnin á jafn snilldarlegan hátt. Hvar í ósköpunum lærðir þú þessa kúnst? Margbúnir að segja, ekki í ríkisstjórn með minna en 17-20% fylgi, göngum óbundnir til kosninga, höldum áfram ríkisstjórnarsamstarfinu ef við fáum umboð til þesss og svo framvegis.

Ja hérna ég segi nú bara. Áfram úr flokknum ekkert stopp.

Þórbergur Torfason, 10.5.2007 kl. 11:40

4 Smámynd: haraldurhar

   Bjarni þú ert ótrúlega næmur, fljótur að læra siði Framsóknarmadömunar, að vera opinn í báða enda, og sérlega laus á kostunum, bara fá vel greitt fyrir greiðan.

    Framsóknarflokkurinn hefur á undangegnum árum ekki staðið fyrir nein stjórnmála eða þjóðfélagspólitík, hendur verið flokkur hagsmunagæslu og úthlutun gæða til útvaldra, auk þess verið alveg sérstaklega öflugur í atvinnumiðlunar og útdeilingu bitlinga til samflokksmanna og velunnara.

    Tilvistarkreppa Framsóknarflokksins er afar er alvarlegt mál. Hún varð mönnun ljós þegar Halldór sagði af sér, og er leitað var til Finns til að taka við stjórnartaumunum í flokknum,  þá setti hann eitt ski

lyrði hef ég heyrt, og það var það að Guðni hætti.  Nei Guðni hætti ekki vildi verða formaður en rann svo á rassinn, er hann sá hversu lítinn stuðing hann í raun ætti innan flokksins.  Verkahringur Guðna hefur ekki verið mikill, og heldur hefur hann nú verið afkastalítill að mínum dómi.  Hans helsta hugarfóstur hefur verið dekur við hestamenn.  Sem lýsir sér í byggingu reiðhalla, og reiðvega.   Hvað eyrnamerkti Guðni mikið í reiðhöllina á Hvolsvelli?

     Framsókn nær 5 til 7 mönnum í komandi kostningum, og nú eiga þeir að fá langþráða hvíld fra stjórnarsetu, og fara í endurhæfingu, þar sem þeir ákveða fyrir hvað stefnumálum flokkurinn ætlar að standa fyrir, eða þá bara legga sig niður og ganga að hluta inn í Sjálfstæðisflokkinn, og restinn í Samfylkinguna og Vinstri Græna.

   Þu skifaðir ótrúlegan pistil um gerðir Jónínu Bjartmars varðandi framkomu Helga og fréttastofun Ruv.  Sem að mínum dómi var þér til skammar.  Helduru að geti verið rétt að annar meðmælandi stulkunar hafi verið móðir Jónínu.?

   Væri ekki frá því að fyrsta verk framsóknarmanna,að loknum kosningum, væri að skila Jónínu heim í Sjálfstæðisflokkinn.

kv. h.

haraldurhar, 10.5.2007 kl. 21:55

5 Smámynd: Jóhann Rúnar Pálsson

Sæll Bjarni!

Þessir ágætu menn sem "kommentera" hérna fyrir ofan mig hafa nú held ég ekki lesið nógu margar greinar eftir þig! Hafa væntanlega hlustað um of á síbylju predikun Steingríms Joð og urriðakóngisins í Samfylkingunni og orðnir útpældir og þvegnir í þeirra hugmyndafræði.

Vona svo sannarlega að Bjarni komist á þing, landsbyggðin þarf á slíkum mönnum að halda.

Áfram Framsókn.

Með kveðju

Jóhann Rúnar Pálsson, 11.5.2007 kl. 00:17

6 identicon

Ég held að það yrði hálfgert umhverfisslys og "Bjarnargreiði" við okkur landsbyggðarfólk ef Bjarni kæmist á þing.  Hann leggur ekkert til málanna, málflutningur hans einkennist af klisjum og hann virðist ekki vera annað en taglhnýtingur við úrelta hugmyndafræði þeirra afla, græðgisaflanna, sem eyðilagt hafa þau gildi sem Framsóknarflokkurinn stóð fyrir. Best yrði ef almennileg "hundahreinsun" yrði gerð á flokknum, græðgisöflunum skolað burt og gömlu góðu gildin fengju aftur ráðið.

Hagbarður (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 11:50

7 Smámynd: Hagbarður

Ég held að það yrði hálfgert umhverfisslys og "Bjarnargreiði" við okkur landsbyggðarfólk ef Bjarni kæmist á þing.  Hann leggur ekkert til málanna, málflutningur hans einkennist af klisjum og hann virðist ekki vera annað en taglhnýtingur við úrelta hugmyndafræði þeirra afla, græðgisaflanna, sem eyðilagt hafa þau gildi sem Framsóknarflokkurinn stóð fyrir. Best yrði ef almennileg "hundahreinsun" yrði gerð á flokknum, græðgisöflunum skolað burt og gömlu góðu gildin fengju aftur ráðið.

Hagbarður, 11.5.2007 kl. 12:12

8 Smámynd: Jóhann Rúnar Pálsson

Hagbarður!

Þú ættir nú að reyna að lesa sjálfur "klisjurnar" sem texti þinn inniheldur. Það er eins og ég hafi lesið/heyrt svona skrif áður. Sé reyndar gömlu Framsóknargildin vakna til lífsins með honum Bjarna. Hann er "altént" ansi mikið skemmtilegri en margur íhaldskomminn!

Bjarna á þing.

Með kveðju! Líka til þín Hagbarður!

Jóhann Rúnar Pálsson, 12.5.2007 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband