Gangsterar íhaldsins og frestdagar embættismanna!

Ekki mátt vera að því að seta það á bloggið fyrr en núna en eins og fleirum blöskrar mér dónaskapur og gangsteraháttur ungra íhaldsdrengja sem ryðjast nú inn á skattstofur landsins og setja þar upp gestabækur. Er það virkilega orðið svo flokksræðið í þessu landi að súkkulaðidrengir Sjálfstæðisflokksins telji sig eiga opinberar stofnanir og geti ráðskast þar með biðstofur hins almenna borgara. Og hvers hagsmuni eru þessir drengir að verja?

Ekki almennings og ekki láglaunafólks. En kannski sumra þeirra feðra sinna sem eru margmilljónerar á láglaunaútsvari! Við sjáum þess dæmi í öllum þeim listum sem hér eru birtir að alltaf eru einhverjir grósserarnir sem aka um á milljónabílum og búa í höllum en gefa svo upp fyrir skattyfirvöldum að þeir séu með 100 þúsund eða þaðan af lægra í laun. Einn sá ég með 500 krónur (já krónur ekki fimmhundruð þúsund heldur hálfan þúsundkall á mánuði í reiknuð laun sjálfum sér til handa.) Auðvitað er pirrandi fyrir þessa menn að skattskrár skuli liggja frammi og enn verra að blöð skuli birta úr þeim lista en þessi er einmitt tilgangur opins stjórnkerfis þar sem flest á að vera uppi á borðinu. Líka það hversu mikið menn borga til hins opinbera. Ég hef af sömu ástæðu alltaf talið launaleynd vera af hinu verra en birting skattskráa bætir þar aðeins um.

Mikil umræða hefur líka verið í samfélaginu um alla þá sem ekki gera skattframtal og þá sem gera það of seint. Það er reyndar ekki alveg gerður greinarmunur á þessum tveimur hópum en ég er algerlega ósammála þeirri fullyrðingu sléttstrokinna embættismanna að þetta sé stórt vandamál. Ég lít svo á að það sé miklu stærra vandamál þegar stjórnsýslan sjálf gefur sér fresti til að afgreiða mál og stendur svo ekki við þá sömu fresti sem er alsiða og getur verið mjög bagalegt fyrir þá sem þurfa á leyfum og öðrum pappírum stjórnsýslunnar að halda. Þetta þekkja þeir sem glímt hafa við ráðuneyti, skipulagsyfirvöld, lyfjastofnun ofl. ofl. af hinu opinbera.

Það að þegn (já - ég veit Gunnar að ég á að segja borgari en ekki þegn en þegn er fallegra orð og ég er ekki sannfærður um það sé rangt að nota það í lýðræðisríki), semsagt, það að þegn skili skattframtali of seint er enginn héraðsbrestur og getur komið til af mörgu. Sjálfur rek ég lítið fyrirtæki sem hefur oftar en ekki orðið eftir fresti með skil á skýrslum einfaldlega vegna þess að eins litlu er kostað til skrifstofuhalds og mögulegt er. Fyrir vikið hefur það aldrei farið á hausinn sem ku fátítt með fjölmiðlafyrirtæki! Ég get ekki bara bætt við starfsmanni þó svo að stjórnvöldum detti í hug að leggja á mig auknar bókhaldsskyldur og tel meiru skipta að ná endum saman en nákvæmlega að standast fresti sem ég var svosem aldrei spurður hvort að hentuðu mér! Síðan ég byrjaði í rekstri 1987 hefur bókhalds- og skýrslufár aukist til muna og það er ekki endilega allt til góðs.

Svo að hinum - þessum sem skila aldrei! Ég veit ekki hversu alvarlegt vandamál það er. Allavega ekki ef um er að ræða launþega eða jafnvel bótaþega. Það er auðvitað ekki fært ef að aðilar með rekstur og virðisaukabókhald neita alveg að skila og á því þarf að taka og er gert eftir því sem ég veit best!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Amen.

Baldur Fjölnisson, 1.8.2007 kl. 20:54

2 Smámynd: HP Foss

Já, þetta eru ofdekraðir pabbastrákar, sem eru í SUS vegna þess að þessir sömu feður þeirra eru búnir að greiða götu þeirra á þann stað. Þangað komust þeir ekki af verðleikum, enda hefði það tæpast gengið.
Svo eru gjörðirnar eftir því.

HP Foss, 1.8.2007 kl. 22:41

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góður pistill Bjarni.

Flestir Íslendingar vilja lifa í litlu og gagnsæu samfélagi. 

Jens Guð skrifaði góðann pistil þar sem hann svarar talsmanni stuttbuxnadeildarinnar á alþingi við Austurvöll: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/275367/ 

Sigurður Þórðarson, 1.8.2007 kl. 23:26

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Maður getur stundum skammast syn fyrir þessa ungu menn innan XD lika þetta sem Pétur Blöndal lét ser um munn fara i gær,Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 2.8.2007 kl. 01:31

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hér er eins og svo oft áður, að alhæfingar eru viðsjárverðar.

Sigurður Kári Kristjánsson fæddist nú ekki með neina silfurskeið í munni, né af ríkum kominn.

SVo mun um allmarga þá SUSara, sem nú fara fyrir leyndó framtölunum.

Við munum, þegar stjórnvöld brugðust við lágum launum með nokkurskonar ölmusu, sem þeir einir fengu, sem höfðu ,,sannanlega"(miðað við framtal) úr litlu að spila.  Þetta var auðvitað óskastaða fyrir Sósana sem þá voru við völd, að SKAMMTA.

ÞAð voru sneyptir menn, sem kallaðir voru fyrir til að meðtaka ölmusuna.  Sum yfirvöld vildu EKKI millifæra glaðninginn.

Síðan fengu sumir bótaþegarnir spyrður hengdar á hurðarhúna sína á villunum.  ÞAð var háttur gómennna fyrir Vestan, að gefa fátækum að eta, eftir góðan túr.

Nú mááuðvitað ekkert gera svona,því Kvótinn segir, að bara þeir útvöldu (líklega góðir kandidatar fyrir gustukagjafir núna, væri það gefið, miðað við framtöl sumra) veiða fisk og þeir segjast EIGA FISKINN Í HAFINU, þó svvo Þorskurinn viti ekkert af því, enda ómarkaður.

Við búum í mannheimin minn kæri, líkt og Ljúfurinn minn heitinn sagði svo oft, Guð blessi og verndi minningu hans, þegar menn urðu uppvísir að falli á svekki Freistinga og annarra einda mannsins.

Miðbæjaríhaldið

Heldur í heiðri þjóðleg gildi Sjálfstæðisflokksins en ber svosem ekki mikla virðingu fyrir sumum skoðunum Nýfrjálshyggjumannanna þar innandyra og telur þá jafnvel betur búa til nýjan flokk um þau hugaðarefni sín.

Síðan voru spyrður

Bjarni Kjartansson, 2.8.2007 kl. 09:00

6 Smámynd: Hagbarður

Sammála þér varðandi skattskrárnar. Nauðsynlegt að þetta liggi frammi og ætti í raun að vera hluti að opinberum gögnum sem ætíð ætti að vera hægt að nálgast á auðveldan hátt. Myndi hugsanlega leiða til þess að aðilar sem ekki eru sjálfstæðir atvinnurekendur teldu fram tekjur sem samræmdist þeirra lífstíl. Eins myndi aukinn sýnileiki líklega auka skattskýrsluskil.

Hagbarður, 2.8.2007 kl. 11:53

7 Smámynd: halkatla

ég er svo sammála þér, lætin í þessum sjallapeðum fara í mínar fínustu. Allt sem þeir aðhafast er eitthvað svo tilgangslaust

halkatla, 2.8.2007 kl. 12:03

8 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Mér finnst afstaða SUS-ara í flestum tilvikum bara gott grín.  Fyrst stóðu þeir vörð um bækurnar og skoðuðu sjálfir til að aðrir gætu ekki skoðað.  Táknrænt fyrir þau forréttindi sem þeir telja sig eiga að njóta.  Nú vilja þeir safna upplýsingum um hvaða upplýsingar fólk les úr opinberum skrám.

Skyldi ég eiga að senda SUS skýrslu um hvað ég les í fjölmiðlum, Lögbirtingablaðinu, vef Stjórnaráðsins og Þjóðskránni.

Opinber gjöld eru og eiga að vera opinber og í raun ætti að opinbera mun fleira í sambandi við samskipti einstaklinga við hið opinbera.

Hreiðar Eiríksson, 2.8.2007 kl. 15:08

9 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Eru þetta ekki drengirnir sem hneykslast sem mest á björgunarmönnum okkar í Saving Iceland.

Sigurjón Þórðarson, 2.8.2007 kl. 18:53

10 Smámynd: Guðmundur Björn

Björgunarmönnum Sigurjón?  Hverju eru þeir að bjarga?

Varðandi skattskýrsluna.  Er þetta bara forvitni manna eða öfundin ein?  Hef aldrei skilið fólk sem nennir að standa í því að njósna um tekjur manna. 

Guðmundur Björn, 2.8.2007 kl. 20:10

11 Smámynd: Josiha

Ég var hér

Josiha, 4.8.2007 kl. 01:12

12 Smámynd: Snorri Hansson

Opinber gjöld, til hins opinbera.

Snorri Hansson, 5.8.2007 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband