Öryrkjar hlunnfarnir í skjóli gúrkunnar!

Það er heilmikil vinna að koma aftur inn í íslenskt samfélag eftir nokkurra vikna fjarveru og setja sig inn í umræðuna. Fletta í bloggum og blaðagreinum, skanna hin og þessi mál en komast svo að því að það hefur í rauninni ekkert skeð. Gúrkan er aldrei meiri en í ágúst þegar sumarleyfi hafa lamað samfélagið vikum saman...

Gúrkan - þetta ástand þegar ekkert gerist eða ekkert virðist gerast er samt lúmskur tími. Því einmitt af því að ekkert á að vera í gangi eða virðist vera í gangi er hægt pukra einu og öðru inn. Þannig sýnist mér að lífeyrissjóðirnir séu nú að smygla inn þeim skerðingum á lífeyri öryrkja sem hætt var við í fyrra eftir mikinn þrýsting meðal annars frá stjórnmálamönnum. Nú sofa allir nema öryrkjarnir vöknuðu margir upp við vondan draum í vikunni með bréfi um nefnda skerðingu sem ég er að vonast til að þingnefndir taki fyrir sem allra fyrst. Það er auðvitað óþolandi að lífeyrissjóðirnir reyni að svíða af öryrkjum þær kjarabætur sem ríkið hefur á undanförnum árum samþykkt að greiða fyrir...S5000873

Já, nú á ég enga mynd en einhver var að kvarta yfir að ég hefði ekki birt neinar myndir af sjálfum mér úr ferðasögunni svo ég læt þessa af mér í hengirúmi við Amason fylgja en hér er ég með moskítóskeggið ósvikið að lesa hinn merka Perúhöfund Vargas sem er stórgóður á köflum...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já Bjarni litið dregur auman segir máltækið,/það er alltof oft ráðist á garðinn þar sem hann ern lægstur/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 1.9.2007 kl. 11:29

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sæll Bjarni

Skrýtið að starfshættir fólks, hjá svona aldinni lýðræðisþjóð séu á þessa vegu.

Hlakka til að lesa meira um ferðirnar við Amazon.

Anna Karlsdóttir, 1.9.2007 kl. 13:51

3 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Og velkomin heim .
Og þá er það baráttan !

Halldór Sigurðsson, 1.9.2007 kl. 14:13

4 identicon

Sumum Bjarni sýnist klár

Sunnlendingar fengu von

Hugsaði margt um heimsins fár

í hengirúmi við Amason

jonj (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 16:10

5 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Það er makalaust hvað stjórnmálaflokkar hafa lítinn áhuga á kjörum öryrkja og láglaunafólks hér á landi. Þau eru yfirleitt aldrei í umræðunni, náttúrulega ekki hjá hægri  fylkingunni en því miður ekki heldur hjá þeirri vinstri.  Spennandi að vita hvort Samfylkingin getur lagað eitthvað til eftir íhaldið sem réði rúman sl. áratug.  Vona að guð gefi að svo verði en ég er því miður ekki bjartsýn.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 1.9.2007 kl. 16:48

6 identicon

Smá athugasemd. Hann heitir víst M. Vargas Llosa vegna þess að flestir spænskumælandi menn bera tvö ættarnöfn. Annað frá móður og hitt frá föður. Sumir spænskættaðir nota þó aðeins annað nafnið og dæmi um það er Pablo Picasso.

Elín Gunnlaugsdóttir (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband