Með góðu fólki á Snæfellsnesi

IMG_0948Þingflokkur og landsstjórn Framsóknarflokks situr í þessum töluðu orðum á fundi á Grundarfirði og fórum í gærdag í heimsóknir til útgerðarjaxla og fiskverkenda. Ræddum þar um stöðuna vegna skertra þorskveiðiheimilda. Sjónarmiðin þar eru mjög mismunandi og ljóst að niðurskurðurinn kemur misjafnlega niður á einstökum svæðum og einstökum fyrirtækjum.

Um kvöldið var kvöldvaka og etið lamb úr Hnappadalnum. Við formaðurinn tókumst á um meint atgervi Gunnars á Hlíðarenda en frændur James Bond úr Helgafellssveitinni glottu kalt. Birkir Jón kynnti fyrir okkur söngva um kramaraumingja í Fljótum en Magnús söng um traustan vin. Á myndinni erum við Valgerður, G. Valdemar, Magnús Stefánsson á heimaslóð og Hildur Gísladóttir. Myndina tók Sigfús Ingi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grundarfjörður er fallegur bær, ætti að vita það þar sem að ég er fædd og uppalin þar.

Bryndís R (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 22:04

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Gott er að vera undir bláhimni á Snæfellsnesi:D

Fannar frá Rifi, 28.9.2007 kl. 11:44

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Svo þú varst að hugsa um séra Árna og Þórberg.

Einar Þór Strand, 28.9.2007 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband