Reisufólkið börnin mín

Ég er sjálfsagt ekki saklaus af því að hafa gert mín eigin börn að heimsreisurum. Eva dóttir mín er í kompaní við tígrisdýr að tygja sig til heimfarar eftir þriggja mánaða flakk um Indland þar sem hún hefur numið klæðsskeraiðn af innfæddum. Á sama tíma er Egill að undirbúa mikla reisu um austurveg bak jólum með miðið á Indland, Pakistan og Tíbet,- ég er nú að vona að hann hætti við Afganistan úr þessu - en annars stjórna ég víst minnstu um það. Hann var núna um helgina að dunda við að taka til og setja á vefinn hluta af Palestínumyndasafninu sínu frá síðasta vetri þaðan sem þessi mynd er.c_documents_and_settings_notandi_desktop_sunnlenska_palestina_14nov_unnid_14noc_einbeitalma_demo3

Annars telur ekki minna að elsti drengurinn Magnús fór á bílasýningu í Ameríku og átti þar frábæra daga í föruneyti með Óla og Ingu frænku sinni í Saurbæ á Kjalarnesi. Ferð sem verður Magnúsi mjög dýrmæt því rétt eftir heimkomuna, nánar tiltekið á miðvikudag barst okkur feðgum sú harmafregn að Óli hefði kvatt jarðlífið skyndilega, alltof alltof snemma, aðeins liðlega fimmtugur. Óli var hjartasjúklingur og hafði áður fengið slag en hann var einn þeirra sem mest létu sig varða velferð og vellíðan Magnúsar míns og fyrir það verður seint fullþakkað. En það var því dýrmætt fyrir Magnús að hafa fengið að eiga þessa síðustu daga með sínum uppáhaldsfrænda.

Örverpið á heimilinu, Gunnlaugur fær svo að fara í stutta Kanaríferð í janúar með foreldrum sínum, þeim og vonandi honum líka til óblandinnar ánægju. Annars er hann löngu orðinn fullorðinn, vaxinn föður sínum yfir höfuð og með efnilegri ungpoppurum Flóans um þessar mundir...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Sigvaldason

Það eru einmitt svona ferðalög sem börnin okkar gleyma aldrei.

Þráinn Sigvaldason, 10.12.2007 kl. 16:33

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Vegir liggja til allra átta, Bjarni. Svo er það misjafnt hvort við trúum því að einhver ráði för. Það er merkilegt að sjá að börnin ykkar eru orðin heil herdeild af fullorðnu fólki. Líka gaman að velta fyrir sér hver er líkur hverjum, þegar maður þekkir helstu ættbálka sem mynda ættartréð. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 10.12.2007 kl. 18:31

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Barnalán er aldrei ofmetið/kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 11.12.2007 kl. 13:49

4 Smámynd: Heimir Tómasson

Bara kvitta fyrir komuna...

Heimir Tómasson, 11.12.2007 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband