Ólafur Finnur Böđvarsson (1954-2007)

(Minningargrein - birt í Mbl. 21. desember 2007) 

-Hjá INGUOGÓLA á Kjalarnesinu, segir ungur bláeygur glókollur og ljómar ţegar hann segir föđur sínum frá ćvintýrum áramótanna. Hann er unglingurinn međ barnshjartađ og hefur fundiđ stađgengil afa síns og nafna sem hvarf á vit sćlli heima um aldur fram. Nú hefur Óli fariđ ţann veg einnig og ţađ er skarđ fyrir skildi.

Ólafur Finnur Böđvarsson frá Saurbć á Kjalarnesi varđ bráđkvaddur miđvikudaginn 5. desember síđastliđinn, ađeins 53 ára gamall. Hann var bílstjóri og verktaki, búsettur ađ Skógarási sem er nýbýli út úr Saurbć. Sveitadrengur af bćndaćttum, rollukall og náttúruunnandi. Í senn djúpur í hugsun og bernskur í leik eins og viđ allir viljum vera. Hann var einn ţeirra öfundsverđu drengja sem lét eftir sér ađ vera kjurr í sveitinni og var gćfumađur.olafur_finnur_bodvarsson

Eftirlifandi kona hans er Inga Magnúsdóttir sem er móđursystir sonar míns, Magnúsar. Magnús átti sér öruggt skjól á Kjalarnesi hvenćr sem honum hentađi og var ţar oft langdvölum. Ţar fann hann ţá fyrirmynd sem ólćknandi bílaáhugi hans leitađi í og mćtti um flest meiri skilningi og ţekkingu heldur en heima fyrir ţegar taliđ barst ađ formi og fegurđ amerískra draumakagga.

Ćvintýraveröldin á Kjalarnesinu var dregin upp í skćrum litum allt til ţessa dags. Hún er enn á sínum stađ rétt viđ gangamunnann, full af sögulegum rennireiđum og traktorum. En sál ţeirra er slökknuđ og ţađ er hljótt yfir Fordhúsinu.

Íslensk sveitamenning er fleira en bókagrúsk. Hún er ekki síđur kjarnyrt tunga, hugsandi menn og mögnuđ verkmenning sem ţorir ađ fara sínar eigin leiđir. Í öllu ţessu var Ólafur Böđvarsson verđugur fulltrúi. Íslensk menning er ríkari ađ hafa átt slíkan mann og ţađ erum viđ líka sem kynntumst ţessum stóra manni, hlýju hans og traustri vináttu.

Nöfn ţeirra hjóna, Inguogóla, voru yfirleitt höfđ í einu orđi og ţar er mikils misst. Ástvinum öllum, eftirlifandi móđur, systkinum og ţér kćra Inga sendi ég mínar dýpstu samúđarkveđjur.

Bjarni Harđarson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband