Skemmtilegur Kanarífundur

untitled

Fjölmenni var á Framsóknarfundi á Klörubar á Kanarí í morgun,- já öflugastur allra flokka hér í syðstu starfsstöð Suðurkjördæmis er vitaskuld Framsóknarflokkurinn. Þökk sé þeim snillingunum Sturlu Þórðarsyni úr Hveragerði og Suðurnesjamanninum Kalla Ara sem standa hér að einstöku og öflugu félagsstarfi. Halda Framsóknarfund í viku hverri og fá tugi og stundum hundruð til að mæta,- ætli fundurinn í morgun hafi ekki slagað í 100 manns.

Fundurinn var auglýstur á helstu stöðum sem Framsóknarfundur með 8. þingmanni Suðurkjördæmis en varð áður en yfir lauk annað og meira. Halldór Ásgrímsson fráfarandi formaður heiðraði fundinn og lék á alls oddi. Flutti skörulega ræðu um þær skyldur stjórnmálamanna að takast á við og gera fleira en það sem til vinsælda er fallið. Stjórnmálamenn mættu ekki vera átakafælnir. Nefndi í því samhengi þau pólitísku verk sín og flokksins sem mestri gagnrýni hafa mætt, s.s. stórframkvæmdirnar á Austurlandi - góð ræða hjá formanninum fráfarandi.

Jón Magnússon þingmaður Frjálslyndra kom einnig og hélt ágæta ræðu og umræður á fundinum voru líflegar.

Myndir frá fundinum koma síðar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Jónsson

Bjarni: þú átt auðvitað við formanninn fyrrverandi er það ekki, hafðu það gott á Kanarí og mættu brúnn og sælegur til þings á árinu nýja.  

Magnús Jónsson, 5.1.2008 kl. 22:04

2 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Það er gott ef Halldór fyrrverandi formaður gat látið sjá sig hjá ykkur á Kanarí og haldið góða ræðu. Halldór hefur aldrei verið hátt í metorðastiganum hjá mér og það eru vissar ástæður fyrir því sem ég skrifa ekki um hér. Frábært hjá ykkur samt að halda fund á Kanarí og það mættu svona margir, vonandi kemur þú endurnærður heim Bjarni.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 5.1.2008 kl. 22:25

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þetta er merkilegt.Ég var á Gran Canaría í 16 daga fyrir jólin,og svipaðist þar um eftir framsóknarmönnum,af gömlum vana vegna þess að ég hafði heyrt að þeir væru þar fjölmennir.Notaði ég þefskynið óspart  við leitina,því hin nýja stefna sumra framsóknarmanna gengur út á það að af þeim finnist fjósalykt.Þegar ég var að verða úrkula vonar að ég fyndi nokkurn fann ég einn sem mér fannst lyktin geta passað við, snéri ég mér að honum.En þarna var miskilningur á ferðinni því þarna var komin maður frá zimbabve sem vissulega sagðist vera bóndi og ekki þvo sér nema einu sinni á ári, en hann kannaðist ekkert við Framsóknarflokkinn.Líka sagðist hann vera blankur og bað um pening.Gafst ég þá upp við að leita að Framsóknarmanni á Gran Canaría.Kannski spretta þeir þar upp, þegar Halldór og Bjarni eru á ferðinni.Það er ágætt.

Sigurgeir Jónsson, 5.1.2008 kl. 23:37

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bendi á athugasemd vegna ummæla þinna, Bjarni minn, um Jónas frá Hriflu, í bloggi Jóns Magnússonar. Í tilefni af því skutlaði ég inn hjá Jóni athugasemd þar sem ég skýt fyrir þig skildi sem og áhrifamesta Framsóknarmanns, sem enn hefur verið uppi.

Ómar Ragnarsson, 5.1.2008 kl. 23:40

5 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Sigurgeir, hafa bændur á Simbabve fjós og vatn ? Þú hefur misskilið eitthvað hjá þessum '' bónda ''.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 6.1.2008 kl. 00:55

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Hafðuða gott þarna á  Gran Canaria Bjarni/Framsóknarmenn allra landa sameinist/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 6.1.2008 kl. 02:28

7 identicon

Ef mig misminnir ekki mótmæla allir þingmenn hástöfum þegar þeim er frýjað um hið langa frí þingheims og segjast alls ekki vera í fríi heldur að vinna að málefnum í héraði. Ekki vissi ég að Kanaríeyjar væru hluti af Íslandi, þannig að sennilega er hér einn þingmaður í fríi þó hann sé ekki í fríi. Eða hvað?

Tóti (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 10:01

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er allt rétt sem Ómar Ragnarsson skrifar um Hriflu-Jónas á bloggi Jóns Magnússonar.Jónas hafði heymssýn, en var samt með fæturna á jörðinni.Hann var framsóknarmaður sem vildi framfarir og samvinnu við önnur lönd.

Sigurgeir Jónsson, 6.1.2008 kl. 10:07

9 identicon

  Hverning skyldi liktin verða í austanverði Suðursveit þegar kúabúið í Flatey verður orðið til með  500 mjólkurkýr og annan tilheyranda nautgripafjölda.        Verður nokkur leið að fara hringinn um landið nema að allir sem þar fara um verði taldir vera þessir ógnvænulegu Framsóknarmenn. 

  Kv. Gissur á Herjólfsstöðum.   Gegnheill Framsóknarmaður

Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 14:13

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæll Bjarni.

Hefði ekki verið tilvalið að taka Framsóknarflokkinn eða öllu heldur litlu restina sem enn er til af honum með suður til Grand Canari? Sennilega væri nóg pláss fyrir hann í einhverju skotinu þar syðra t.d. á þessum Klörubar sem er að verða n.k. önnur Hrifla.

Annars vildi Mosi engum svo illt á Grand Canari eða öðrum eyjum þar á næstu grösum svo illt að sitja uppi með þennan íslenska Framsóknarflokk. Hann er búinn að láta nógu umdeilt af sér leiða og er kannski komið nóg.

Gangi þér vel og óskandi er að þið Framsóknarmenn gangið hægt um gleðinnar dyr og forði oss frá að koma upp álverum þar syðra enda er það alfa og omega ykkar að koma álveri í hvert krummaskuð sem þið tiplið tám ykkar í.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 6.1.2008 kl. 15:11

11 Smámynd: Björn Finnbogason

Þeir fóru þar allir þrír til að sjá græna litinn á eyjunni sem er tilkominn vegna mikilla rigninga undanfarið, en er annars mjög sjaldgæfur þar!  Það er eins og einhver hafi grátið mikið þegar fréttist af stofnun þessarra nýju höfuðstöðva.  En gott fyrir tómatabændur á kanarí sem myndu kjósa framsókn í hverjum mánuði ef það vissi á rigningu.

Björn Finnbogason, 6.1.2008 kl. 15:37

12 identicon

Já datt mér það ekki í hug að aðalKVÓTAÞJÓFUR ÍSLANDS,fengi að fara með í þessa reysu,,og einhverjir minnimálsmenn borgað farið fyrir,,kvótaræningjanm,Haldið fast í veski ykkar þessum framsóknarskrýpi er ekki hætishót treystandi.Hann mældi alla út og getur séð svo hvern og einn hvað má pínahvern og einn svo ,,,síðan fer hann með aðstoð undirtátana sinna að vinna markvisst að því að slátra þeim ,þetta geris ætíð hljóðlega hjá þeim félögum,,,,,,tíminn mun leyða það í ljós og fyrr heldur en maður býst við.Blessaðir verið ekkert að flýta ykkur heim,,,,,,,,,,,,,heimavarnaráðið.fer fram á það,það er  nú svo.

jensen (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 00:21

13 identicon

"þar sem tveir framsóknarrrmenn koma saman": það er þá líklega helst á kanarí

frammari (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband