Byggðaráðstöfun nútímans: Öll störf til Reykjavíkur!!!

Eitt snjallasta framlag Samfylkingarinnar í málefnum landsbyggðarinnar er hugmyndin um störf án staðsetningar sem var sett fram í þingsályktun af stjórnarandstöðuþingmannum Össuri Skarphéðinssyni og var samþykkt samhljóða á Alþingi vorið 2007.

Nú er Samfylkingin í stjórn og umhverfisráðherra auglýsir laust starf framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs og kallar það starf án staðsetningar - TIL ÞESS AÐ GETA SETT STÓLINN NIÐUR Í REYKJAVÍK! Málið kom til umræðu í sölum Alþingis í vikunni.IMG_1944_Orafajokull

Þjóðgarðsuppbyggingin er eitt það bjartasta sem horft er til í varðandi uppbyggingu atvinnulífs í Skaftafellssýslunum en á fundaferð þar eystra um daginn heyrði ég því fleygt að nú væri búið að ákveða að setja starf þetta niður í Reykjavík enda væri það eini staðurinn þar sem boðið væri upp á áætlunarflug á allar starfsstöðvar hins víðfeðma þjóðgarðs, þ.e. á Akureyri, Egilsstaði og austur á Höfn. 

Málið er tvíþætt - annarsvegar ákvörðun um að framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs verði að vera búsettur í Reykjavík. Það er auðvitað einhverskonar niðurstaða en ég tel hana hina mestu endileysu því við höfum reynslu af því að mun viðameiri stjórnunarstörf séu staðsett úti á landi, bæði skógræktarstjóra, landgræðslustjóra og fleiri til.

Hitt er svo dæmi um nöturleg vinnubrögð þegar hugtakið starf án staðsetningar er hérna notað til að réttlæta það að setja þennan tiltekna stól niður í Reykjavík eins og kemur glöggt fram í fundargerð Vatnajökulsþjóðgarðs frá 7. desember en þar lagði Hjalti bæjarstjóri á Höfn fram tillögu um að framkvæmdastjórinn yrði á Höfn eins og eðlilegast hlýtur að vera en formaður stjórnarinnar sem jafnframt er aðstoðarmaður umhverfisráðherra skaut þá tillögu í kaf...

Hjalti lagði fram tillögu þess efnis að framkvæmdastjóri yrði staðsettur á Hornafirði.  Formaður lagði til breytingartillögu um að starfið yrði auglýst án staðsetningar.  Mikil umræða skapaðist um málið í kjölfarið.  Að lokum var ákveðið að starfið verði auglýst án staðsetningar, en þess þó getið að starfsstöðin þurfi að þjóna hagsmunum þjóðgarðsins.  Er það sameiginlegur skilningur stjórnarmanna að það þýði að framkvæmdastjóri verði staðsettur í einu af þeim átta sveitarfélögum, sem eiga land að þjóðgarðinum eða á höfuðborgarsvæðinu.  Jafnframt var það samþykkt að staðsetning framkvæmdastjóra yrði endurskoðað um sama leyti og endurskoða á stjórnfyrirkomulag fyrir Vatnajökulsþjóðgarð eins og bráðarbirgðarákvæði í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð gera ráð fyrir.

Málið á svo allt eftir að verða hið flóknasta fyrir Samfylkinguna eftir þessa yfirlýsingu Katrínar Júlíusdóttir þar sem hún staðfestir að hér sé farið á skjön við hugtakið störf án staðsetningar og þessa yfirlýsingu þingflokksformannsins og vonandi að hann hafi yfirhöndina í þessum slag...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Reykjavik er líka byggð.. að mestu uppbyggð af brottfluttnum landsbygðartúttum eins og mér..

Óskar Þorkelsson, 1.2.2008 kl. 12:16

2 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Þið Framsóknarmenn hafið verið með byggðarmálin í 12 ár, gerðuð aldrei neitt. Þessi kvótaflokkur, ætti ekkert annað skilið en að þurkast ut af þingi. Landsbyggðin er eins og sviðin jörð eftir ykkur.

Vigfús Davíðsson, 1.2.2008 kl. 14:10

3 identicon

Sæll Bjarni:  Ég segi bara takk. Ég hef lesið þetta sem hér er skrifað, eins horfði ég á ykkur í þinginu þegar þú tókst þetta mál upp þar. Með bestu kveðjum og óskum til þín austan úr Skaftafellssýslum.

Vigfús: Hvort það er Framsóknarflokknum og eða einhverjum öðrum flokkum að kenna hverning komið er fyrir sumum landshlutum þá er það ljótt að sparka í liggjandi mann(þ.e.fólkið í landshlutanum) 

                                      Gissur Jóhannesson

Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 15:34

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Landsbygðin á allt gott skilið,hvað værum við á hennar/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 1.2.2008 kl. 15:50

5 identicon

Vigfús, ummæli þín bera öll einkenni rugludalls.  Líttu til Austurlands og allra umsvifanna þar útaf Kárahnjúkum.  Fleira mætti telja en ég eyði ekki fleiri orðum í þig.

Ævar (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 17:56

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þetta er nú eitthvað málum blandað.Eins og allir vita þá verður enginn Vatnajökulsþjóðgarður til nema Sveitarfélagið Hornafjörður sé inn í þeim þjóðgarði.Þetta veit umhverfisráðherra og þetta veit formaður þingflokks Samfylkingarinnar,Lúðvík Bergvinsson sem hefur lýst því yfir að framkvæmdastjórinn verði staðsettur í sveitarfélaginu Hornafjörður.Hann gæti sem hægast verið í Skaftafelli.Í Öræfunum eru tveir flugvellir ef maðurinn skyldi þurfa að vera stanslaust á flugi .Einn í Skaftafelli og annar stór á Fagurhólsmýri sem notaður var fyrir 50 manna vélar í marga áratugi.

Sigurgeir Jónsson, 1.2.2008 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband