Meiddi er ekki sama og meiddi...

Tvær telpuhnátur meiddu sig nýlega í sleðaferð,- slösuðust er kannski réttara sagt því áverkar voru talsverðir. Þær tvímenntu á sleðanum og lentu að ég held á ljósastaur á heldur mikilli ferð. Önnur braut nef og brákaði kinnbein. Hin braut tvær gullfallegar og nýfengnar framtennur sínar. Fullorðinstennur, einar af þeim fyrstu!tooth-bandaid

Velferðarkerfið okkar á Íslandi ætti ekkert að vera í vandræðum með að mæta svo smávægilegt vandamál eða hvað? Stelpan sem braut nef og brákaði bein fékk alla eðlilega þjónustu og kostnaður fjölskyldunnar hljóp á örfáum þúsundköllum.

Hin þurfti til tannlæknis og kostnaður foreldranna hleypur á tugum þúsunda og mun reyndar elta fjölskylduna og stúlkuna síðar fram eftir ævi. Hverslags heilbrigðiskerfi er það eiginlega sem flokkar sjúklinga eftir því hvaða bein brotnar.

Tilfellið er að tannheilsu þjóðarinnar fer hrakandi þannig að við erum þar að lenda í 20. sæti meðal nágrannaþjóða okkar, - á bekk með Bretum og Tyrkjum! Höfum hrapað niður frá því sem var meðan ríkið og tannlæknar voru þó með samninga sín í milli. Er þetta ásættanlegt. Í 12 ára stjórnartíð Framsóknar með íhaldinu var þetta einn sá málaflokkur sem Sjálfstæðisflokkurinn setti sparnaðarstólinn fyrir. Nú er að fylgjast með hvað Guðlaugur Þór gerir...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Þetta er sá málaflokkur sem hefur verið í hvað strangasta aðhaldi undanfarna ríkistjórna.Sjálfstæðisflokkurinn vill einkarekna heilbrigðisþjónustu á öllum sviðum.

Guðjón H Finnbogason, 8.2.2008 kl. 13:08

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Sláandi dæmi um þetta óréttlæti. Takk fyrir þetta innlegg Bjarni.

Þórir Kjartansson, 8.2.2008 kl. 16:23

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

satt að segja skilur maður ekki þessa andúð á einkarekstri hjá ykkur sem um það talið,ef sama er borgað að þvi opinbera ,er einkarekstur yfirleitt betri,Hvað með bændur telst það ekki einkarekstur,en samt styrktur frá þvi opinbera/Bjarni ekki svona neikvæður/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 8.2.2008 kl. 17:32

4 Smámynd: Birgit Raschhofer

Það er því miður það sama um tennur og augu - hvorugt tilheyrir afganginum af líkamanum!  Brotni tennur, borgar maður sjálfur, versni sjón og nauðsyn er á gleraugum borgar maður sjálfur, brotni fótur - borgar ríkið!  Hvernig stendur á því að það að sjá illa er ekki talið fötlun?  Ekki fæ ég mín gleraugu niðurgreidd og eru þau þó komin í -6 ... það þýðir að ég get ekki greint andlit án gleraugna í nokkurra metra fjarlægð, það þýðir líka að ég get ekki farið í sund því ég sé ekki hvort einhver kemur á móti mér - en nei, þetta er ekki frekar fötlun en ?

Furðulegt þetta þjóðfélag okkar - passið ykkur bara sem dettið í hálku og slíku í vetur að detta ekki fram fyrir ykkur og passið ykkur að brjóta ekki tennurnar - það er allt í lagi að brjóta fætur, hendur, já, jafnvel háls og hnakka - það er allt greitt af ríkinu og skattpeningunum okkar - en æi - vonandi ertu ekki lágtekjumanneskja ef þú slysast til og brýtur tönn!  þú hefur þá ekki efni á að láta laga hana!!!  mundu - brjóttu frekar fótinn eða...

Birgit Raschhofer, 9.2.2008 kl. 00:17

5 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Já að fara til tannlæknis eða augnlæknis og fá gleraugu telst greinilega vera munaður hér á landi.Ég var einmitt að koma frá tannlækni í dag og fékk tannlækninn til að verðmeta það sem þarf að laga hjá mér.Það mun kosta mig frá 550 - 600 þús. þá er ég að tala um að þetta eru 3 tennur sem ég þarf að fá nýjar í neðri góm (Jaxla) þá á eftir að fínpússa aðrar tennur og er það ekki inní þessu verði. Eftir að ég verð búin að láta laga þessar tennur í mér þá verður allt sparifé mitt búið sem ég passa eins og um gull væri. En þá á ég eftir að fara til augnlæknis og fá ný gleraugu þar sem ég tapaði 80 þús. gleraugunum mínum í mjög slæmu veðri daginn fyrir gamlársdag þegar ég var að versla áramótasteikina, þau nefnilega fuku af mér útí veður og vind á leiðinni úr Bónus og að bílnum mínum. Dýr áramótasteik þessi síðustu áramót hjá mér. En svona er nú Ísland í dag og á bara eftir að versna ef eitthvað er. Bjarni, mig langaði bara að að taka undir þetta hjá þér með heilbrigðiskerfið.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 9.2.2008 kl. 00:38

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er búin að borga tannlækni yfir 25 þúsund krónur fyrir mig og yngsta barnið mitt á einni viku.  Svo erum við þrjú í fjölskyldunni með gleraugu og þar er líka mikill kostnaður fyrir, tekjulága einstaklinga  Nærsýni kostar meira en fjarsýni!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.2.2008 kl. 00:51

7 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Mig langar að bæta við hérna að mér var bent á pólska síðu dentour.dk  þar sem danskir tannlæknar og augnlæknar  bjóða uppá mjög gott verð og þjónustu fyrir okkur íslendingana.Birgit við ættum kannski bara að skella okkur saman til Póllands...

Það er bara fyndið hvernig allt er orðið hér heima,hvað kostar að lifa o.s.frv.   T.d. er bensínlítrinn kominn í 140 kr.

Kíkið endilega inná þessa síðu dentour.dk   þeir eru mjög ódýrir þarna. Maður spyr sig afhverju er þetta svona dýrt á Íslandi að fara til tannlæknis ???

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 9.2.2008 kl. 01:03

8 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þessi saga af stelpunum tveimur er bara eitt sorglegt dæmi um óréttlátar og tilviljunarkenndar reglur í okkar trygginga- og heilbrigðiskerfinu. Hér eru aldeilis þörf á að endurskoða. En á þinginu eru menn og konur svo upptekin af málum sem skipta engu, t.d. hvernig kvenkyns ráðherrar mega kalla sig.

Úrsúla Jünemann, 9.2.2008 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband