...á Ingjaldshnjúki í fjúki

Langaði hálfvegis að vera við setningu Búnaðarþings í dag en tók framyfir að ganga á Inggjaldshnúk með þeim Helgu Teitssyni og Jóni Hermannssyni - og sé ekki eftir því. Heyri líka að þeir Haraldur formaður Bændasamtakanna og forsetinn Ólafur Ragnar hafa bjargað þessu vel án mín...S5001166

Þótti reyndar vænt um að heyra nú í fréttum forsetann tala um að stjórnvöld verði þegar að hefja samningaviðræður við bændur sem er í samræmi við það sem við framsóknarmenn höfum verið að halda fram á Alþingi. Mín trú er að vægi hins íslenska landbúnaðar eigi bara eftir að vaxa og sé að ég á þar skoðanabróður í forseta lýðveldisins...

En úr einu í annað - fjallgangan var frá Fossi í Hrunamannahreppi að Þórarinsstöðum í sömu sveit og aðal erindið að koma að bæli Valbjargar sem var þjóðsagnarpersóna í Hreppnum fyrrum og bjó undir björgum Ingjaldshnúks. Fengum fjúk á leiðinni og þá kom sér vel að vera með einkennisklút Hamassamtakanna um hálsinn. Greinilegt er að kerlingin Valbjörg er ekki dauð úr öllum æðum því þar uppi gerðust þau firn að við Jón féllum báðir á sama blettinum með nokkurra mínútna millibili og vorum þó ekki valtir á fótunum annarsstaðar í göngunni. Leiðin taldist 9 km á vísindatæki Jóns. Myndin er af þeim Jóni og Helgu við Hnjúkinn sem almennt er kallaður Háhnjúkur hin seinni ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.3.2008 kl. 19:55

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Já, forsetinn vann sér inn mörg prik hjá mér með þessum  orðum. Ekki mun af veita þegar horft er til væntanlegra hækkana á íslenskum landbúnaðarvörum, sem stafa af gríðarlegum hækkunum á aðföngum.  Hvernig væri að fara að hugsa um nýja áburðarverksmiðju einhversstaðar á Suðurlandi?

Þórir Kjartansson, 2.3.2008 kl. 20:11

3 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Hvað verður ef forsetinn verður sannspár með það að fjármálafólk eða fólk með nóg af peningum fari að bjóða í afurðir bænda á Íslandi hærra verði en við sjáum og getum keppt við.Lambakjötið er gott en hægt að gera það betra og þá þarf að setja rollurnar og lömbin á villtan gróður,ég er klár á því að það muni skerpa bragðinu og líka Hvönn í viku ekki meira.Einu sinni fyrir um tuttugu árum datt bændum það í hug og fræmkvæmdu að setja lömb á fóður kál til að þyngja þau,það var bara vitleysa,sum lömb komu með sprungnar lifrar í sláturhús.

Guðjón H Finnbogason, 2.3.2008 kl. 20:15

4 identicon

Það hefði verið um fimmtíuprósent afföll af Framsóknarflokknum ef þið félagarnir hefðu fokið af Ingjaldshnjúki,gott að þið eruð heilir og heil.

Jensen (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 21:17

5 identicon

Jamm, hvað eigum við eiginlega að éta þegar við erum búin að graðga í okkur þær 1-2 milljónir tonna af fiski sem við veiðum hér árlega?!

Hingað til höfum við nú lifað á útflutningi matvæla en fólk á Vestfjörðum, þar sem forsetinn okkar blessaður ólst upp, lifði náttúrlega ekki á sladda og öðru fiskmeti til átu og útflutnings. Og því hugsar presidentinn eingöngu um lömb til átu, blessuð lömbin sem öryrkjarnir og gamla fólkið gúffar í sig daglega af mikilli frekju og áfergju, því þau kosta nánast ekki neitt.

Steini Briem (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 18:36

6 identicon

Uppi á Ingólfshnjúki, eins gott hann ekki fjúki, fyrst þarf að breyta verðinu, á blessuðu gæðalambinu, það beta menn best í þinginu.

kveðja Ninna

Guðrún Jónína Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband