Af helgarskrumi Ingibjargar

Það vill svo til að fyrir þinginu liggur frumvarp nokkurra Samfylkingarmanna sem undir forystu Valgerðar Bjarnadóttur varaþingmanns hafa lagt til að sérréttindi þingmanna verði afnumin. Engum utan stjórnarliðsins var boðið að vera með en auk Valgerðar flytja þetta þrír óbreyttir Samfylkingarþingmenn og einn annar varaþingmaður. Mál þetta hefur nú sofið í allsherjarnefnd í mánuði og ekki að sjá að Samfylkingunni hafi mislíkað það...

Það vill líka til að síðastliðinn föstudag leysti ég af í allsherjarnefnd og spurði þá sérstaklega um það hvað liði afgreiðslu málsins. Af svörum formanns nefndarinnar var ekki að merkja að það stæði til hjá nefndinni að koma málinu frá fyrir þinglok.

Daginn eftir kemur Ingibjörg í fjölmiðla og talar eins og endurskoðun þessara laga sé nú að ljúka. Er það þá annað frumvarp - var eitthvað svona gallað og ómerkilegt við frumvarp Valgerðar. Sjálfur sé ég ekki annað en frumvarpið sé nokkuð gott og taki á vandamálinu með einföldum og afgerandi hætti án þess að flækja sér í mögulegum refilstigum þess sem ekki er hægt að laga. Það er því í samræmi við flokksályktanir okkar Framsóknarmanna og sjálfur mun ég styðja það. Ef Ingibjörg vill gera þetta eitthvað betur þá verði henni að góðu en sjálfum hefði mér þótt drengilegra að formaður styddi sína eigin liðsmenn og þeirra þingmannafrumvarp. Nú er talað eins og hjá ráðherrum fari fram einhver miklu æðri og merkilegri vinna við lagasmíði. Löggjafarvaldið er jú okkar þingmannanna og þar hefur Ingibjörg Sólrún enga æðri aðkomu heldur en fimmmenningarnir flokksbræður hennar sem fluttu málið í vetur...


mbl.is Höfðu ekki heyrt af fyrirhuguðu eftirlaunafrumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Það segir sitt um þessi eftirlaunalög sem sett voru árið 2003 ,að þjóðin er ennþá jafn hneyksluð á ósómanum og við setningu laganna.

Þeir sem harðast gengu fram á Alþingi fyrir setningu þeirra urðu sér til minnkunnar sem seint verðu þveginn af þeim. 

Þú er nýr maður á þingi , Bjarni , og því  ekkert tengdur þessum gerningi frá árinu 2003.  Ágætur pistill þinn ber þess merki.

Sævar Helgason, 13.5.2008 kl. 09:17

2 identicon

Sæll Bjarni

Það verð ég að segja, sem kjósandi og ef ég myndi yfirfæra starfsábyrgð ykkar alþingismanna til jafns á við að hafa lögfræðing á sínum snærum, þá væri ég fyrir löngu búinn að skipta um lögfræðing, lögfræðistofu og jafnvel farin að leita einhvers góðs rafvirkja með mín lögfræðileg álit.

Það er traust mitt á ykkur alþingismönnum, öllum með tölu.

Bara það að dæma ykkar frammistöðu í téðu eftirlaunafrumvarpi hafið þið öll fallið á prófinu, þá kannski nema Valgerður sjálf en hún er einungis varaþingmaður.

Ef að ykkar einlægni sem "starfsmenn þjóðarinnar" er ekki meiri en þetta, þá ættuð þið öll að skammast ykkar.

Það er morgunljóst að það er EKKI vilji hjá neinum af ykkur til að keyra téðar breytingar í gegn.

Í greingum þínum hefur þú riðlast manna mest á Samfylkingunni í þessu máli og svo mörgum öðrum málum

Bjarni, maður líttu þér nær ! Ertu ekki með það að hreinu að þið Framsóknarfjósamenn voruð hér við völd í 12 ár. Hvað kom út úr því  fyrir sótsvartann almúgann ? Ekkert

Gjafir á eignum ríksins, einkavæðing á grunnþörfum sem síðar hafa bara leitt til hækkana. Minni á orð Valgerðar um að breytingar á raforkulaga myndi ekki hafa í för með sér hækkun á rafmagni til notenda en hvað hefur gerst í þvi ?

Hefur þú kannað hjá Póst og Fjar til að hvað fjarskiptakostnaður hefur hækkar síðan Póstur og Sími var seldur ?

Var ekki talað um að með sölu bankanna myndi það leiða til samkeppni til hagsbóta fyrir neytendur ?

Hvar er sú hagsbót í dag ?

Var það ekki ykkar fyrrverandi formaður og dávaldur  sem studdi þetta  eftirlaunafrumvarp manna mest. Man ekki betur en að hann hafi líka lofað í sjónvarpsviðtali, að laga þetta en hann sveik það blessaður Halldór.

Halldór væntanlega hlær manna mest af ykkur öllum í dag.

Hlær alla leið í bankann !

Það er ljósari en dagur sínir að þessi saumaklúbbur ykkar við Thorvaldsenstræti hefur ekki áhuga á að laga þessa hluti.

Annars sæi maður einhverjar greinar um málið frá forystu þíns furðulega flokks.

En þögnin um málið frá Guðna, Valgerði, Siv og fleirum er hrópandi.

Svo skrifar þú eins og 16 ára menntaskóla stúlka "af svörum formanns nefndarinnar " , bíddu má bara ekki segja að Bjarni Ben hafu ekki haft áhuga á því taka þetta fyrir og þið öll fagnað því í hljóð ?

Eða vildir þú kannski ekki styggja neinn með því að vera með læti, til þess að ganga ekki á greiðann sem að þú og aðrir í saumaklúbbnum viljið eiga inn í næsta partýi á Bessastöðum

Þetta mál er löggjafasamkundunni til ævarandi skammar.

Sigfús Ómar Höskuldsson (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 10:27

3 identicon

Sæll.

Makalausast við þessa löggjöf er sú hraksmánarlega staðreynd að allir flokkar, þar með taldir VG, sem ég styð og B sem þú ert fulltrúi fyrir, en góðu heilli hefur alla aðstöðu og burði til að herja á stjórnina um breytingar. Þessi staðreynd (að allir væru með í byrjun) hefur oft leitt huga minn að því hvernig besta fólk getur orðið blint á landslagið ef veggirnir umhverfis það eru nógu traustir. Í forsætisnefndinni voru allir hjartanlega sammála en þegar til kastanna kom fylgdi Guðmundur Árni Stefánsson, einn stjórnarandstæðinga, eigin máli til enda. Á meðan ég sat í bæjarstjórn og stjórnum fyrirtækja fyrir norðan tók ég einmitt hvað eftir annað eftir því að gott fólk gekk í gildrur án þess að átta sig á því. Forstjóri leggur eitthvað til (þingforseti í þessu tilfelli) t.d. um laun yfirmanna. Allir sjá að tillagan þýðir miklu meir launamun eða forréttindi en góðu hófi gegnir. "Þetta tíðkast í þessum geira", eru rökin og allir samþykkja.  Vona að þú haldir vöku þinni og sjáir út fyrir hamraveggi þingsins í sem flestum málum.

Bestu kveðjur.

hágé. 

Helgi Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 10:37

4 identicon

Taktu höndum saman við félaga Valgerðar Bjarnadóttur og aðra heiðarlega þingmenn. Útspil Ingibjargar er hrein blekking. Ekki í fyrsta sinn sem það er reynt af Samfylkingunni:

http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?radnr=1080247

http://www.ogmundur.is/stjornmal/nr/3922/

Rómverji 

Rómverji (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 12:29

5 identicon

Þrátt fyrir hetjulega nafnlausa IP-ara skal það hér með skjalfest að fyrsti flutningsmaður að frumvarpinu, síðar lögum heitir Halldór Ásgrímsson.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 13:02

6 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Þetta verður fróðlegt í alla staði, hvernig sem fer.

En stjarna helgarinnar er Ingibjörg, því hún er svo góð og réttsýn.

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 13.5.2008 kl. 17:03

7 identicon

Framsóknarmenn eru fljótir að gleyma,allur ósómi þar með talið eftirlaunafrumvarpið er handverk Framsóknar og Íhaldsins.Sveiattan þið Framsóknarmenn,Brrrrrr Arrrrrrrrrrgggg.

jensen (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 21:52

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það er rétt til getið hjá þér Bjarni að lágkúra felst í því að frumvarp Valgerðar skuli hundsað i þessu sambandi sem og framganga hennar í málinu í ræðu og riti.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.5.2008 kl. 02:27

9 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Bara að líta inn og senda þér kveðju Bjarni:)

Linda Samsonar Gísladóttir, 15.5.2008 kl. 18:15

10 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Þetta eftirlaunafrumvarp, er eitt kúður frá a-ö og þetta ber að leiðrétta, en það skal samt hafa hugfast að á fyrstu metrum frumvarpsins voru allir flokkar með nema Vinstri Grænir

Það var ekki fyrr en á síðustu metrunum sem Samfylking og Frjálslyndir helltust úr lestinni, en frumvarpið er engu að síður skandall.

Ef það þurfti (og ég er ekki að segja að þess hafi þurft) að taka eitthvað á eftirlaunum þingmanna og ráðherra, þá átti að gera það á mun almennari hátt, og ekki hafa inni sérákvæði sem voru sniðin utanum einstaka menn sem nú eru horfnir úr pólitík.

Bjarni ég hvet þig og aðra þingmnenn Framsóknar að taka nú hraustlega á í þessu máli og leiðrétta þennan gjörning

KvER

Eiður Ragnarsson, 16.5.2008 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband