Súrrealísk heimkoma og fylgjutrú fornra tíða

Áður og fyrr var brotin mjólkurkanna eða fælinn klár gjarnan því að kenna að fylgja einhvers væri IMG_3344svona skæð. Viðkomandi sótti svona illa að. Brást þá ekki að sá sami kom í hlað rétt síðar. Þessi hugmynd sótti svo að mér nú í kvöld þar sem ég er að tygja mig til Keflavíkurfarar að sækja Asíufarann minn sem hefur nú lagt að baki landleiðina frá Delhí til Beirút og flaug þaðan í gær rétt áður en stórskjálftinn reið yfir hér á Suðurlandi. Þetta skyldi þó ekki vera einhver gamall persakóngur sem fylgir stráknum...

 herbergidmitt En dagurinn og reyndar gærkvöldið lika hafa farið í tiltektir og þó stutt komið! Bæði hér heima og í bókabúðinni er allt á tjá og tundri. Flestar hillur losnuðu frá veggjum þrátt fyrir að vera þar vinklaðar fastar. Sumar skrúfunar þrykktust úr plötunum, aðrar kubbuðust í sundur. Veit ekki nema það hafi verið betra heldur en ef þær hefðu hangið á veggjunum. Það sem þar er of fast getur farið illa með eins og ég fékk að reyna á ofnunum hér á Sólbakka sem köstuðust til en héngu þó við lagnirnar á lyginni einni en höfðu þá áður náð að brjóta sprungur í veggina. Örugglega alvarlegasta tjónið hér á bæ.

Verst var ástandið eiginlega í fornbókabúðinni þar sem bækurnar spýttust út á gólfið, - já og svo í eldhúsinu þar sem glerbrotatínslan hefur verið með ólíkindum. Greinilegt að bylgjan hefur komið með harðara lagi niður á þessum tveimur húsum. Hitti til dæmis sóknarprestinn okkar séra Gunnar á götu í dag og þar heima hjá honum haggaðist ekkert. Guð sér sjálfsagt um sína. eldhusidmitt

Heyri aftur á móti að bókasafn fornvinar míns Páls heitins í Sandvík sé mjög á tjá og tundri. Af myndunum hér að ofan og þessu öllu má draga þann lærdóm að bókamenn eiga helst ekki að búa á skjálftasvæðum...

 IMG_3229 Hefi annars lítið mátt vera að því að fara um og sé ekki alveg að það sé mikið gagn að því að ég heimsæki hér björgunarstöðvar. Slíkar heimsóknir flýta að minnsta ekki fyrir vinnandi fólki!

Mestu munar að engin alvarleg slys urðu og nú er bara að vona að ekki hafi mörg ótryggð heimili orðið fyrir tjóni!IMG_3200

(Efsta myndin er úr fornbókabúðinni, þá er ein úr herberginu mínu hér heima, ein úr eldhúsinu, ein úr stofuganginum og loks ein af ritstjórninni þar sem líka var geymdur mikill bókalager fyrir bókabúðina.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Þetta er alveg skelfilegt að sjá Bjarni. Það er skeflilegt að sjá eldhúsið og ganginn. Eins niður á blaði. Ég hef bara aldrei séð annað eins. Þú átt alla mína samúð og vona ég að ykkur gangi vel að hreinsa. Þetta er hrikalegt. Kveðja til allra frá okkur hér í Þorlákshöfn.

Sigurlaug B. Gröndal, 30.5.2008 kl. 21:08

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já þetta er hræðilegt að sjá og enn verra að upplifa í eigin persónu og á eigin eignum og hlutum sem manni þykir vænt um.

Ég sendi ykkur öllum alla okkar samúð og baráttukveðjur.

Gunnar Rögnvaldsson, 30.5.2008 kl. 23:16

3 identicon

Sennilega Xerxes, geðvonskuhundurinn sem lét hýða Hellusundið 300 vandarhögg. Ég býst við að strákurinn hafi álpast til Persepólis. Menn eiga ekki að hræra í fortíðinni.

Stefán Steinsson (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 23:38

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Bjarni og allir sem urðu fyrir tjóni þarna /þið eigið alla mína samúð/Kveðja og góðar óskir/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 31.5.2008 kl. 01:07

5 identicon

OMG, getur verið að Condoleezza hafi svona mikið afl? Ein með Sharon Stone Heilkennið ;)

KátaLína (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 03:13

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

það er alltaf sárt að verða fyrir tjóni. ekki síst þegar um er að ræða óbætanlega muni, s.s. fornmuni eða persónulega.

þó er það mikil mildi að enginn skyldi hafa orðið fyrir því versta af öllu, að missa ástvin.

hugheilar kveðjur til þín Bjarni og allra á svæðinu.

Brjánn Guðjónsson, 31.5.2008 kl. 09:47

7 identicon

Ég hlakka til ad koma heim... greinilega verk ad vinna!

Elín (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 10:14

8 identicon

Sæll Bjarni

Þetta er hræðileg aðkoma fyrir þig og alla hina að koma heim eða á vinnustað og mæta þessum ósköpum. Við sem sluppum hugsum hlýlega til ykkar allra.

Bestu kveðjur

Drífa

Drífa Sigfúsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 10:45

9 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Það er ömurlegt að sjá þetta Bjarni.

Gangi ykkur vel að taka til.

Samherji á skjálftavaktinni.

Linda Samsonar Gísladóttir, 31.5.2008 kl. 17:28

10 identicon

Endilega skoða þessa, gott mál!!

 www.edrumenn.blogspot.com

takk kærlega

Kalli (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 19:31

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þið eigið samúð mína alla, Bjarni minn, en það er nú mun hættulegra að vera í Íran en á Suðurlandinu hvað jarðskjálftana snertir, eins og dæmin sanna, til dæmis síðastliðna tvo áratugi.

Með góðri kveðju,

Þorsteinn Briem, 1.6.2008 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband