Ný í stjórn Heimssýnar og eiðstafur Stjórnarskrárinnar

Heimssýn hélt aðalfund sinn í gær og þar komu ný í stjórn samtakanna þau Stefán Jóhann Stefánsson hagfræðingur hjá Seðlabankanum,  Gunnar Dofri Ólafsson menntaskólanemi og Kolbrún Stefánsdóttir framkvæmdastjóri hjá Sjálfsbjörg. Kolbrún er ritari Frjálslynda flokksins, Gunnar Dofri frjálshyggjumaður og Stefán Jóhann varaborgarfulltrúi Samfylkingar. Sannarlega góður liðsauki og umræður á fundinum voru sömuleiðis góðar. stefsjum06Fyrir Framsókn erum við Steingrímur Hermannsson áfram í stjórninni.

Eftir aðalfundarstörf sátu fulltrúar flokkanna í pallborði og ræddu um Evrópumálin en Heimssýn er gunnardofrþverpólitískt félag okkar sem síður viljum ganga í Evrópusambandið. Nafn samtakanna vísar til þess að við teljum heiminn stærri en bara Evrópu og tækifæri okkar liggja í því að vera fullvalda þjóð með veröldina alla innan seilingar. Höskuldur Þór Þórhallsson var þar fyrir okkur kolbrunstefFramsóknarmenn og stóð sig með prýði. Á undan pallborði flutti Einar Kristinn Guðfinnsson erindi um stöðu sjávarútvegsins og möguleg áhrif aðildar á framtíðina þar. Ráðherra var tíðrætt um Maltversku sérákvæðin sem eru að minnsta kosti ekki rök fyrir   því að við fengjum sérmeðferð í ESB samningum!

Umræðan á fundinum var öll mjög hófstillt og mikið rætt um það hvort breyta þyrfti stjórnarskrá landsins vegna ESB umræðunnar og sýndist þar sitt hverjum. Margir bentu á að ef við breyttum stjórnarskránni til þess að gera stjórnvöldum heimilt að framselja hluta af fullveldi landsins værum við um leið að undirbúa jarðveg fyrir slíku fullveldisafsali og inngöngu í ESB. Þá töldu margir í pallborði að óþarft væri að huga að stjórnarskrárbreytingu nema að til þess kæmi að þjóðin ætlaði sér að kjósa um aðild að ESB. Engin ástæða væri til að breyta stjórnarskránni þó svo að fara ætti í aðildarviðræður! (Rétt að taka fram að enginn á fundinum var hlynntur því að farið yrði í viðræður þannig að þetta voru allt miklar ef ef ef umræður.)

Ég hef sjálfur efasemdir. Í fyrsta lagi þá er ég enn á þeirri skoðun okkar Steingrímssinna innan Framsóknarflokksins að EES samningurinn hafi á sínum tíma gengið mjög nærri fullveldisákvæðum stjórnarskrárinnar. Raunar eru margir ESB - sinnar á þeirri skoðun í dag en sömu öfl voru það ekki þegar samningi þessum var troðið upp á þjóðina.

Í öðru lagi þá er ég ekki viss um að ríkisstjórn og Alþingi geti t.d. lagt til að farið verði í aðildarviðræður með núverandi Stjórnarskrá. Það fyrsta sem þingmenn gera við þingsetu er að sverja eið að stjórnarskránni. Sá eiðstafur vísar vitaskuld fyrst og síðast til fullveldis landsins og því getur enginn þingmeirihluti samþykkt eitthvað sem allir eru sammála um að gangi gegn Stjórnarskrá lýðveldisins.

Í þriðja lagi held ég að umræða um það að opna á fullveldisafsal í Stjórnarskrá afhjúpi í raun og veru hversu glórulaus hugmyndafræði það er að landið gangi í Evrópusambandið og dragi þannig tennurnar verulega úr þeim sem mest láta í þeim efnum. Af því leiðir væntanlega að það yrði breið samstaða meirihluta þjóðar og þings um þá tillögu sem Guðni Ágústsson orðaði á síðasta miðstjórnarfundi okkar Framsóknarmanna að slíkt fullveldisafsal yrði bundið því að aukinn meirihluti þjóðarinnar, helst 3/4 hlutar hennar séu bakvið hverskyns fullveldisafsal og það er mikilsvert.

Þrátt fyrir allskonar missagnir í fréttum af nefndum miðstjórnarfundi held ég að hann hafi markað mikilvæga bautarsteina í þeirri fullveldisbaráttu sem framundan er og þar skipti miklu að allir á þeim fundi  lýstu yfir miklum stuðningi við ræðu formanns flokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég hef svosem komist að því,---firir löngu síðan,--að helstu óvinir okkar íslendinga eru ekki heimilisfastir í útleöndum, heldur hérlendis.

Ég fór nokkuð stífann gegn EES samningnum, á sínum tíma.  Benti á, að okkur væri mun hagfelldara, að semja með svipuðum hætti og Svissararnir gerðu, semsagt tvíhliða.

Þetta hafði þónokkurn hljómgrunn í mínum ástsæla flokki en við vorum með Krötum í stjórn. 

 Því fór sem fór.

Hef nú tekið upp allgerlega öðruvísi málflutning.

Þar sem margir Kratar hafa uppi svigurmæli og jafnvel fjölmæli um land okkar og þá landa sína, sem eru bústólpar og verjendur margs þess, sem til þjóðararfs telst, --vil ég nú biðja þá þess lengstra orðanna, að axla sín skinn og fara á flatir ESB, hvar þeir fá næðis notið í faðmi ESB kontorista.

Allt þetta geta þeir fengið, eins lengi og þer afsali sér, bara svona persónulega en ekki fyrir mig og viðlíka, sínum þegnrétti og ríkisborgarrétti öðrum.

Þá líður öllum vel, Kratar komanir á ódáinsvelli ESB en við hin, sem rum þjóðhollir og viljum láta nokkuð af hendi rakna til að fóður geti áfram verið laust við Kroydfelds Jakobs, gin og klaufaveiki og allskonar ormaveiki í kyni því sem hé er,--komnir í Gimli íslenskt.

Með þökk og virðing nokkurri.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 5.6.2008 kl. 12:45

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Heill og sæll Bjarni

Ég kom í gær úr viku sólarreisu til Mallorca, sem telur sig hafa sjálfstæði innan Belearisku eyjanna, sem er sjálfstæð eining innan (hefur eigin ráðstöfunarrétt á hinum miklu tekjum af ferðamönnum)Spánar, sem að er svo sjálfstæð eining innan Evrópusambandsins.

Þannnig þurfum við að hugsa þetta til framtíðar að við séum sjálfstæð eining innan Norðurlanda, sem að gætu haft sameiginlegt og sjálfstætt vægi innan Evrópusambandsins.

Að taka virkan þátt í þeirri lagskiptingu valdsins sem staða okkar í veröldinni býur upp á opnar á miklu fleiri tækifæri en ógnanir. En þó er fátt mikilvægara en að bera virðingu fyrir því lýðræðislega ferli að málið sé í höndum þjóðarinnar. Þar er röddin frekar skýr um að hefja aðildarviðræður. Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 5.6.2008 kl. 12:51

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Nú ætla ég að syndga upp á náðina hjá nafna mínum.

Gunnlaugur velkominn heim.

Ég hef kynnt mér nokkuð vel Rómarsáttmálan og þónokkuð annað sem máli skiptir í gangverki ESB.

Afar margt sem sagt er um aðildarkröfur, skilyrði og undir hvað er gengist við inngöngu, er einfaldlega ósatt.

Systir mín er ekkja fyrrum utanríkisráðherra Portugal og forstjóra Gulbenkian-stofnunarinnar.  Hún er ekki bara fluggreind og læs á fjölda tungumála, heldur áhugamanneskja um pólitíkk.

Hennar skilningur á skilyrðum til inngöngu og þær kvaðir sem á þjóðir eru settar, fer allvel að mínum.

Niðurstaða fyrir Portugal eftir inngöngu er, meira atvinnuleysi, veruleg hækkun á matvælum , rekstrarvörum, búsetukosnaði (hvort sem er leiga, eða beinn kostnaður við eigin húsnæði)  og flestu er lítur að framfærslu.

Allar varnir gegn undirboðum á vinnumarkaði vira nánast ekki og afleiðingin sú, að mjög hefur halað undan hjá þjóðinni og líkur til, að ef hægt væri að kjósa sig ÚR ESB yrði það gert með svona 75 til 80 hundraðshlutum,--jafnvel hjá Krötum.

Nei mínir kæru, ESB er glópagull.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 5.6.2008 kl. 14:09

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Íslenska" stjórnarskráin er að stofni til dönsk, frá árinu 1874, með síðari breytingum, sem allir íslenskir þingmenn (upphaflega danskir frá 1874, þegar Alþingi fékk löggjafarvald) hafa svarið eið að.

Stjórnarskránni hefur verið "breytt alls 7 sinnum, oftast vegna breytinga á kjördæmaskipan og skilyrðum kosningaréttar," til dæmis árin 1984, 1991 og 1995. "Umfangsmestu breytingarnar voru gerðar árið 1995 þegar mannréttindakafli stjórnarskrárinnar var endurskoðaður."

"Árið 1874 á þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar kom Kristján IX þáverandi konungur Danmerkur til landsins og var viðstaddur hátíðahöld í tilefni tímamótanna. Það tækifæri var notað til að gefa Íslendingum sérstaka stjórnarskrá eins og þeir höfðu krafist. Sú stjórnarskrá var kölluð „Stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Íslands“ og er að stofni til sú sama og núgildandi stjórnarskrá.

Með sambandslögunum 1918 varð Ísland fullvalda ríki og árið 1920 fékk landið nýja stjórnarskrá til að endurspegla þær miklu breytingar sem höfðu orðið á stjórnskipun þess. Sú stjórnarskrá var kölluð „Stjórnarskrá konungsríkisins Íslands“. Snemma árs 1944 samþykkti Alþingi að fella niður sambandslögin og samþykkti nýja stjórnarskrá auk þess að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort tveggja."

Þorsteinn Briem, 5.6.2008 kl. 14:33

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afskaplega var þessi aðalfundur Heimssýnar illa auglýstur.

Jón Valur Jensson, 5.6.2008 kl. 21:10

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Jón Valur:
Aðalfundurinn var auglýstur fjórum sinnum í tölvupósti til félagsmanna vikuna áður en hann fór fram.

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.6.2008 kl. 18:31

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Því má bæta við að auk þess var hann auglýstur í Morgunblaðinu og á Mbl.is.

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.6.2008 kl. 18:32

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þótt Einar Kr. sé sjávarútvegsráðherra þá talar hann ekki fyrir sjávarútveginn sem atvinnugrein.Það gera aðeins þeir sem starfa innan atvinnugreinarinnar.Þeirra afstaða hefur verið að breytast og það er ekkert vafamál að hagsmunaaðilar í sjávarútvegi eru að skoða málið vandlega.Það er athyglisvert að enginn innan sjávarútvegsins er í stjórn Heymssýnar.

Sigurgeir Jónsson, 6.6.2008 kl. 18:32

9 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Bjarni miðbæjar - þakka góðar óskir varðandi heimkomu og ánægjulegt að þú hafir góð tengsl í álfunni okkar. Ekki veitir af þegar við erum orðin virk og fullgild.

Vissulega hefur verð á vörum og þjónustu hækkað með inngöngu í ESB og upptöku evru í suðrinu. Það myndu einhverjir flokksfélagar þínir telja merki hagvaxtar og eftirspurnar.

Í fyrra borgaði íslenskur ferðamaður við suðrænan sjó 80 krónur fyrir evruna en nú tæpar 120 krónur. Það er ekki evrunni að kenna heldur óþarfa íhaldi á sjálfstæði í myntmálum. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 6.6.2008 kl. 22:40

10 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Sigurgeir:
Hefur afstaða aðila innan sjávarútvegarisn verið að breytast? Það er nefnilega það. Gætirðu fært einhver rök fyrir þeirri fullyrðingu þinni?

Hjörtur J. Guðmundsson, 7.6.2008 kl. 12:34

11 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Og annað. Er einhver í sjávarútvegi í stjórn Evrópusamtakanna? Ekki mér vitanlega og hefur aldrei verið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 7.6.2008 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband