Ekki fréttir eða Matthildur endurvakin

Í fréttum er þetta helst; Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra vill ganga í Evrópusambandið og telur það brýnt.

Einhvernveginn svona hófst fréttatími RÚV í dag klukkan fjegur og ég varð að klípa mig í hendina til að vera viss um að mig væri ekki bara að dreyma misheppnaða Matthildi eða Ekkifréttatíma Hauks Haukssonar. Hvernig getur annað eins verið frétt - og það í fjórtánda sinn frá valdatöku ríkisstjórnarinnar. Björgvin í Skarði er ekki í vinnunni heldur liggur í marineruðum evrópudraumum.

Eina fréttin í þessu er kannski að fréttastofa RÚV lætur ráðherra nota hljóðnemann til skeytasendinga. Ef að Björgvin G. vill gera Geir Haarde pirraðri en hann þó er þá getur hann bara notað síma eins og annað fólk.

Þetta var sannkölluð ekkifrétt...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Barði Barðason (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 23:59

2 identicon

Er þetta þá ekkiblogg?

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 10:20

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Bjarni! Þú minnir á Vantrúarmenn vantru.is.  þeir eru alltaf mættir til andmæla þegar Kirkjan er lofuð!  Kv. B

p.s Falleg og sorgleg Fljótshlíðin í dag.  kv. B

Baldur Kristjánsson, 3.7.2008 kl. 15:33

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já hún hnípir í dag Fljótshlíðin Baldur. Hún hefur mörg glæsimenni fóstrað og kvatt fyrir aldur.

En svo er annað mál hvort þjóðin lætur glepjast til að fullnusta afsal þess sjálfstæðis sem hún fagnaði svo heils hugar 17. júní 1944.

Var það kannski illur fyrirboði að þann dag rigndi á Þingvöllum við Öxará eldi og brennisteini?

Lítilla sanda og sæva eru í dag margir afkomendur þeirra sem þar stóðu þá með fagnaðarklökkva í hjörtum.

En um þann gerning stóð íslenska þjóðin svo þétt saman að hann hlaut 100% fylgi. Ég man það ennþá þegar föðuramma mín Ingibjörg Björnsdóttir handsalaði undirskrift sína við atkvæðagreiðsluna 90 ára gömul og steinblind. Hún fagnaði því að mega leggja fram sinn skerf og hún vissi upp á hár hvað hún var að gera.

Hafði að vísu aldrei heyrt talað um papriku og því síður verðlag þeirrar merkilegu jurtar sem nú sýnist muni verða örlagavaldur þjóðarinnar. 

Árni Gunnarsson, 3.7.2008 kl. 18:12

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Bjarni /"Við mótmælum allir" Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 3.7.2008 kl. 23:58

6 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Ef við hefðum verið í ESB væri ástandið ekki eins og það er í dag því þá hefðum við ekki komist í þessa aðstæðu, eða fjármálafyrirtækin hefðu ekki getað farið í þessa útrás nema að þau gætu tryggt sitt bakland án ríkisábyrgðar. Þannig að vandamál þeirra kæmu ekki eins við almenning í landinu, en fyrirtækin hefðu eflaust lent í töluverðum vandræðum samt sem áður, þ.e.a.s. að þjóðarsáttin hefði lent á þeim og þeir farið að byðja um að stoð frá hinu obinbera um aðstoð við að koma sínum fjármálum í gjörgæslu sem fyrst. Nú verður þetta þannig að almenningur kemur til með að þurfa að taka á sig töluverðar byrgðar á næstu misserum.

Við erum of efnuð þjóð því miður til að fara inní ESB í dag en ef þessi stjórnvöld halda uppteknum hætti verður ekki langt að bíða þess að það verið vænlegurkostur að ganga inní ESB.

Það er tómt mál að tala um þjóðarsátt við launþega og hin almennaborgara eins og staðan er í dag, það er allt að hækka í samfélaginu meðan ríkið er allt sitt tekjbatterí gengistryggt, þ.e.a.s. influtningtolla, virðisaukaskatt og svo mætti lengi telja.

Niðurstaða mín er því miður að við verðum að bíða í nokkur ár til viðbótar með að ganga inní ESB. Því miður.

Friðrik Björgvinsson, 4.7.2008 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband