Til hamingju Óskar!

- Hvað er nú Framsókn að draga íhaldið upp úr fúlum pytti í borgarstjórninni! Hefði ykkur ekki verið nær að standa með Tjarnarkvartettinum að málefnalegri stjórnarandstöðu í borginni.Oskar

Eitthvað á þessum nótum var samtal sem ég átti á þessum morgni, á fyrsta degi nýs meirihluta í Reykjavíkurborg. Þetta hljómar giska rökrétt. Eða kemur það Óskari Bergssyni eitthvað við þó íhaldið sé með alltniðurumsig í samstarfi við þá kumpána Gunnar Smára, Jakob Frímann og Ólaf F. Megum við Framsóknarmenn ekki  bara njóta þess að sjá þennan sjálfumglaða stuttbuxnaflokk í vandræðum! Ætli ekki.

En svo einfalt er málið samt ekki. Allir sæmilega jarðbundnir menn eru sammála um að óstjórn ríkti í borginni og stjórnarkreppa þrátt fyrir meint meirihlutasamstarf F - lista og Sjálfstæðismanna. Meirihlutasamstarf sem minnti á stundum frekar á gíslatökumál þar sem borgarstjórinn hélt þessum stærsta flokki borgarbúa í herkví. Herkví sem Sjálfstæðisflokkurinn kom sjálfum sér í en allt bitnaði það svo á borginni sjálfri, fjárhag hennar og stjórnun.

En þó Sjálfstæðisflokkurinn eigi vissulega skilið rassskellingu þá eiga borgarbúar betra skilið. Okkar maður í borgarstjórninni, Óskar Bergsson, er með þessu meirihlutasamstarfi að axla þá ábyrgð sem borgarbúar leggja á hann og eiga heimtingu á. Borgarfulltrúar eru á launum hjá borgarbúunum sjálfum, ekki stjórnmálaflokkunum. Það er þessvegna frumskylda hvers borgarfulltrúa að gera allt það sem hægt er til að borgarstjórnin sé ekki eitthvað sem íbúar lands og borgar þurfi að skammast sín fyrir.

Af viðtölum við Ólaf F. nú í kvöld er alveg ljóst að Tjarnarkvartettinn átti ekki möguleika á endurkomu. Það hefði því aðeins verið hægt ef Ólafur hefði skilyrðislaust sagt sig frá setu í borgarstjórn. Eini starfhæfi meirihlutinn í þessari hreppsnefnd er þessvegna sá sem nú er þar sestur að völdum og við sem erum á hliðarlínunni getum ekki annað sagt en - til hamingju borgarbúar, - já og til hamingju Óskar.

Þetta er nú annars orðið óttarlega mærðarlegt hjá mér - get ekki stillt mig um að bæta því við að ég vonast til að hinn nýi meirihluti gangi hægt um gleðinnar dyr og hlífi okkur Árnesingum við miklum gassagangi hér í Bitru og Hverahlíð...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Svo ég sé líka jákvæður við þig Bjarni þá sé ég þetta nákvæmlega eins og þú, en með virkjanirnar jú ég vona að þeir fari hægt um dyrnar en fari um þær samt, fyrst og fremst er að losna við þá gufu sem ekki fer um lagnirnar svo hún sé nú ekki á gluggum okkar Hvergerðinga eða annara Sunnlendinga.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 15.8.2008 kl. 22:25

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Til hamingju með Bitruvirkjun Hvergerðingar

Óskar Þorkelsson, 15.8.2008 kl. 22:42

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Fólk má þakka Guði fyrir að þú situr ekki í borgarstjórn R.víkur. Bjarni, jafnt í Suðurkjördæmi sem annarsstaðar. Til hamingju allt fólk á Suðurlandi, frá Kjalarnesi að Stokksnesi með Óskar Bergsson.

Sigurgeir Jónsson, 15.8.2008 kl. 22:54

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Já takkfyrir Óskar, þó ég eigi ekki ekki þessa síðu, það þarf einfaldlega að halda áfram og bæði Bitruvirkjun og neðri hluti Þjórsár eru hluti af því.

Óskar!!! að gera ekki neitt hefur ekki virkað hingað til.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 15.8.2008 kl. 23:02

5 Smámynd: Billi bilaði

Það er náttúrlega rangt hjá þér að þetta sé eini möguleikinn á starfhæfum meirihluta.  VG eða Samfylking hefðu líka getað sængað hjá sjálfstæðismönnum - en það voruð þið sem voruð tilbúnir til að sprengja meirihlutann (og fenguð ekki einu sinni borgarstjórastól fyrir), því annars hefði X-D aldrei tekið stökkið.

Billi bilaði, 15.8.2008 kl. 23:09

6 Smámynd: Júlíus Valsson

Það ku vera mikil mengun í Tjörninni. Haft er eftir helstu sérfræðingum, að mengunin og ósóminn sé mestur í efstu lögunum. Lausnin sé að skafa efstu lögin burt. Tjörnin er ekki söm og áður. Vandinn ristir dýpra. Botnfallið er mengað og mengunin hefur náð að smita út frá sér allt til botnsins.
Tjörnin þar botnhreinsun.
Hreinsum til!  

Júlíus Valsson, 15.8.2008 kl. 23:18

7 Smámynd: haraldurhar

    Bjarni hefur þú hugleitt það hverjir kusu Óskar til þeirra starfa er hann gengir í dag. Tel sjálfur að þeir hafi verið sárafáir, og verði ennþá færri við næstu kostningar til borgarstjórnar ef hann fer fram til kjörs.  Mitt álit er að Óskar verði siðasti fulltrúi Framsóknarflokksins í borgarstjórn.

   Það getur enginn flokkur þrifist til lengri tíma að vera notaður sem hækja í meirihlutasamstarfi, án málefna og hugsjóna.

haraldurhar, 15.8.2008 kl. 23:53

8 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það er rangt að til samstarfs Samfó eða Vg við sjálfstæðismenn hefði getað komið. Báðir þessir flokkar voru búnir að útiloka slíkt samstarf. Það var aðeins möguleiki á einum meirihluta, þeim sem nú hefur verið myndaður.

Hjörtur J. Guðmundsson, 16.8.2008 kl. 09:05

9 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Heill og sæll félagi og vinur

Ég held að hinar miklu hræringar og rótleysi í Reykjavík muni gefa af sér ákveðin þáttaskil. Fáir í þeirri sveit munu kjósa Framsókn eða Frjálslynda. Framganga slíkra örflokka, sem setja sig á útboð eftir kosningar, selja sig dýrt til hægri eða vinstri eftir því hvernig kjör nást, er óásættanleg móðgun við kjósendur og lýðræðið. 

Það eru tvær forsendur sem er nauðsynlegt að hafa í huga varðandi stjórnmálaþróun og næstu kosningar í Reykjavík. 1. Sjálfstæðisflokkurinn nær ekki meirihluta og verður því að reiða sig á samstarfsaðila um ókomin ár. 2. Reykjavíkurlisti verður ekki endurnýjaður og Samfylkingin verður trúlega stærri en Sjálfstæðisflokkur í Reykjavík eftir næstu kosningar.

Guðmundur Jónas Kristjánsson hefur staðsett Framsókn sem borgaralegt íhald náskylt Sjálfstæðisflokknum. Enda er líklegt að þeir Framsóknarmenn sem eru á nótum hugljúfrar og rómantískrar jafnaðarstefnu færi sig yfir í aðra flokka, eins og virðist líklegt með Marsibil Sæmundardóttur.

Þannig á þróunin næstu áratugina eftir að verða svipuð og á Norðurlöndunum að kjósendur geta gengið að því vísu að ef Samfylking og vinstri grænir ná nægjanlegu fylgi að þá mynda þeir flokkar meirihluta, en ef Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ná góðri kosningu þá mynda þeir meirihluta.

"Ég er félagshyggjumaður eins og hann afi minn" segir í Stuðmannatexta. En ég et ekki óskað Óskari (sem ég persónulega þekki af góðu einu) til hamingju með að vera sá aðili sem innsiglar þessa uppstokkun flokkana í áðurnefnda tvo meginása. Jónas frá Hriflu hefði heldur ekki óskað honum til hamingju.

    Tími örflokka sem eru opnir í báða enda er liðinn.                          

                                     Með kærri kveðju,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 16.8.2008 kl. 12:55

10 identicon

Það hefði verið í lagi að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum ef Óskar hefði haft stjórn á baklandi sínu og ef hann hefði gengið heiðarlega til verks. Hann hefði átt að segja Sjálfstæðisflokknum að slíta fyrst samstarfinu við Ólaf. Tala við bakland sitt og halda að lokum fund með öllum flokkum og athuga hvaða möguleikar eru í boði. Óskar hefði getað staðið uppi sem eini maðurinn sem hagar sér heiðarlega í subbuskapnum við Tjörnina og náð til sín talsverðu af hægrafylginu í Reykjavík sem ekki lengur getur hugsað sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.

Núna er staðan sú að Framsókn hefur ekkert hlutverk í Reykjavík. Hægrimenn verða að bíta í sig að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, nema komi upp nýtt framboð og aðrir munu kjósa visntriflokkana.

Héðinn Björnsson (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 17:07

11 identicon

Óskar gerði það eina rétta. Þótt Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafi sýnt vítavert dómgeindarleysi með því að mynda meirihluta með Ólafi F. er það lofsvert hjá Óskari að hugsa fremur um hag borgarinnar en að Sjálfstæðismenn fái á baukinn. Það var ljóst, áður en Ólafur hljóp burt frá Degi hundraðdagakonungi, að vinstri meirihlutinn var ekki starfhæfur. Ef til vill var það vegna þess að hann þurfti að reiða sig á Ólaf - ef til vill vegna þess að vinstriflokkarnir voru sama klúðurkvörnin og þeir hafa löngum verið. Hver sem ástæðan er virðist nokkuð ljóst að samstarf Óskars við Sjálfstæðismenn er eina leiðin til að mynda starfhæfan meirihluta í borginni.

Atli Harðarson (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 20:40

12 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Atli skagaíhald :) - Það er erfitt fyrir fálkagengið að heimfæra ýmsa hluti upp á Samfylkingu, sem þeir hafa reynt með vinstri menn í gegnum árin. Klisjan um glundroða og klúður er svo nátengd þeim sjálfum um þessar mundir að það er ógjörlegt fyrir þá að hreinsa það orð af sér fyrir næstu kosningar.

Á sama tíma og glundroði og óeining ríkir hjá íhaldinu ríkir samkennd og sókn hjá jafnaðarmönnum, á sama tíma og þeir hafa gert hver mistökin á fætur öðru, vélað og plottað, með minnisleysi á allt saman hafa jafnaðarmenn komist í gegnum allt rótleysi borgarmála með hreinan skjöld, á sama tíma og jafnaðarmenn hafa sterkan og óumdeildan foringaja á íhaldið eftir að fara í gegnum erfitt val á leiðtoga í borginni, þar bíða Júlíus, Gísli Marteinn og Hanna Birna eftir útnefningu.

Væri ekki tilraunarinnar virði að prófa Björn Bjarnason aftur? Þarf ekki sterkan utanaðkomandi leiðtoga til að koma skútunni á flot og ekki er verra ef hann væri af réttum ættum? Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 16.8.2008 kl. 21:07

13 identicon

BJARNI HARÐARSON,ÞÚ HLÝTU AÐ VERA AÐ GR'INAST .FRAMSÓKN ER GRÍNFLOKKUR.ÓSKAR BERGSSON ER BRASKARAPOTARI.

Númi (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 22:11

14 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er ljóst að það öfgaumhverfislið sem segist hafa meira vit á umhverfisvernd og íslenskri náttúru en annað fólk, og er að rembast við að stjórna landsbyggðinni frá ráðhúsinu við Fúlapytt hefur fengið á baukinn.Nú er bara að reka flóttann.

Sigurgeir Jónsson, 17.8.2008 kl. 11:55

15 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Árangur áfram og ekkert stopp.

Sigurgeir Jónsson, 17.8.2008 kl. 11:57

16 identicon

Sæll Gunnlaugur

Við íhaldsmenn á Skaga erum ánægðir með okkar Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn en ég var alls ekki að reyna að hvítþvo Sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur og því síður að gera lítið úr Samfylkingunni. Ég giskaði bara í framhjáhlaupi á tvenns konar mögulegar skýringar á því að meirihlutinn sem myndaður var undir forystu Dags var ekki starfhæfur (og þó ég sé ekki neinn sérstakur aðdáandi Samfylkingarinnar finnst mér ólíklegt að vandræðin hafi verið borgarfulltrúum hennar að kenna).

Vel má vera að þessar skýringar mínar séu rangar. Hitt er tæpast umdeilanlegt að hundraðdagastjórnin kom litlu í verk nema hanga saman - gat ekki einu sinni gefið út neina stefnu. Ef til vill voru þessir fjórir flokkar of ólíkir til að ná saman um annað en að vera á móti Sjálfstæðisflokknum. Ef til vill voru erfiðir einstaklingar meðal borgarfulltrúanna. Um þetta verður lítið fullyrt með vissu út frá þeim upplýsingum sem lesa mátti úr fréttum.

Ekkert af þessu breytir neinu um það að Óskar gerði það eina sem rétt var í stöðunni.

Kveðja Atli

Atli Harðarson (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 20:51

17 identicon

Bjarni Harðarson,gerðu þér grein fyrir því að við Reykvíkingar,við viljum EKKI, Óskar Bergsson.Þann eiginhagsmunapotara.Gerir þú Bjarni þér ekki grein fyrir því hve mörg prósent eru á bakvið framsókn í Reykjavík.Mikið svakalega fellur þú í áliti Bjarni,við það að bakka upp Braskarann hann Óskar Bergsson.

Númi (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 22:51

18 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Var einhver að segja að framsóknarmenn væru tækifærissinnar?

Heimir Eyvindarson, 18.8.2008 kl. 20:32

19 Smámynd: Dunni

Bjarni.  Þú ert einn af fáum Framsóknarmönnum sem ég hef gaman að heyra frá og treysti. Er að sjálfsögðu ekki alltaf sammála þér en það er bara eðlilegt og skemmtilegt líka.  En nú er ég verulega ósammála ér. Helf að þessi meirihlutamyndun verði engin hamingja fyrir Óskar.

Í fyrsta lagi var ömurlegt að sjá þenna oddivita ykkar í reykjavík mæta í sjónvarpsviðtal með flöktandi augu og ljúga faman í alþjóð um tilurð þessa meirihlutar.

Í öðru lagi hefur hann enn ekki fært nein rök fyrir því af hverju hann klauf sig út úr minnihlutanum.  Það bendir því til að þar hafi valdagræðigin ein og eiginhagsmunapot ráðið gjörðum hans.  Það staðfestir einnig að hann laug að þjóðinni í ráðhúströppunum hér um kvöldið er hann skreið í sængina til Hönnu Birnu.

Ég held einhvern veginn að þessi ógjörningur Óskars eigi eftir að verða banabiti Framsóknar í Reykjavík.  Það er varla hægt að tala um flokk lengur i höfuðborginni.  Óskar Bergsson hefur opinberað svo rækilega fyrir landsmönnum óheilindi sín og þá staðreynd að flokknum ykkar má líkja við lóðatík sem er alveg sama hver skríður á hana.

En það var snjalt af Davíð að láta gabba Óskar á foraðið eins og hvert annað pólitíkst fífl.

Dunni, 18.8.2008 kl. 21:28

20 identicon

Framsóknarmenn eru tækifærissinnar,og hananú.

Númi (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband