Kreppan og ESB og IFM...

Kreppan kallar fram bæði það versta og besta í manninum. Þannig hefur það alltaf verið.

Það versta er að sjá lukkuriddara nota aðstæðurnar til að troða fullveldi landsins ofan í forina. Sterkasti áróðurinn í því stríði er að allt sé tapað og þjóðarbúið gjaldþrota. Staðan er vissulega erfið og verður enn um sinn,- bæði hér heima og meðal annarra þjóða. Sérfræðingar telja að kreppan í ESB sé sex mánuðum á eftir því sem er í Bandaríkjunum og eins og oft erum við miðja vegu í kúrvunni miðað við þessi stórveldi.

Það getur vel farið svo að Ísland verði að leita eftir aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins en það er of snemmt að slá því föstu og flest sem bendir til að það muni ekki marka nein stórkostleg þáttaskil í glímunni við kreppuna.

Við erum einfaldlega alltof rík og vandinn slíkur skammtíma- og trúverðugleikavandi að það gæti eins orðið að Ísland fengi aðallega klapp á öxlina frá þeirri stofnun. Jú,- kannski alþjóðlegan trúverðugleika en það getur líka snúist í höndunum á okkur því við yrðum fyrsta vestræna ríkið til að þiggja slíka hjálp í marga áratugi. Það að lenda undir IMF gæti þessvegna eins orðið til að draga okkur enn meira niður í trausti meðal þjóða. Slíkt er dýrt en ekki neitt sem getur sett okkur á hliðina.

Það vekur mér aftur á móti ugg að sumir þeirra sem tala sem ákafast fyrir því að við leitum tafarlaust til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru sömu aðilar og hafa talað af hreinum trúarhita fyrir því að við göngum í ESB. Kannski verða þröskuldarnir þangað inn færri þegar við höfum einu sinni afsalað okkur fullveldinu til IMF.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Nafni!!!

Hér VERÐA menn að fara varlega, IMF hefur hvurgi farið um án þess, að heimta að markaðavæða auðlindir þjóða. 

ætla að stelast til að setja hingað inn, sma´pistil sem ég setti á Eyjuna hjá Agli sjóðshaldara.

Bjarni Kjartansson
10. október, 2008 kl. 8.24

Ef mögulegt er, að halda útsendurum IMF í burtu frá Íslandsströndum BER okkur að gera það.

Ef litið er yfir, hvernig þetta lið hefur farið með þær þjóðir, sem leitað hafa til þeirra, blasir við þetta;

1. Kröfur um að grunnatriði þjónustu við almennig verði aflögð með öllu

2. Náttúruauðlindir verði SELDAR og það STRAX.

3. Þar sem ekki eru til aurar innanlands, verði að seja útlendum aðilum auðlindirnar. S:S Kananum eða þeim sem þeir hafa velþóknun á.

Kíkið á S.Ameríku._Afríku ofl.

Það er svo jafn hlægilegt, að það eru SÖMU menn, sem fóru mjög gegn Fjölmiðlafrumvarpinu og ÖLLUM tilraunum til að hemja samsöfnun og fákeppni, skuli Nú segja að HINIR hefðu átt að STANDA VÖRÐ UM og bla bla bla .

Skíthælar og illa upp aldir.

Miðbæjaríhaldið

Hér er því við að bæta, að ef menn á borð við formannSI er að vilja fara þessa leið, verð ég ENN varfærnari, því við þann gutta hef ég lengi rifist um fyrri ,,uppbyggingu" á Markaði okkar hér á landi.

Hann er of kreddufastur nýfrjálshyggjumaður og of lítill þjóðernissinni fyrir minn smekk.  Annars hinn vænsti maður.

Miðbæjaríhaldið

þjóðernissinnaður og anna landi sínu óaflátlega.

Bjarni Kjartansson, 10.10.2008 kl. 12:47

2 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Jæja, mönnum er orðið heitt í hamsi og er það nú skiljanlegt.  En við meigum ekki gleyma því að sama hversu mikið við rífumst, þrætum og þráttum ástandi lagast ekki.  Það sem þarf að fara að horfa á er, hvernig er hægt að gera ástandi bærilegt og laga það síðan upp úr því. 

Mér þykja svo sorglegar sögur sem ég heyri um að fólk sé að fyrirfara sér, hjónaskilnaður orðin meiri og fólk leggst í meira mæli inn á geðdeild.  Það er finnst mér að þurfi að fara að horfa á og reyna að laga.  Það er ekki hægt að fólk sé að tapa húsnæði sínu og öllu fjármagni sem það hafði áður en þetta fór svona. 

Fólk er að missa vinnuna í stórum stíl og þetta er stórslys.

En eins og einhver sagði, horfum á það sem við eigum, hvert annað, vináttu.  Hjón þurfa að standa saman í þessu ástandi og reyna að þreyja þorran eins og það stendur.

Núna þurfum við að horfa á jákvæðu hliðar málsins, við eigum menningu okkar og erum við heppin með það.  Við erum ennþá sjálfstæð þjóð (þó svo að margir haldi að það verði ekki lengi).  Við meigum ekki láta eins og þetta sé það allra versta sem hægt er að sjá.  Við erum ekki í stríði (nema kannski fjármála) og við munum koma okkur upp úr þessu. 

En mér finnst þá að ráðamenn þjóðarinnar taki þá tillit til þessa ástands og gefi eftir þetta eftirlaunamál, þar sem það eru hreinlega ekki þær forsendur ennþá sem voru þegar það var samþykkt.  Nýta þarf allt fé til að draga út falli þeirra sem eru í hárri fallhæð.  Allir þurfa að hugsa, er þetta nauðsynlegt gæti þetta nýst betur í eitthvað annað.  Ef við ríkisborgarar þessa lands þurfum að draga saman hjá okkur eyðslu, þá finnst mér nú að ríkisvaldið fari sparlega með okkar fé (okkar þjóðarinnar).

Ég er ekki að segja að við eigum að hætta að versla eða eitthvað svoleiðis. Nei, en við þurfum að snýða okkur stakk eftir vexti.  Og kannski að leggja aðeins af.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 10.10.2008 kl. 13:53

3 identicon

Góðann dag Bjarni minn.

 Langar svoldið að benda á það að ég er eldheitur ESB sinni en mig langar samt sem áður að þetta verði leist án innkomu  IFM.

En, að því gefnu að kjörskrá flokkanna verði óbreytt næstu kjörtímabil, þá erum við betur sett í höndum IFM.

Diesel (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 17:52

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Kæri Bjarni

Þú hafðir góða umræðu um nauðsyn myntbreytingar á sínum tíma. Nefndur var svissneskur franki, einnig norsk króna.  Síðan er búið að afskrifa eiginlega allt nema evru í stað krónu.

Jafnvel þó að takist að styrkja gengi krónunnar hér heima, þá mun það taka allnokkur ár ef það tekst nokkurn tíma að erlendar bankastofnanir fái tiltrú á íslenskri krónu.

Það þarf engan ugg eða ótta þó farið sé af stað í aðildarviðræður og treysta síðan þjóðinni til að velja rétt. Samþykkja eða hafna. Ef haldið er í krónu þarf að draga verulega saman viðskiptatengsl við önnur lönd.

Gunnlaugur B Ólafsson, 10.10.2008 kl. 20:08

5 identicon

Gaman væri að vita hver hefði selt hlut í Ladsbankanum fyrir 37 milljarða eða svo einum eða tveimur tímum áður en Fjármálaeftirlitið tók við honum? Þessi sala er kölluð "dularfull" í ríkisfjölmiðlum. Hver átti svo verðmætan hlut? og hver var svo óheppinn að kaupa?

 Þessi frétt klingir bjöllum: er verið að skjóta miklum eignum undan í því kraðaki þrota sem gengur yfir? Hvers vegna var Landsbankinn (og hinir þá líka) ekki lýstur gjaldþrota? Með því að gera það ekki er ekki hægt að taka upp neina gerninga með eignir bankans sl. 18 mánuði eins og annars hefði verið hægt. Þrotabúið hefði getað fengið Fjármálaeftirlitinu innlenda hlutann til rekstrar og bústjóri reynt að fá sem mest upp í kröfur, t.d. í Bretlandi.

Spyr sá sem ekki veit?

hágé.

Helgi Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 21:38

6 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Ég tel að menn sjái ekki ljóið fyrir fordómum, ég tel meira að segja að við verðum að fá undaþágu frá EES samningnum tímabundið meðan IMF er að aðstoða okkur, nokkuð sem EB aðildarsinnar hafa kannski ekki hugsað út í, því við komum til með að þurfa að skammta gjaldeyrir eftir að þeir koma hér inn. Það er bara ekki nútíma hugsunarháttur að skerða alla þjónustu, þess vegna væri góður kostur að frysta allar skuldir einstaklinga frá síðustu mánaðarmótum um óákveðin tíma vegna ástandsins. Greiddir verið vextir af öllum lánum á meðan þessi skafl er að ganga yfir okkur. Þetta er nánast það sama og fyrirtæki fá í nauðum og er gjarnan kallað greiðslustöðvun.

Annars er meira um þetta á mínu bloggi sem er kannski dýpra en bara hugmynd.

FB..

Friðrik Björgvinsson, 10.10.2008 kl. 22:55

7 identicon

Bjarni skrifar:  "Kreppan kallar fram bæði það versta og besta í manninum. Þannig hefur það alltaf verið.

Það versta er að sjá lukkuriddara nota aðstæðurnar til að troða fullveldi landsins ofan í forina. Sterkasti áróðurinn í því stríði er að allt sé tapað og þjóðarbúið gjaldþrota".

Heldurðu virkilega að það að vera á móti afdalamennsku þinni í pólítík sé það versta sem kreppan kallar fram.  Lestu "Þrúgur reiðinnar" í henni eigum við eftir að sjá margar hliðstæður í náinni framtíð.  Vesturlönd eiga eftir að lifa þrengingar.  Íslendingar eiga eftir að lifa örbirgð.  Allt vegna handónýts gjaldmiðils og heimskulegrar þjóðrembu.

marco (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 00:42

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Fínn pistill Bjarni.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.10.2008 kl. 02:27

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

www.vald.org

Smá söguyfirlit.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.10.2008 kl. 04:27

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er sammála þessum pistli.

Þið eruð ágætir Birnirnir.

Sigurður Þórðarson, 11.10.2008 kl. 08:50

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

selja alla bankana til norðmanna.. fá lán hjá rússum og málið er dautt !! 

Óskar Þorkelsson, 11.10.2008 kl. 19:06

12 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Bjarni: Þú segir að sérfræðingar telji að kreppan í ESB sé sex mánuðum á eftir því sem er í Bandaríkjunum - og þú trúir því væntanlega eins og nýju neti......rétt eins og Cappucinoæfingum Egils í Brimborg!

Réttara væri að segja að sumir sérfræðingar telji það - aðallega þó sjálfskipaðir sérfræðingar á borð við Gunnar Rögnvaldsson .

Staðreyndin er sú að ég og þú vitum ekkert um það og ættum þessvegna ekki að gera því skóna út í loftið.

En hvað um það. Þú talar um trúarhita í umræðunni um ESB og IMF. Ég verð að gera athugasemd við það, bið þig að afsaka. Ég upplifi það altént svo að það sé engu minni trúarhiti í ykkur sem viljið sitja sem fastast og fara hvergi.

Fyrir mína parta veit ég ekkert um það hvort við ættum að leita á náðir IMF, hvað þá ESB. Það eina sem ég veit að það að sjálfstæði okkar skerðist við þær gjörðir eru léttvæg rök. Ég held að það sé alveg ljóst að allt það sem verður til þess að minnka aðkomu ráðamanna okkar að hlutum er virkilega varða okkar framtíðarlífsgæði sé af hinu góða.

Við erum löngu búin að sanna það. Og þá á ég ekki bara við núverandi valdhafa og ekki heldur langa valdatíð framsóknar og sjálfstæðisflokks þar á undan - heldur einnig þá sem á undan þeim stóðu í stafni. Líklega var á sínum tíma misráðið að flýja undan pilsfalsi dansksins - við ráðum ekkert við þetta .

Sem dæmi má nefna að við erum ekkert í fyrsta sinn að missa tökin á þessari blessuðu krónu, sem þið Davíð eruð svo hrifnir af. Við munum t.d. báðir eftir myntbreytingunni 1981, sem framsókn átti nú sinn þátt í. Þá var allt í kaldakoli og ekki um annað að gera en að taka tvö núll af krónuhræinu!

Eftir gjörninginn var verðgildi íslenskrar krónu það sama og þeirrar dönsku. Í dag kostar dönsk króna a.m.k. 25 krónur. Það er 2500% hækkun. 

En við erum hress, það er fyrir mestu. Góðar stundir .

Heimir Eyvindarson, 11.10.2008 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband