Sérhæfir sig í ljósritun - eða gjaldþrotum!

Ein af skemmtilegri auglýsingaseríum sjónvarpsins eru auglýsingar Prentmets þar sem gert er grín að litla atvinnurekandanum sem sérhæfir sig í ljósritun, aðallega A4 og er hallærislegri en allt sem hallærislegt er. Frábærlega leiknar og fyndnar en...

...frámunalega drýldnar og hrokafullar í garð lítilla samkeppnisfyrirtækja og svolítið með holum hljómi þessa dagana. Þó ég hafi fulla trú á sterkri fjárhagsstöðu Guðmundar í Prentmets (enda fyrirtæki hans gott) þá eigum við eftir að sjá alvarlegar afleiðingar þeirrar stefnu bankanna í mörg undanfarin ár að leyfa stórum fyrirtækjum að skuldsetja sig langt langt umfram það sem leyft er í litlum einyrkjafyrirtækjum.

Þá er ég ekki að tala um að auðvitað fái stóru fyrirtækin meira lánstraust sem nemur stærð þeirra. Tilfellið er - og sjálfur hefi ég oft býsnast yfir því undanfarin ár - að þá hefur trúin á mátt hinna stóru þýtt að stórum fyrirtækjum er lánuð margföld ársvelta út á ímynduð veð, nokkuð sem við smákapítalistarnir fengum blessunarlega aldrei að gera...

Við erum nú stödd í þeim hvirfilvind miðjum að stórfyrirtækin rúlla eitt af öðru en ef frá er talinn byggingaiðnaðurinn hef ég trú á að litlu fyrirtækin lifi kreppuna langflest og gjaldþrotin þar verði hlutfallslega miklu, miklu færri.

En, - jú, okkar fyrirtæki eru oft svoldið hallærisleg...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, Bjarni

Tók ekki framsókn þátt í einkavæðingarbrjálæðinu?

 Hér með upplýsist að ég er Árborgarbúi eins og þú og starfa hjá einu stærsta byggingarfyrirtæki Selfyssinga. Nú stefnir í að ég, sem er ekki með erlend lán eða því um líkt, missi allt, vegna þess að það styttist í að ég missi vinnuna. 

Ég minnist 2000 vandans, sem átti að valda hruni í tölvukerfum heimsins en gerði ekki að miklu leyti. Hinn raunverulegi 2000 vandi er mun víðtækari, en hann nær yfir þau kjörtímabil sem sjálfstæðismenn og framsókn voru saman í stjórn og tókst að byggja þennan  marmaraturn sem útrásin var, en heimskan réði því að draslið var byggt á sandi. og nú á ég og mín fjölskylda að borga fyrir mistök D lista og B lista.... takk

Diesel (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 20:35

2 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Almennir og góðir viðskiptahættir!

Það að gefa sér að Good Will fyrirtækis sé 50% af verðmæti þess og veðsetja það upp að 75% tel ég vera aðgerð til að teikna fjármuni. Ég sé ekki hvernig við eigum að taka upp hanska fyrir svona rekin fyrirtæki, en ég vill samt sem áður taka það fram að hér er átt við fyrirtæki önnur en banka-fjármálafyrirtæki en þau tóku þessi veð og lánuðu út á þau?

Við þurfum að fá hér inn áhrif önnur en ríkjandi valdhafa því er það mín tillaga að fá aðstoð frá IMF. Ég treysti því miður ekki lengur þeim aðilum sem eru við stjórnvöld og reynda ekki neinum öðrum pólitíkskum aðilum sem eru við líði á Íslandi í dag.

Þó að landslagið sé ekki komið upp á yfirborðið enn tel ég vera að myndast Kolkrabbatengsl enn á ný.

FB.

Friðrik Björgvinsson, 11.10.2008 kl. 21:27

3 Smámynd: Blaðamenn Foldarinnar

Þða er okkur öllum sérstök ánægja að bjóða yður í heimsókn á foldin.blog.is

Blaðamenn Foldarinnar, 11.10.2008 kl. 22:52

4 Smámynd: Björn Heiðdal

Halló einhver, þessir bankaræningjar áttu bæði bankana og líka fyrirtækin sem fengu lánað.  Þeir gátu fengið milljarða fyrir veð í stórutá.

Björn Heiðdal, 11.10.2008 kl. 23:38

5 identicon

Mér líður ömurlega Ekki vegna þess að ég veit ekki hvort ég hafi vinnu á morgun eða hinn, ekki vegna þess að líklega er helmingur af lífeyrissparnaði fjölskyldunnar tapaður, ekki vegna þess að líklega mun húsnæðislánið hækka upp úr öllu valdi, ekki vegna þess að fjöldi vina og ættingja hafi tapað sínum lífssparnaði, lánin hækkað, fólki sagt upp, o.s.frv. NEI; það er ekki ástæða þess að mér líði ömurlega.  Ástæðan er sú; að fjárglæframenn hafa án minnar heimildar skuldsett börnin mín, bundið klafa á þeirra framtíð og líklega ekki bara þeirra framtíð, heldur framtíð barna barnanna minna. Skrifað óútfylltan tékka á heila þjóð, bæði fædda og ófædda Íslendinga. Allt lítur út fyrir að hluti framlags barnanna minna til samfélagsins muni í framtíðinni renna til greiðslu á þessum skuldum sem þessir menn hafa sett á okkar herðar að okkur forspurðum.    Því miður er þetta ekki eina ástæðan fyrir minni vanlíðan; Viðbrögð Íslendinga og hvernig margt fólk virðist taka þessum válegu atburðum er líklega stærsta ástæðan fyrir minni vanlíðan. Fólk safnast saman fyrir utan Seðlabankann og vill grýta einn mann og lætur reiði sína bitna á honum. Fólk vill kenna stjórnmálamönnum um hremmingar okkar, reka “hyskið” í Fjármálaeftirlitun, henta út stjórnendum Seðlabankans, helst brenna þá á báli miðað við umræðuna. Meira að segja láta dagskrárstjórnendur á útvarpsstöðum þessar skoðanir sínar í ljós.  Á meðan fara þessir fjárglæframenn huldu höfðu; þó ekki allir; sumir fá viðtal við ráðherra í ríkisstjórninni; og frá því er sagt í fréttum eins og ekkert hafi í skorist. Fólk hefur meira að segja óskað þess í mín eyru að sumir þessara manna hafi það áfram gott og njóti velsælda.  Miðað við hvernig ég skynja þjóðarsálina má líkja þessu við það að við leyfum ræningjunum að komast burt með þýfið og klöppum þeim meira að segja á bakið og hughreystum. Hins vegar tökum við öryggisverðina, reglusetjaranna, dómaranna og björgunarliðið og köstum því á bálkestina og teljum okkur trú um að við höfum lært eitthvað af þessu.  

Svona er því miður mín skynjun á þjóðarsálina, ég vona að ég sé bæði með ofskynjun og rangskynjun en því miður er þetta það sem ég upplífi og get ekki annað en tjáð mínar tilfinningar.

Eysteinn Jónsson (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 00:59

6 identicon

Norðmenn virðast vera þeir einu sem skilja hvaða spil íslendingar hafa á hendi (NATO aðild og auðlindir í norður Atlantshafi) og það er verðmiði á því! í svona stöðu, þar er talað um að bjóða vaxtalaust lán af af stjórnarandstöðunni í Noregi til bjargar íslendingum, hvað er stjórnarandstaðan hér að hugsa, ef ekki heyrist í ykkur yfir helgina þá er framsókn búin forever! (its a promise, kanske eins gott) og þið verðið ekki með þegar stokkað verður upp á nýtt gleymdu því!, reynið að skilja að heimurinn er að breytast,  Íslendingar eiga tækifæri í stöðunni, ef tækifærið verður ekki notað þá vofir skuldaklafi komandi kynslóða yfir þjóðinni og framsókn ber m.a. ábyrgð á því.

Bjarni ætlaðirðu ekki að laga til í Framsókn?

Ívar Arason (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 01:29

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Bjarni. Ég tek undir við hinn "viti borna mann". Beittu þér í að halda samkeppnisstöðu atvinnulífsins heilbrigðri svo ekki halli á smáfyrirtæki og þá sem hafa sýnt ráðdeild og sparnað. Annað gefur bara vísbendingu um að endurtaka eigi næsta kúrs í viðskiptalífinu á sömu forsendum og áður.  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.10.2008 kl. 11:23

8 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Ég finn mikið til með þeim sem eru að missa vinnuna og húsnæði sitt.  Það er með því hræðilegra sem hægt er að leggja á fólk.  Við þurfum að gera eitthvað til að fólk, sem missir vinnu, þurfi ekki að missa allt það sem það hefur unnið fyrir stóran hlut af æfi sinni, húsnæði fyrir fjölskylduna.  Ekki veit ég hvernig hægt er að gera það, en ég veit að þar sem allir þessi ÞJÓFAR (Þeir sem veðsettu Ísland) geta haldið öllu því sem þeir eiga, hlítur að vera hægt að horfa fram hjá litlum 20-40milljónum sem liggur í húsnæði fólks.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 15.10.2008 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband