Fantagott viðtal við Jón Ásgeir

Egill átti fantagott viðtal við Jón Ásgeir í Baugi nú í Silfrinu og raunar allur þátturinn góður. Ekki það að Jón segði neitt. Hann var afhjúpaður sem kaupmannssonurinn sem átti milljónir og tókst með ófyrirleitnu liði gamblara að breyta þeim í pappírs-skrilljónir - mest vegna þess að viðskiptasiðferðið var ekkert og gamblararnir í kringum hann máttu gera hvað sem er...

Öðru hvoru undanfarin ár hef ég heyrt menn halda því fram að Jón Ásgeir sé svo klár, svo klár. Ég fæ aftur á móti á tilfinninguna eftir þetta viðtal að þessi strákur sem byrjaði á lyftara hjá pabba sínum hafi kannski aldrei skilið almennilega hvað var að gerast í kringum hann - og talar núna í frösum um að úr því að Lehman fór á hausinn hafi hann mátt...

Og að Glitnir hafi verið í góðum málum með öll Stoðabréfin!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fékk sömu tilfinningu og þú að Jón Ásgeir er ekki sá "bissness" maður sem við höfum haldið.  Egill gerði rétt með að þjarma að honum, verst að hinir gamblararnir sleppa við að svara fyrir óráðsíu sína.  Mér sýnist samt á öðrum bloggum að sumir séu komnir með Stokkhólms heilkenni og eru farnir að vorkenna kvalar sínum.

Guðný (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 14:12

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sammála Bjarni. Stokkhólms heilkennið hefur verið alsráðandi lengi gagnvart "útrásinni"

Eyþór Laxdal Arnalds, 12.10.2008 kl. 14:16

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Hvenær eigum við að taka til í Framsóknarflokknum Bjarni?  Leikreglurnar voru settar m.a. af honum og margir ráðherrar þ.m.t. bankamálaráðherrann og forsætisráðherrann um tíma tilheyrðu Framsókn.

Það eru kannski fleiri sem hafa ekki skilið almennilega hvað var að gerast í kringum þá en "strákurinn á lyftaranum" kannski hefðu fleiri átt að halda sig við það sem þeir höfðu þekkingu á. 

Allavega er það nokkuð ljóst að við sitjum á kafi upp að hálsi í skítahaugnum og gjaldþrotin fara að falla að. 

Magnús Sigurðsson, 12.10.2008 kl. 14:36

4 Smámynd: Atli Hermannsson.

Þetta var góður þáttur með Ragnari Önundar og virðingavert að Jón skuli hafa lofað Agli að flaka sig í beinni. Þá vil ég taka undir með Agli að útrásavíkingarnir verði sóttir hver af öðrum og þjóðnýttir eftir þörfum. En fyrst skulum við bjóða þeim að sjá að sér og sjá sóma sinn í því að leggja allt sitt inn hjá þjóðinni í því formi sem best nýtist. Ef ekki með góðu, þá verða þeir eltir uppi þar til yfir lýkur.  

Atli Hermannsson., 12.10.2008 kl. 14:52

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Voðalega er Þórður glaður á þessari síðu.

Hmm......

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.10.2008 kl. 14:58

6 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Þetta er að þróast út í allt annað en við eigum að fókusa á þ.e.a.s. koma okkur út úr þessu þrengingum síðan skulum við skoða hvern má hengja eða sparka í, það er ekki góð lexía að sparka í liggjandi menn.

Ég vill minna ykkur á að samkvæmt hlutafélagalögum glata hluthafar hlutafé sínu við gjaldþrot félagsins, þ.e.a.s. hluthafar þurfa að greiða upp hlutafé sem þeir voru skráðir fyrir í félaginu, þeir þurfa ekki að greiða allar sínar eigur nema þá að þær dugi ekki fyrir hlutafénu.

Það er svo aftur eftirlitsstofnanir sem eiga að fylgjast með og fara yfir bókhald félaganna og að tryggja að það sé farið eftir lögum um hlutafélög.

FB..

Friðrik Björgvinsson, 12.10.2008 kl. 15:14

7 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Sagði 90m3 þingvallamaðurinn.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 12.10.2008 kl. 15:34

8 identicon

Það er ekki bara Jón Ásgeir og félagar hans sem er við að sakast... það eru líka 2 síðustu ríkisstjórnir sem eru allt eins sekar.
Þingheimur meira og minna hefur sýnt okkur að þar fer fólk sem veit ekki hvað það er að gera... eintómir kjaftaskar.

DoctorE (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 15:47

9 identicon

Bjarni er eini maðurinn sem hefur verið kosinn á þing vegna þess hvernig hann talar (bókstaflega), en ekki hvað hann segir.

marco (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 15:56

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

JÁJ talaði aldrei um að hann hafi byrjað á lyftara hjá föður sínum heldur sagði hann að hann gæti það vel aftur.. 

hins vegar þá stóðum við JÁJ saman niðri í SS á skúlagötu forðum og úrbeinuðum saman þegar hann var að læra kjötiðnað.. hann gafst seinna upp á því og fór í Versló.. Þarna tók hann sín fyrstu skref ásamt því að hafa verið vikagutti í SS austurveri frá 12-13 ára aldri.

mér fannst egill ekki koma neitt vel frá þessu viðtali við JÁJ, hann hafði ekkert í höndunum til að negla Jón með.. bara upphrópanir og fingurbendingar.

Jón er maður að meiri að hafa mætt vitandi það að vera eina mest hataði maður landsins í dag.

Hver er sök Framsóknar í bankamálum ? Saklausir Bjarni ? 

Óskar Þorkelsson, 12.10.2008 kl. 16:16

11 identicon

Jón kom betur út en spyrilinn sem gjörsamlega missi sig í dónaskap

Jón mætti þó annað en hinir sem eru hvar?

Kristín (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 16:58

12 identicon

really?

Kristín (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 17:03

13 identicon

Egill hefði getað fegngið miklu meira út úr þessu vitali ef hann heðfi ekki misst sig í reiði. Það er margt sem maður hefði viljað vita en ekki bara reiðilestur yfir Jóni Ásgeiri

Björn S. Lárusson (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 17:07

14 identicon

Já Björn  er að meina það:)

takk.

Kristín (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 17:11

15 identicon

Jaa svei mér þá, Bjarni að öskra á aðra en gleymir sínum eigin.

Vona að við komumst upp úr þeim skít sem við erum í þessa dagana. 

Þó vona ég að á þeirri leið föllum við ekki niður á það plan að taka menn af lífi án þess að skoða heildarmyndina. 

Við erum skuldugasta þjóð í heimi, ekki einungis "þessarra manna" sök heldur einnig þeirra sem eiga húsin, bílana og restina af draslinu sem við getum ekki borgað af. 

Þeir skulu eiga sína skömm, en við skulum ekki gleyma okkar eigin.

BAS (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 18:30

16 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég skil nú ekki þennan fjandskap í garð Bjarna Harðar. Ekki var hann á þingi þegar fljótandi gengi var sett á, ekki var hann á þingi þegar þurfti að setja þær reglur, sem við sjáum að þurfti að setja.

Egill stóð sig vel, sem spegill þjóðarinnar. Auðvitað erum við reið og það með réttu!

Friðrik: Ég skil þig ekki alveg. Ef þú ert einn af þeim sem sitja í Fjármálaeftirlitinu, Seðlabankanum, í ráðherrabústaðnum eða vestur í Washington að bjarga því sem bjargað? Ef já, þá styð ég þig. En ef þú ert eins og við hin að horfa á lánin þín og allar nauðsynjar hækka um þetta 20-50% og að borga af lánunum þínum í samræmi við það, hlýturðu bara að vera reiður!

Biskupinn var frábær, en hann vinnur við að tala svona við okkur og róa okkur niður!

Annaðhvort er fólk svona skyni skroppið að það skilur ekki þjóðarskuld upp á 8.000 milljarða króna (skil það ekki heldur) eða þessir einstaklinga eru að tala niður til okkar, sem erum reið og sýna okkur hvað það er yfirvegað, klárt, skilningsríkt og víðsýnt.

Hinn möguleikinn er að það sé í hinu liðinu með Jóni Ásgeiri, Hannesi, Björgúlfunum, og Karli Wernerssyni.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.10.2008 kl. 18:40

17 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Mér fannst Egill ekki fara á kostum hann er eins og aðrir Framsóknarmenn stingur hausnum í sandinn og vill ekki viður kenna hlutdeild sína í geiminu.Framsóknarflokkurinn setti alla þessa útrásarmenn á stall og leit upp til þeirra og formanninum þótti ekki nóg gert og hvatti þá áfram en núna þykist enginn Frammari hafa komið að málum og kannski búnir að gleyma að þeir voru í ríkistjórn næstu á undan þessari og allir vita að Egill Helgason hefur verið í innsta koppi Frammara. 

Guðjón H Finnbogason, 12.10.2008 kl. 19:08

18 identicon

Guðbjörn nefnir háar tölur á blaðurskjóðusíðu þinni Bjarni. Það er alltaf gott að reyna að skilja því einhver þarf að borga. Sé rétt með farið 8.000 milljarðar þá reiknast það rúmlega 25 milljónir á hvert mannsbarn á Íslandi. Það er stærðargráða sem samsvarar íbúðarverði. Með það í huga er rétt að líta á upplýsingar um heildar fasteignamatsverð á Íslandi um áramótin 2005/06, vonadi áður en allt fasteignaverð varð snarvitlaust. FMR reiknaðist til að heildar matið væri rétt um 3.000 milljárðar. Heildarskuldin sem Guðbjörn nefnir er því nærri þrefallt mat allra fasteigna í landinu.

Kveðjur úr Guðseiginlandi.

Emil (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 19:37

19 identicon

Mér fannst þessi þáttur alveg meiriháttar. Sama sagan af pólitíkusum sem koma í svona þætti að þeir geta aldrei svarað spurningum með já eða nei - eða einföldum skýrum svörum. Þegar þeir voru spurðir hvort það ætti að fara í mál við Breta eða þá íslendinga sem eru búnir að gambla öllum peningum Íslands var talað um allt annað en það !
Gaurinn sem kom svo í viðtal undan Jón Ásgeir var bara snillingur. Kom víst með þessa heimsendaspá í byrjun 2005 og hvernig hann lýsti ástandinu á mannamáli þannig að maður skildi betur hvað hefur gerst, er að gerast og á eftir að gerast. Þessi maður á að vera í Seðlabankanum en ekki pólitíkusar.
Viðtalið við Jón Ásgeir var svo bara snilld. Flott hjá honum að mæta í þáttinn og margt sem hann sagði er örugglega rétt og satt. En langt frá því að vera kannski heilagur sannleikur.
Egill Helga tók út reiði þjóðarinnar á honum og þakka ég honum fyrir það. Hann missti sig aðeins en hvað með það. Þessir menn J.Á. og fl. eru eins og ég myndi orða það: Búnir að drulla á kynfærin á sér, fyrir allan peninginn. Og hvað þarf að gerast til þess að þeir hætti í afneitun og átti sig á því að þeir ásamt Seðlabankanum hafa knésett ísland......
......fyrir allan peninginn.

Einar Einars (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 20:05

20 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Ég hef alltaf verið hrifin af Agli sem stjórnanda þáttarins en að þessu sinni fannst mér hann hreinlega ómálefnalegur að mestu.  Hann var hreinlega á barmi taugaáfalls kall anginn á meðan Jón hélt ró sinni.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 12.10.2008 kl. 20:24

21 identicon

Þeir tapa sem missa sig - og Egill fór með reiði en ekki rök, dylgjur en ekki sannanir á fund við Jón Ásgeir. Með því gerði hann sjálfum sér og fjölmiðlafólki óleik, en síðast en ekki síst okkur hinum, þar sem góð rannsóknarblaðamennska hefur oft leitt til að varpa ljósi þangað sem reynt er að hafa dimmt. Agli mistókst hrapalega í dag. Hann ætti að pæla í hinu fornkveðna: maður tekur ekki með sér hníf í byssubardaga!

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 20:34

22 identicon

"Annaðhvort er fólk svona skyni skroppið að það skilur ekki þjóðarskuld upp á 8.000 milljarða króna (skil það ekki heldur) eða þessir einstaklinga eru að tala niður til okkar, sem erum reið og sýna okkur hvað það er yfirvegað, klárt, skilningsríkt og víðsýnt.

Hinn möguleikinn er að það sé í hinu liðinu með Jóni Ásgeiri, Hannesi, Björgúlfunum, og Karli Wernerssyni."

Skil reyndar ekki 8000 milljarða þjóðarskuld, of stór tala fyrir mig en hitt er svo annað, hvaðan fékkstu þessa tölu?

 Ég skil reyndar heldur ekki 3000milljarða þjóðarskuld sem var hér sýnd í fjölmiðlum (ef ég man rétt) Sú skuld var eftir að búið var að taka út skuldir banka. 

En þetta skil ég þó, ef það er rétt að "þjóðin" án bankaskulda hafi skuldað 3000milljarða þá er það klárt mál að "þjóðin" á sinn þátt í ruglinu.

Tek einnig fram að ég er ekki í neinu liði, hvorki með né á móti og auk þess er ég fokreiður að ég sé fram á að missa mínar eigur í verðbólgu og vitleysu. Ég bara geri mér grein fyrir því að ég á minn þátt í ruglinu, það er stigsmunur þar á.

BAS (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 20:43

23 identicon

Bjarni Harðarson,hugsaðu aðeins áður en þú ritar á bloggið.Gleymdu ekki þínum flokksbræðrum,tek sem dæmi.:Finn Ingólfsson og Halldór Ásgrímsson,þeir eru bæði banka og kvótaræningjar slóð þessara tveggja flokksbræðra þinna er skrautleg í Íslensku viðskiptalífi:Þeir eru stórræningjar.

Númi (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 21:57

24 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Það hefur ekki mikið uppá sig að vera reiður eða að hatast út í fólk, það bara étur mann upp innan frá, því finnst mér betra að velta upp staðreyndum og vinna út frá þeim í réttri röð.

Ég reyni að vera ekki með fordóma þó það geti gerst að þannig komi hlutirnir frá manni.

Ég vinn ekki við neitt annað en venjulega vinnu og er að greiða eins og allir aðrir af mínum skuldum sem hafa Jú hækkað um þessi 20-50% eins og hjá öllum öðrum, en ég reyna að vera með fókusinn á vandamálinu sjálfu ekki örsökinni, það tel ég ekki vera rétta leið að vinna á því eða finna á því lausnir, ég er ekki með lausnina í höfðinu á mér sem ég get sagt þér Guðbjörn en samt sem áður getur umræða og þátttaka í henni skapað hugmyndir af lausnum.

Ég teldi koma til greina sem dæmi að frysta allar skuldir í landinu og loka því tímabundið fyrir utanaðkomandi kröfum, ég veit að þetta væru róttækar aðgerðir en ég sé bara ekki lausn út úr þessu ástandi eins og er. Jóhanna kom örlítið inná þetta í umræddum þætti án þess að fara mikið ofaní hvernig það ætti að framkvæma, mig minnir að þetta hafi verið gerti í Gosinu þá gátu við eyjamenn fryst skuldir okkar tímabundið hjá öllum lánadrottnum. Ég spyr einfaldlega hvers vegna er þetta ekki hægt, það er ekki eins og við ætlum ekki að gangast við skuldunum heldur eru aðstæður mjög óvenjulegar sem krefjast óvenjulegrar aðgerða.

Ég virði í öllum atriðum skoðanir Bjarna á þætti Egils ég er bara ekki sammála honum í öllum atriðum, ég hætti ekki að blogga hjá honum eða kommentera á bloggið hans þó aðstæður séu svona.

Við verðum að geta talað um hlutina og virt skoðanir annara á því málefni sem er til umræðu án þess að skapa fordóma í garð hvers annars.

Það getur vel verið Guðbjörn að ég skoði það að kommentera á þínu bloggi ef mér finnst ástæða til þess, annars er ég ekki mikið að flakka á milli þannig svæða, þó hef ég verið sekur um það þessa helgi. Þannig að ég er aðeins að víkka út minn sjóndeildarhring með þeim hætti og lesa efni sem tengist þessum hamförum. Það bara koma ekki nægar upplýsingar fram í innlendum fjölmiðlum og við þurfum að sækja þær af erlendum netsíðum sem mér finnst frekar dapurt, því þar hafa nokkuð marga upplýsingar komið fram sem snerta okkur sjálf án þess að innlendir fjölmiðlar sjái ástæðu til að koma þeim á framfæri við okkur hin almenna launamann.

Við skulum frekar halda áfram að ræða málin með það að markmiði að við leysum þetta vandamál og náum föstu landi undir okkar fætur sem allra fyrst.

Takið utan um ykkar nánustu og sjáið hvað þið eruð efnuð af veraldlegum gæðum, hitt eru bara peningar.

kannski meira síðar ef Bjarni leyfir það...

FB..

Friðrik Björgvinsson, 12.10.2008 kl. 22:09

25 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Ég gleymdi að taka það fram að ég er ekki í neinu liði, það eina sem hægt er að tengja mig við lið er að ég hef haldið með Liverpool frá því ég var Peyji en annars er ég ekki í neinu liði og er ekki að tala niður til eins né neins, frekar má segja að ég sé að reyna að segja sannleikann enis og hann blasir við mér og hvað ég hef til málana að leggja á hverjum tíma.

FB..

Friðrik Björgvinsson, 12.10.2008 kl. 22:26

26 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Fyrirgefðu Friðrik að ég var dónalegur - auðvitað eigum við - lítilmagninn - að standa saman á ögurstundu!

8.000 milljarða fékk ég frá Ragnari Önundarsyni í dag og það er ekki slæm heimild, því maðurinn eru búinn að liggja yfir þessu árum saman!

Ertu hissa að þetta séu 25 milljónir á mann - ekki er ég hissa!

Það tekur okkur áratugi að vinna úr þessu. Hversvegna heldurðu að Davíð og "ekki# einkavinur hans Ragnar Önundarson og fleir hafi líkt þessu við Versalasamninginn?

Hvers vegna heldurðu að Davíð hafi talið það betri kost að borga engar erlendar skuldir og Ragnar hafi tekið undir það og sagt að við ættum frekar að fá okkur trillu og róa út fyrir Gróttu og reyna að fá í soðið en að þyggja aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hversvegna heldurðu að Geir & Co. vilji fá að vita skila sjóðsins. Heldurðu virkilega að þetta séu allt saman hálfvita?

Hvers vegna heldur að ég stingi upp á trillu, haglabyssu, rófu- og kartöflugarði - heldurðu að þetta sé eitthvað grín?

SKILURÐU KANNSKI NÚNA AÐ ÉG SÉ REIÐUR OG EKKI TIL Í AÐ FYRIRGEFA Í KVÖLD - FREKAR EN ÞJÓÐIN ÖLL?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.10.2008 kl. 23:12

27 Smámynd: Sigurður Jónsson

Ég held að Egill hafi verið reiður fyrir hönd ansi margra Íslendinga. Finnst fólki það virkilega flott þó Jón Ásgeir hafi mætt og sagt að hann ætti engan þátt í því hvernig komið er.Eru virkilega einhverjir til sem trúa því.

Sigurður Jónsson, 12.10.2008 kl. 23:22

28 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Ekki það að mér detti í hug að verja Jón Ásgeir, enda veit ég ekki lengur hvað snýr upp eða niður í þessum málum öllum, en ég er nú alveg rólegur yfir meintum "stórsigri" Egils í þessum þætti. Sá það nú greinilega ekki sömu augum og þú.

En auðvitað viltu hafa Egil vin þinn góðan Bjarni - og hann er vissulega oft góður.

En hvað er annars að frétta af Finni Ingólfssyni?

Heimir Eyvindarson, 12.10.2008 kl. 23:46

29 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Smá innslag frá mér áður en ég fer í háttinn. Vissu þið að útrásarvíkingarnir eiga 60% af veiðiheimildum EB á norður Atlandshafi, sem nú eru líklega komnar í eigu ríkisins eftir að þeir eignuðust allar skuldir og eignir bankanna? Er það ástæða þess að þeir vilja taka upp íslenska kvótamódelið?

Ég er eflaust þræl reiður og pirraður á þessu ástandi en það hefur ekkert uppá sig að vera að láta það hafa áhrif á daglegt líf okkar, við þurfum að vinna skipulega að því að leysa þetta vandamál. Ég skal vera fyrsti maður til að fjalla um hvernig og hverjir eiga að taka ábyrgðina á þessu öllu að því loknu þ.e.a.s. þegar við erum komnir með fast undir fæturna en ekki núna á þessari stundu, það verður bara að bíða með það í eitthvern tíma.

góðar stundir og verið glöð með þann aðila sem stendur ykkur næst, hann er verðmætari en allir fjármunir í veröldinni.

FB..

PS. Jón Ásgeir sagði ansi margt sem ég trúi en ég man ekki hvort hann neitaði fyrir að eiga aðild að þessari skuldsetningu fjármálafyrirtækjanna. Hann sagði að þeir hefðu keypt fyrirtæki í UK sem hefðu verið góðar fjárfestinar og væru það enn, það sem stendur þeim fyrir þrifum nú er skortur á trúverðuleika og að vera með íslenskt fyrirtæki í UK. Reyndar hefur verið orðrómur um að það mál sé að leysast þannig að þeir ættu að geta bjragað fyrirtækjum sínum þar í landi.

Jón Ásgeir var hluthafi í Glitni og Stoðum að mig minnir hann hefur því tapað öllu sínu hlutafé í báðum þessu fyrirtækjum, hann var ekki ábyrgur fyrir öllum skuldum fyrirtækjann, það voru þeir sem stjórnuðu skuldasamsetningu þeira sem tóku þessar áhættur, kannski með hans samþykki en ég hef ekki séð fundargerðir af stjórnarfundum þessa fyrirtækja þar sem þessi stefna var samþykkt eða mótuð.

Við megum ekki blanda saman hluthafaábyrgð og stjórnendaábyrgð fyrirtækja.

2.FB..

Friðrik Björgvinsson, 13.10.2008 kl. 00:01

30 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Sælt veri fólkið.

Í dag er ekki rétti tíminn til að hengja.  Í dag er heldur ekki rétti tíminn til að fyrirgefa.  Í dag er rétti tíminn til að bjarga því sem hægt er.  Það koma dagar síðar sem eru réttir dagar fyrir önnur verk.

Það er alveg á hreinu að það bera margir ábyrgð á því ástandi sem nú ríkir.  Fyrir ári síðan var farið að vara við að blikur væru á lofti á fjármálamarkaði heimsins, en ekkert var gert.  Ríkisstjórn og seðlabanki hafa setið aðgerðalaus þar til að þjóðarskútan var farin á steyta á skerjum langt inni í brimgarðinum.

Satt að segja teldi ég heppilegast að bíða með að ákveða hvort að við þiggjum aðstoðfrá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, þar til að búið er að fá öll skilyrði sjóðsins á hreint OG eftir Alþingiskosningar núna í vetur.  Ég tel það vera algerlega ótækt að áfram sitji ríkisstjórn aðgerðaleysis.   

Sigurður Jón Hreinsson, 13.10.2008 kl. 00:03

31 identicon

Sæll Bjarni

Get bara alls ekki verið sammála þér að Egill hafi átt góðan leik í viðtalinu við Jón Ásgeir.  Hef enga samúð með JÁJ en samræður eins og þessar áttu ekkert erindi í sjónvarp.  Ættu ekki einu sinni ap eiga sér stað við eldhúsborð landsmanna.  Við þurfum á öllu örðu að halda þessa dagana og þar verður þú að sína ábyrgan málfluting öðrum fremur, kæri Bjarni.

Kveðjur

Sigurlaug Gissurardóttir   

Sigurlaug Gissurardóttir (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 10:17

32 identicon

Stokkhólms hvað?

Íslendingar hafa frá tímum fornsagna, útilegumanna og þjófa og til dagsins í dag alltaf haldið með skúrknum.

Einmitt þess vegna segir enginn af sé vegna afglapa og geri hann það eða sé látinn sæta ábyrgð þá fær hann samúð margra.

Svar Sigurjóns bankastjóra í drottningarviðtali Kastljóss var hið sama og hjá Egon í Olsenbanden: "Dette land er for lille til mig"

Glúmur (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 23:47

33 Smámynd: Sævar Einarsson

Ef ég má þá ætla ég að benda á 2 færslur eftir mig, önnur snýst um það að fólki finnst það bara eðlilegt að ríkið borgi ekki Glitnislánið sjá hérna og hin færslan snýst um það hverjum er það að kenna að svona fór fyrir okkur, hún er hérna

Ég vona að þetta sé í lagi, mér finnst að fólk eigi að tjá sig um þetta.

Sævar Einarsson, 15.10.2008 kl. 13:48

34 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Gamla fólkið á elliheimili úti á landi var orðið afar þrúgað og meðtekið af

efnahagsbölsýnissíbyljunni í fjölmiðlunum.

Forstöðukonan hafði miklar áhyggjur af þessu.

Í morgun var leikfimi á heimilinu. Forstöðukonan bað íþróttafræðinginn að

vera nú heldur á léttu nótunum og fyrir alla muni ekki minnast á efnahagsmál

eða þrengingar.

Þetta væri alveg að fara með gamla fólkið.

Íþróttafræðingurinn sagði það ekki nema sjálfsagt.

Svona hóf hann tímann:

"Kæru vinir! Í dag byrjum við á mjög léttri æfingu. Við réttum hendur út frá

hliðunum, beygjum olnbogana og bönkum flötum lófum létt á bringuna, síðan

réttum við úr höndunum og kreppum snöggt hnefana og endurtökum allt aftur og

aftur," og svo hrópaði hann:

"Koma svo! Banka - kreppa, banka - kreppa, banka - kreppa......!"

Bara að athuga hvort ekki væri hægt að lyfta fólki hér aðeins upp.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 15.10.2008 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband