Lofum Brown að hafa Hannes...

Nú hefur Hannes Smárason lofað (eða hótað) að koma heim og hjálpa til, - segist reyndar ekki eiga neinn pening en vilji koma samt. Ætlar ósköpum aldrei að linna.

Krafan um að útrásarvíkingarnir komi sjálfir heim og taki þátt í uppbyggingu hins nýja Íslands er óraunhæf. Fæstir þeirra njóta í dag trausts í viðskiptalífinu. Að slíkum mönnum er minna en ekkert gagn. Bretlandi er nú mátulegt að hýsa þá sem flesta og máske er krötum þar þá fullrefsað...

Hitt er annað að ef einhverjir þessara hafa skutlað tugmilljörðum undan inn í skattaparadísir er sjálfsagt að allt verði gert sem lög leyfa til að koma höndum yfir slíkt fé.

En ég er engan vegin bjartsýnn á að það takist!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Ég man ekki til þess að hafa verið jafn 100% sammála framsóknamanni áður.

Rannveig H, 27.10.2008 kl. 23:05

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

kannski var honum vísað úr landi í UK ?

Óskar Þorkelsson, 27.10.2008 kl. 23:17

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hafið þið ekki heyrt söguna um týnda soninn og alikálfinn? Nú er um að gera að slátra nautinu í húsdýragarðinum.

Víðir Benediktsson, 27.10.2008 kl. 23:57

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er mikilvægt til þess að ná sátt í þessu samfélagi að útrásarvíkingarnir komi heim og taki þátt. Það er ekkert sem segir að þeir eigi að vera í viðskiftalífinu, ég er viss um að Hannes Smárason gæti einmitt reynst handgengur í að ná í eitthvað af því fé aftur sem hefur verið komið undan. Friðurinn í samfélaginu verður að nást með afsökunarbeiðni og tilraun til yfirbótar. Þó Hannes geti aldrei tekið aftur það sem hefur verið gert getur hann beðist afsökunar og gert það sem hann getur af yfirbót. Jafnvel þó það reynist ekki annað en að vinna í atvinnubótavinnunni með okkur hinum teldi ég hann vera mann að meiri fyrir vikið.

Héðinn Björnsson, 28.10.2008 kl. 00:49

5 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Þarna erum við loksins sammála Bjarni!

Heimir Eyvindarson, 28.10.2008 kl. 01:19

6 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Héðinn, mæl þú manna heilastur!

Víðir, mér fannst þetta fyndið með alikálfinn. En ég held við þurfum að læra svolítið mikilvægt af sögunni sem þú vísaðir í um týnda soninn.

Týndi sonurinn var búinn að brenna allar brýr að baki sér. Hann bað pabba sinn meira að segja um sinn part af arfinum eftir hann (pabba) áður en hann hélt út í heiminn. Frekt, ekki satt? Mynduð þið fíla svoleiðis framkomu gagnvart ykkur?

En ef svo barnið ykkar, uppkomið að sjálfsögðu, kæmi til baka eftir að vera búið að koma á ykkur óorði með að t.d. díla með eiturlyf og vændi og allt eftir því - og sýndi iðrun eins og týndi sonurinn gerði - hvað mynduð þið gera? Takið eftir að iðrun er ekki bara að segja "sorrý", hún er að snúa sér í 180 gráður frá sínum vonda vegi í lífinu og fara að gera rétt í staðinn.

Ég veit ekki hvort "iðrun" Hannesar og félaga úr útrásinni er jafn einlæg og iðrun týnda sonarins í sögunni. Það er alltaf auðveldasta leiðin að setja upp fallega ásýnd og láta hlutina líta vel út út á við, þó innra sé kannski græðgi og "money, money, give me, give me".

Pabbinn í sögunni beið ekkert eftir því að sjá merkin um iðrun sonarins. Strákurinn ætlaði að segja að hann verðskuldaði ekkert að fá að koma til baka, en plís viltu leyfa mér að vera einn af verkamönnunum þínum og fá að borða? Hann komst ekki að, þegar pabbinn sá hann þá hljóp hann og faðmaði hann.

Hvað hefðuð þið gert?

Ég held við hefðum gott af sættum innan klofinnar þjóðar og að biðja fyrir vandanum, sjá http://einarsmaeli.blog.is/blog/einarsmaeli/entry/690084/ ..

Hvað finnst ykkur um það?

Einar Sigurbergur Arason, 28.10.2008 kl. 05:34

7 identicon

Frettatilkynning frá Himnaríki. Í Himnaríki sem og víða á jörðinni hafa menn áhyggjur af ástandinu á Ísland. Því var send nefnd þriggja aðila

smáenglana og Pa auk púkans Tikk. Þeir hafa dvalið um skeið á Íslandi og kynnt sér ástandið og sent skýrslur til Himnaríkis. Þessar athugasemdir er hægt skoða á wefsíðu Himnaríkis næstu daga, www.puandpa.com klikka á matseðilinn og siðan á pu and Pa. Þeim sem hafa áhuga er GUÐvelkomið nota efni úr skýrslunum.

sigurður örn brynjólfsson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 12:07

8 identicon

Af tvennu illu tek ég nú Hannes fram yfir þá félaga Guðna og Bjarna. Það er alveg ljóst að þeir tveir eru eitt það lélegasta sem er til í íslenskri pólitík í dag.

IG (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 13:15

9 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Hann hefur nú kannski lært eitthvað blessaður.  Hann þarf hins vegar að vinna sér inn traust aftur, það gerist ekki sjálfkrafa og hann hlýtur að gera sér grein fyrir því.

Menn hafa nú fengið uppreisn æru hjá kjósendum í þínu kjördæmi Bjarni.  Hann ætti kannski að setjast að á Suðurlandi.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 28.10.2008 kl. 13:53

10 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Mér er slétt sama um þennan Hannes en mér svíður hvernig hann ásamt öðrum pókerspilurum eru búnir að rústa fjárhag okkar fíflanna. En ég er sannfærður um að þú og þínir skoðanabræður hafi ekki rétt fyrir ykkur hvað varðar evruna. Við værum vissulega í vanda en sá vandi snéri ekki að gjaldeyrisskorti því evran á íslandi er sú sama og evran í Portúgal. Og þeir gjaldmiðlar sem bundnir eru evru í öðrum löndum Evrópu eins og til dæmis Danmörk og Svíþjóð eru að því lleyti jafngildir fyrir okkar evrum ef við hefðum þær. Aftur á móti værum við laus við 20 % verðbólgu ofaná þessi vandræði. En þið og aðrir hagsmunagæslumenn  kvótans með meiru viljið náttúrulega fyrir alla muni halda í handónýta krónu. ragnarb.blog.is

Ragnar L Benediktsson, 28.10.2008 kl. 14:23

11 identicon

Ég get vottað það frá fyrstu hendi af háttsettum manni í erlendum banka sem lánað hefur marga milljarða til Íslands að ef Ísland hefði verið með Evru og í ESB þá hefði þetta vandamál aldrei komið upp. Íslenskir bankar hefðu fengið endurfjármögnun, hefðu verið bakkaðir upp af seðlabanka Evrópu. Bara þetta hefði komið í veg fyrir allt það caos sem nú ríkir. Eftir sitjum við með gjaldmiðil sem monopoly peningur og á sér enga viðreisnarvon.

Menn verða að fara horfast í augu við að krónan er verðlaus gjaldmiðill. Þeir sem hafa sagt annað á undanförnum árum hafa haldið úti mjög óábyrgum boðskap og eru að hluta til ábyrgir fyrir því ástandi sem nú ríkir.  

EE (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 16:15

12 identicon

Hannes iðrast gjörða sinna og vill bæta fyrir þær og þú drullar yfir hann. Stórmannlegt. 

marco (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 01:35

13 Smámynd: Heidi Strand

Hann getur fengið tveir hannessar.

Heidi Strand, 30.10.2008 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband