Og svo gefur Þorgerður þeim RÚV...

Íslenskir auðhringar bera mikla ábyrgð á þeim hremmingum sem þjóðin stendur frammi fyrir. Þeir hafa allir starfað í skjóli sinna fjölmiðla sem þeir ráku meira og minna með tapi - og til þess eins að hafa málgögn.

vill Þorgerður Katrín koma fjölmiðlunum til hjálpar og útilokar ekki að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Það þarf ekki að velta því fyrir sér að slíkt gengi mjög nærri þeirri stofnun. MJÖG.

Raunverulega er þetta mál reginhneyksli og kallar auðvitað á að menn skoði hlutleysi menntamálaráðherra gagnvart auðhringunum í landinu. Ef einhverjum dettur í hug að ekki komi maður í manns stað í fjölmiðlarekstri þá lýsir það a.m.k. ekki mikilli söguþekkingu. Í fáum greinum er eignarhald fyrirtækja jafn ótraust. Baugsmiðlarnir hafa allir meira og minna rúllað einu sinni.

Og gjaldþrot þeirra hlutafélaga sem halda um fjölmiðlana í landinu verkar síðan ekkert öðruvísi á hagkerfið en gjaldþrot annarra hlutafélaga. Eða ætlar menntamálaráðherra líka að skipa starfshóp um stöðu bókaforlaga og svo hver ráðherra um sín starfssvið.

Þá kastar nú fyrst tólfunum ef það er virkilega tilgangurinn að viðhalda með stjórnvaldsaðgerðum eignarhaldi þeirra Baugs og Samsons á fjölmiðlum í landinu...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég skil ekki rökin fyrir því að það sé í lagi að eitt félag fáði 75 % af tekjunum úr vasa almennings og auglýsingjatekjur á móti.. á meðan einn miðillinn er 100 % með sínar tekjur af auglýsingum.. og sá þriðji með áskrift og auglýsingar. 

Það segir sig sjálft að ríkisfyrirtæki á ekki að starfa á frjálsum auglýsingamarkaði því það brýtur jafnræðisreglur þjóðfélagsins  og réttlætiskennd flestra landsmanna. 

RUV á að vera auglýsingafrír miðill.. eða rekinn án skylduáskriftar..  

Óskar Þorkelsson, 1.11.2008 kl. 17:10

2 Smámynd: Landfari

RÚV var á auglýsingamarkaði þegar þessar stöðvar voru stofnaðar og engin fyrirheit gefin um að svo yrði ekki áfram. Þeir hljóta því að hafa gert ráð fyrir því þegar farið var af stað. Af hverju á ríkið að hlaupa undir bagga með þessum fyrirtækjum frekar en öðrum þegar hallar undan fæti.

Landfari, 1.11.2008 kl. 17:36

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála Landfara og ef samkeppnin við RUV er erfið þá er það eins og Bjarni bendir á að ekki eiga gilda sömu lögmál og um önnur fyrirtæki.

Það hefur verið því sem næst óþolandi að horfa upp á það undanfarin ár hvernig fyrirtæki í eigu almennings eiga alltaf að gefa eftir tekjupósta sína ef einhverjum dettur í hug að gera út á sömu mið.  Þar þarf ekki annað en að hugsa til símans það þurfti ekki meira til en að "auðhringirnir" fengju sér farsíma og seldu aðgang að honum þá þótti sjálfsagt að eign almennings Póstur og Sími bakkaði af markaði og Síminni síðan seldur til  auðhrings með þeim afleiðingum að almenningur situr uppi með helmingi hærri afnotagjöld. 

Og svo við höldum aðeins áfram með þessa umræðu þá gumaði ríkið sér af því að vera orðið skuldlaust í gegnum þessa sölu á eignum almennings og að þessi rekstur væri betur kominn í höndum einkaaðila.  Hvað nú?

Magnús Sigurðsson, 1.11.2008 kl. 18:21

4 identicon

Stöð 2 er á hausnum af því þeir keyptu sýningarréttinn af ensku knattspyrnunni fyrir fáránlega upphæð.

Þetta er pilsfaldakapítalismi af verstu sort.

Phttp://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/áll Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 23:00

5 identicon

Þessi grein og sammæli hennar bera vott um mikið greindarleysi.  Að hugsa sér!!

Finnur (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 23:39

6 identicon

Ríkisstofnunin ohf, RÚV fær um 2,5 milljarð af skattpeningum (ef mig minnir rétt).  Ef hún missir 2-300 milljónir í auglýsingatekjur mun það höggva nærri henni.  Takk fyrir! Fá rök fyrir því.

RÚV er ekki í eigu almennings.  Almenningur á ekki krónu í RÚV. RÚV er í eigu ríkisins og við eigum ekki ríkið.  Ríkið á sig sjálft.

Ég staðhæfi hér og nú að RÚV er afar illa rekið fyrirtæki og þar með staðhæfi að það nýti skattpeninga sem það fær frá ríkinu mjög illa.  Léleg nýting þeirra á skattpeningum okkar veldur því að við greiðum of hátt verð fyrir vöru frá þeim, sem leiðir til lélegri lífskjara sem leiðir m.a. til fleiri félagslegra vandamála í þjóðfélaginu, meiri atvinnuleysis og meiri fátækt.

Bein afleiðing af því að leggja niður RÚV gæfi okkur því betri lífskjör. Væntanlega færri félagsleg vandamál, minna atvinnuleysis og þar með minni fátækt.

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 00:56

7 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Nú var það Skjárinn sem kallaði eftir þessari endurskoðun. Þið fyrirgefið að ég er ekki sérfræðingur um eignarhald á öllu þessu dóti, er hann líka Baugsmiðill?

Einar Sigurbergur Arason, 2.11.2008 kl. 00:58

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég held, að Þorgerður Katrín hafi fyrst og fremst svikizt um það í nýafstöðnum breytingum, sem lengi höfðu staðið til, að taka Rúv út af megninu af auglýsingamarkaði (nema dánartilkynningum og neyðar- og öryggismála, m.a. frá Vegagerðinni). 70% "krepputilboð" á auglýsingum Rúv er að gefa einkareknu stöðvunum náðarhöggið og reyndar hvorki af náð né neinni sanngirni, enda er Rúv með 3.000.000.000 kr. í forgjöf! Sjá HÉR.

Vel má vera, að hún hafi ætlað sér að halda auglýsingadeildinni til þess að gera Rúv að betri sölubita til einkaaðila – sjálfgæðismönnum væri svo sem trúandi til þess.

Svo leyfi ég mér að minna aftur á það blygðunarlausa trúboð fyrir EBé-innlimun, sem heyra hefur mátt í reglulegum útvarpsþáttaseríum Hjálmars Sveinssonar og Halldóru Friðjónsdóttur á Rás 1. Hvað er það annað en pólitísk misnotkun á ríkisfjölmiðli? Er það kannski látið óáreitt, af því að Þ.G.K. vill láta troða okkur í Tröllabandalag Evrópu?

Jón Valur Jensson, 2.11.2008 kl. 05:37

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, svo sannarlega er Rúv afar illa rekið fyrirtæki, eins og Jósep Húnfjörð  segir.

Jón Valur Jensson, 2.11.2008 kl. 05:41

10 Smámynd: Árni B. Steinarsson Norðfjörð

Að taka RÚV af auglýsingamarkaði er kolrangt.

Ég var búsettur í Svíþjóð allan síðastliðinn vetur. Þar reyndi ég allt sem ég gat til að finna sömu vönduðu heimildaþættina sem Sjónvarpið sýnir á mánudögum en komst að því að allar stöðvarnar þar standast Sjónvarpinu ekki snúning og þá allar stöðvarnar samanlagt. Að vísu sýna þær vandaðar Hollywoodmyndir á föstudags og laugardagskvöldum en þá á maður í fullu fangi með að velja á milli þeirra. Það var heldur enginn stöð sem virtist sýna þessar vönduðu menningarkvikmyndir sem sýndar eru í Sjónvarpinu á sunnudagskvöldum og þannig má lengi telja, t.d.allt innlenda efnið á Rás 1 og þá sérstaklega dagskráin á fimmtudagskvöldum og um helgar, sérstaklega á sunnudögum.

Hjá þessari fjölmennu þjóð blasir það við að ef RÚV fer af auglýsingamarkaði þá verður dagskráin mun verri ef álögur á almenning verða ekki auknar á móti sem er síst verri kostur til að svala frekjunni hjá þessum fámenna hópi manna í þjóðfélaginu sem vinnur hjá einkastöðvunum. Kannski er einfaldlega ekki markaður fyrir þessar stöðvar auk þess sem Skjár 1 hefur lítið auglýst sig og 365 lagar sig að hátekjufólki með því að skipta dagskránni upp í liði sem þarf að greiða hvern fyrir sig og þess vegna er rándýrt að vera bæði með venjulega áskrift á tæpar 6 000 krónur og annað eins ef íþróttarásunum er bætt við.

RÚV getur því ekki dregið úr auglýsingum á þessum erfiðu tímum

Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 2.11.2008 kl. 06:49

11 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það á að selja RÚV !!!!ríkið á ekki að reka fjölmiðil,einnig ÁTVR löngu tímabært/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 2.11.2008 kl. 08:41

12 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Svo ég svari Árna Norðfjörð ! 

Ég bjó í mörg ár í SE og NO, og það að einhver skuli halda þessu fram sem þú gerir í þínum pistli er mér óskiljanlegt nema viðkomandi sé haldin óstjórnlegri fortíðarþrá og heimþrá.

http://www.svt.se/svt/jsp/Crosslink.jsp?d=8742&lid=tv-guide&from=menu 

hér geturu blaðað þig í gegnum dagskrá svt í dag.. og allra hinna stöðvanna í svíþjóð.. almennt er SVT ekkert sérstök stöð því hún er að uppfylla LÖG í svíþjóð um hlutlausan miðil sem einbeitir sér að landi og þjóð.. er með td þætti og fréttir á samísku sem enginn nennir að horfa á fyrir sunnan Piteå.  

Ef RUV mundi starfa skv sænskum reglum væru þeir auglýsingalausir og væri að sinna landi og þjóð ásamt tilkynningaskyldu.. en eins og RUV starfar þá er þetta afþreyingarmiðill á sömu línu og Stöð 2 og skjár einn..

Það er ekkert mótvægi hjá RUV heldur böðæast þeir áfram eins og hvert annað einkafyrirtæki með engar skyldur nema að þéna peninga fyrir eigandann...

svo er það norska NRK 1 og 2 !

norðmenn eru sennilega með langbestu ríkistöðvarnar á öllum norðurlöndum (hef aldrei séð finnskt ríkissjónvarp svo læt þá liggja milli hluta)

http://www.nrk.no/tv/ 

Þetta er glæsileg dagskrá.. af ríkissjónvarpi að vera.. hellingur af innlendri dagskrárgerð í ætt við Ut og Suður, Stiklur og þessa þætti sem best eru gerðir hér á landi um land og þjóð.

Hægt er að nálgast það allt á netinu.. og horfa á þegar þér hentar.

Ruv stenst engan samaburð við norrænar ríkisstöðvar.. ekki á neinn hátt og það þótt þeir fái hlutfallsega langmestu peningana í sína sjóði frá almenningi. 

Óskar Þorkelsson, 2.11.2008 kl. 10:01

13 identicon

Þegar ég vaknaði í morgun sat kattarafmán á girðingarstaur fyrir utan gluggann og kvað rímur. Síðustu vísurnar voru svona:

Það á að ríða rúv á slig
svo ráðskist þeir með fréttirnar
og eigi fyrir eina sig
allar kjaftastéttirnar.

Baugsmiðlarnir eignast auð
og áfram verða á rólunum
því nú er gamla gufan dauð
svo græða þeir á jólunum.

Ég gætti trúað að þetta hafi verið jólakötturinn.

Atli Harðarson (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 12:18

14 Smámynd: Víðir Benediktsson

Sko. Ef hér væru 10-20 alvöru sjónvarpsstöðvar myndi ég samþykkja að RÚV færi af auglýsingamarkaði. Ef RÚV fer af þessum markaði í dag  er verið að skapa einokunarstöðu í þessu umhverfi. Besta falli fákeppni. Eins og sé ekki nóg af henni fyrir í þessu landi. Matvöruverslun, olíufélög, tryggingafélög o.s.frv. Þetta er ekki tímabært.

Víðir Benediktsson, 2.11.2008 kl. 12:26

15 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

RÚV, með sínar lögbundnu skyldur, á að vera á fjárlögum og ekki að út- og sjónvarpa sápum og annari afþreygingu. engar auglýsingar takk

Brjánn Guðjónsson, 2.11.2008 kl. 16:27

16 identicon

Ég myndi skilja það að ef það væru 10-20 sjónvarpsstöðvar hérna á landi að ríkissjónvarpsstöðin væri á auglýsingamarkaði. Ríkissjónvarpið á ekki að vera undirbjóða í auglýsingar eða yfirbjóða í sjónvarpsefni. 

Ég vill engar auglýsingar á RUV og enga útlenska þætti sem hinar sjónvarpsstöðvarnar vilja sýna. 

Að sýna auglýsingar og keppa um sýningarrétt á vinsælu erlendu sjónvarpsefni á að vera í höndum einkaaðilla, ekki ríkissjónvarpsstöðva.

Bjöggi (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 16:36

17 identicon

Svo er guð að þakka að við höfum Bjarna Harða hann getur minnt okkur á hvernig ekta framsóknarmenn hugsa og við hinir forðast að kjósa þá.

hansi (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 18:22

18 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Það er margt sem þarf að skoða betur og það þarf að fara vel með þá peninga sem til eru í landinu og ekki bruðla með þá í óþrafa.  Ég er ekki að segja að fjölmiðlar séu óþarfi, en það er margt nauðsynlegra en þetta. 

Eða hvað??? Fréttamiðlar eru starfsvettvangur einhverra og við verðum eins og við getum að reyna að halda atvinnu í landinu til að fólk geti borgað afborganir af heimilum sínum og öðrum skuldbindingum.  Ég er ekki viss um að hægt sé að selja eignir í dag, ekki allavega fyrir raunvirði þeirra. 

Þurfum við ekki að skoða þetta frá þessu sjónar horni????

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 3.11.2008 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband