Ef við bara hefðum haft evru...

Það eiga margir eftir að skrifa um drottningarviðtal Stöðvar 2 við Sigurð Einarsson sem var að ljúka rétt í þessu. Bara smá athugasemd:

Sigurður reynir eins og margir aðrir útrásarvíkingar að kenna krónunni um. Ég held að það sé verulega málum blandið. En ef við hefðum átt að eiga skjól í evru við fárviðrið nú þá hefði Ísland þurft að ganga í ESB í síðasta lagi við kosningarnar 2003. Og þá hefðum við kannski verið komnir með litlu tá inn í myntsamstarf Evrópuþjóða núna. En líklegast þó staðið jafn fjarri því og mörg Evrópuríki sem hafa fengið að bíða þar á varamannabekknum.

Í mörg ár hafa hagfræðingar, stjórnmálamenn og athafnamenn bent á að þjóðin gæti tekið upp myntsamstarf við aðrar fullvalda þjóðir, t.d. um svissneskan franka eða dollar. Slíkt hefði líklega ekki tekið nema ár eða jafnvel bara nokkra mánuði. Hversvegna tóku bankamennirnir ekki undir það, utan Björgúlfarnir í hálfkæringi. Hefðum líka geta tekið hér upp fjölmyntarsamfélag.

Auðvitað tóku útrásarvíkingarnir ekki undir það vegna þess að það hefði engu breytt ekki frekar en evran. Krónan hafði ekkert með það að gera að hér spiluðu nokkrir strákar matador af glannaskap. En það gott að sitja núna í drottningarviðtali eftir að hafa sett þjóð sína á kaldan klaka og segja,- þetta var nú ekki bara mér að kenna heldur mest ríkinu, Seðlabankanum og krónunni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þú talar fyrir tómu húsi í þessu máli Bjarni

Óskar Þorkelsson, 8.11.2008 kl. 12:22

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Það er auðvitað hárrétt hjá þér Bjarni að það ástand sem hér er uppi er mörgum að kenna. Lélegu regluverki, andvara- og agaleysi, glannaskap, hroka o.s.frv. Seðlabankinn, stjórnvöld, útrásargaurarnir og margir fleiri bera ábyrgð. En það er ekki hægt að líta fram hjá því að það hefur aukið á okkar vandræði að burðast með krónuna. Það sjá það allir. Þú líka. Þessvegna ráðlegg ég þér í mestu vinsemd að víkka nú aðeins sjóndeildarhringinn og hætta að skammast út í meinta andstæðinga krónunnar. Ástandið er ekki þeim að kenna heldur.

Heimir Eyvindarson, 8.11.2008 kl. 12:41

3 Smámynd: Ólafur H. Guðgeirsson

Bjarni verður samt að fá visst hrós - hann stendur einn á steini í eyðimörkinni og hrópar yfir lýðinn...sem er löngu farinn og genginn til liðs við restina af Evrópu.

Aðdáunarverð þrjóska, verð að segja það.

Ólafur H. Guðgeirsson, 8.11.2008 kl. 17:27

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

NAfni minn, það er líklega plás fyrir fleirri þjóðholla menn á þeim steini, sem þú ert sagður standa á úti í eyðimörkinni.

Mér rennur til rifja, hve menn eru einfaldir.

1.  ESB er stjórnað af 4 ríkjum meira og minna.

 Þar ráða Bretar miklu og fá þa´sem þeir teja gott ef það er einnig hagfellt einhverjum hinna.  Ergo Fiskimiðin yrður hrat EKKI EINKAMæAL okkar.

2.  FJÓRFRELSIÐ sem allir útrásarvíkingarnir vildu svo heitt og fengu sumt, er AÐAL SÖKUDÓLGUR Í ÞVÍ, HVERNIG EKKI RÉÐST VIÐ NEITT.

3.  Færum við inn í þett lofaða kerfi, kæmum við út semsnauð þjóð í vanda, þegar gróðapungar hefðu rúið þá rollu, sem við köllum landið hvíta, inn að beini.

Sumsé,

Lof mér standa á téðum steini með þér enn um stund. þar mun hlé frá gnauði ágirndar flygsu fjúks, líkt og Hjálmar kvað um forðum.

Undra skjótt hafa veður skipast frá því að Hagfræðingar mærðu útrásir allar og Icesave Fl og hvaðeina.

Einnig mun lkíkt og með mey sem lofa skal að morgni, verða um okkur em þeim dómi verður glatað í frekjukasti örfárra þjóðníðinga, sem ljúga og lokka hina.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 8.11.2008 kl. 18:10

5 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Að sjálfsögðu er margt sem spilar inn í þetta kreppu ástand Íslands í dag.  En að leyfa bankamönnum (konur eru líka menn) að þeysast út um víðan völl um Evrópu til að nema landa án þess að til sé verðmæti til þess að bakka það allt upp, er auðvitað fáránlegt.  Gömlu Víkingarnir fóru í útrás til að höggva mann og annan, rændu svo og ruppluðu því sem þeir gátu tekið.  En þeir réðust ekki á sína eigin bæji til að ræna og ruppla og skilja allt eftir í báli og brand.  Nei, en bankavíkingarnir okkar gerðu það. 

Hvað ætli Egill Skallagrímsson hefði gert ef hann væri uppi á okkar tímum í dag???  Hann hefði svo sannarlega klofip þessa menn niður, sem bera ekki meiri virðingu fyrir eigin eignum eða annarra.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 8.11.2008 kl. 18:42

6 identicon

Mér fynst að þessir Efrópusinnar verði að færa rök fyrir því sem þeir eru að segja. Þeir segja ef við hefðum verið í Efrópusambandinu þá væri ekki komið fyrir okkur fjárhagslega séð eins og nú er komið.   Hefði Efrópusambandið komið í veg fyrir það að 3-4 árum eftir sölu bankana að skuld okkar í útlöndum væri orðin 12 faldar árstekjur þjóðarinnar? Þið hljótið að skulda almenningi röksemdir í málinu.   Þið segið að ef við látum þau orð út ganga að við ætlum að sækja um aðild að Efrópusambandinu þá standi alla dyr opnar okkur til lántöku þar.Ég vil fá rök fyrir þessu,þangað til verður að líta það sem hvert annað marklaust blaður.

                                      Gissur á Herjólfsstöðum

Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 21:02

7 identicon

Norðuland vestra bætist í hópinn Bjarni, þú ert að verða aumkunarverður, ef þér og Guðna verður ekki skift út, þá verður fylgið svona álíka og fituprósenta í mjólk, jafnvel undanrennu.

Hafðu svo vit á að draga þig í hlé vesalingur!!!!

Páll (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 21:50

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Að sækja um ESB aðild nú þýðir upptöku Rómarsáttmálans óbreyttan og enga evru.Þar að auki er framtíð Evrópu dökk, sama hvernig á það er litið.Uppsögn EES samningsins og tvíhliða samningar við ESB á svipuðum grunni og Svisslendingar gerðu ættu íslendingar að setja sér sem markmið strax ásamt því að skipta um gjaldmiðil og taka upp dollar.Tveir sérfræðingar hafa í blaðagreinum og með fyrirlestrum bent á þá leið, sem hægt væri að gera strax, menn sem hafa komið að gjaldmiðilsskiptum í öðrum löndum.Ekki gera ekki neitt.XB ekki ESB.

Sigurgeir Jónsson, 8.11.2008 kl. 22:45

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það hlýtur að fara að koma tími á það að flokksfélagar Brown og Darling í Samfylkingunni, biðji þá á hnjánum, að  koma til Íslands og leiða okkur inn í ESB.Kanski kemur Hollendingur með þeim og Þjóðverji.Og kanski hitta þeir Birki Jón og Valgerði sem verða líka á hnjánum.

Sigurgeir Jónsson, 8.11.2008 kl. 22:59

10 identicon

Það er sérkennileg þessi umræða.

Það hefur komið skýrt fram hjá þekktum sérfræðingum að allar tegundir af þessum kreppum eru þekktar og rétt viðbrögð við þeim eru einnig vel þekktar.  Samt eru réttu viðbrögðin ekki notuð.

Það er ekki furða að fólk treysti ekki stjórnmálamönnum lengur.

Tíminn líður og landið sekkur lengra og lengra í vesældóm. Nú á að fá peninga frá Kínverjum þar sem við höfum verið svo  hrokafull við alla nágranna okkar að við getum ekki talað við þá. Er þetta leiðin?

Enginn stjórnmálaflokkur er núna í augsýn sem virðist vilja eða geta leyst vandamál Íslensku þjóðarinnar, nema  þá nota ástandið sér í hag í leiðinni. Í hvað fer tíminn? Hvers vegna eru hinar þekktu lausnir ekki innleiddar?

Fer tíminn núna í að forða "vinum" og innanbúðarmönnum stjórnmálamanna frá gjaldþroti, ativnnuleysi og að lenda fyrir dómsólum vegna þáttöku sinnar í falli þjóðarinnar og gjaldþroti?  Er það málið? 

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 23:06

11 Smámynd: Jóhann G. Frímann

Þetta er skemmtilegt innlegg í umræðuna.

Jóhann G. Frímann, 8.11.2008 kl. 23:18

12 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ef við værum með evru hefði augljóslega ekki þurft að bjarga krónunni nú hvað sem öllu öðru líður. Allur IMF-pakkinn er aðeins og eingöngu til að bjarga krónunni og þá er allt annað ógert.

Sex milljarðar dollara gjaldeyrislán og vextir af því, öll skilyrði og kröfur IMF og sú auðmýking sem aðkoma IMF kostar okkur er aðeins og eingöngu til að koma krónunni á flot að nýju.

Ef engin væri krónan væri hér ekkert að gera fyrir Alþjóða gjaldeyrissjóðinn - og við gætum snúið okkur beint að uppbyggingunni þó allir aðrir atburðir hefðu orðið þeir sömu.

Helgi Jóhann Hauksson, 9.11.2008 kl. 02:20

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú talar ekki fyrir daufum eyrum hjá mér. Það er hárétt, sem þú segir hér.  Það er hinsvegar ekki slæm hugmynd þetta með fjölmyntina, eða aðrar myntir, sem ekki tengjast því að selja sál sína og sjálfstæði.

Það er rétt að Evran hefði engu breytt í þessum kringumstæðum og mun ekki breyta neinu, enda ekki í boði. Ef menn lesa skilyrði Maastricht sáttmálans þá sjá þeir það svart á hvítu og hætta þessu helvítins mjálmi.

Ég er ekki með því að henda milljörðum á eftir krónunni nú og held að þú sért ekkert að mæla með því þótt menn virðist snúa því upp á þig.  Annars veit enginn hvað á að gera við þessi lán í raun. Það er verið að herja á ákveðna upphæð um akllar jarðir og lán IMF er reiknast upp á 0.1 milljarð dollarra. Þá meina ég, svo nákvæmt virðast menn vita hvað þarf til. Hvað á að borga, hverjum og hversvegna er hinsvegar gersamlega hulið.

Ekki á að greiða skuldir óreiðumanna er það?  Það er þó rétt að benda á að það er akkúrat það sem er í gangi meðan þjóðin starir á hurð seðlabankans.

Það eru gríðarlegar eignatilfærslur (svokallaðar) í gangi innan bankanna í uppgjöri þeirra eins og Tryggvi Þór bendir á og kallar á gagsæi fyrir. Hvað þýðir það?

Jú, það er verið að selja eignasöfn bankanna á slikk til að raka saman fyrir skuldbindingum glæpahundanna, sem við tókum í arf.

Hlustaðu nú vel: Eignasöfn bankanna samanstanda af hlutabréfum í iðnaði og verslun, þau samanstanda af obbanum af fiskveiðikvóta landsmanna, þau samanstanda af hlutabréfum í orkuframleiðslu, orkusölu og orkudreifingu. Raunar er eignasafn bankanna fjöregg þjóðarinnar, nánast eins og það leggur sig og það er verið að leysa það í hendur erlendra stórfyrirtækja núna á meðan þú lest þetta.

Hvað þýðir það svo aftur? Jú, það er verið að koma okkur undir nýja lénsherra, erlendar samsteypur og banka, sem munu ráða ferð í essu samfélagi eftir það. Sjálfstæðið er á útsölu. Það eru engar ýkjur.

Tryggvi nefnir dæmi frá Finnlandi, þar sem þeir misstu meirihluta stæsta fyrirtækis síns ´´i hendur erlendra aðila í slíku uppgjöri og það fyrir slikk. Enn eru Finnar ekki að njóta góðs af því fyrirtæki og mest af hagnaði þess er fer enn úr landi.  Eru menn að sjá hvert ég er að fara? Eru menn að eygja forgangsatriðin í þessum hildarleik?

Eigum við að vera að tuða um hveð við hefðum átt að gera og hvort við eigum að vera í evrópubandalaginu eður ei? Eigum við að vera að benda á víxl á sökudólga í atburðakeðju, sem ljóst er að allir eiga sekt í?  Eða...eigum við að reyna að sjá til þess að Lýðveldið Ísland haldi áfram að vera á kortinu?

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2008 kl. 08:21

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fyrirtæki Finnanna er að sjálfsögðu NOKIA.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2008 kl. 08:24

15 identicon

Ég held nú að þessi "steinn sem þú stendur einn á í eyðimörkinni" Bjarni minn sé nú ekki alveg rétt lýsing hjá einum bréfritara hér. Þessi steinn er nefnilega stórt bjarg á þessu bjargi stend ég með þér ásamt tugþúsundum þjóðhollra Íslendinga, sem vilja verja sjálfstæði Íslands með öllum ráðum.

Svo finnst mér mjög ómerkilegt af einum úr ESB trúboðinu sem kallar sig "Páll" að kalla þig "vesaling" hér á bloggsíðunni þinni.

Eru þá þú og ég allir þeir sem með mjög sterkum rökum mæla gegn ESB aðild, VESALINGAR !

Þetta eru þvílík rökþrot og dæma sig alveg sjálf. Annað er að deila hart og takast á með sterkum orðum en þetta er bara heigulsháttur og viðkomandi kemur ekki einu sinni fram undir fullu nafni.

Hafðu þökk fyrir Bjarni Harðarson að standa á þessu bjargi og að berast því ekki með straumnum. 

Það er einmitt nú sem aldrei fyrr sem við þurfum á svona skörpum og heiðarlegum stjórnmálamanni eins og þér að halda.  

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 11:05

16 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Já, Gunnlaugur ég er þér sammála í því að við meigum ekki missa okkur út í dónaskap þó svo við séum ekki alveg sammál. 

Ég er sjálf ekkert fyrir ESB aðild, ég veit ekki alveg og hef ekki greina góð svör við því afhverju, en mér finnst það svona á umræðunni.   Okkar forfeður börðust ekki fyrir sjálfstæði til að gefa það upp á bátinn einn, tveir og þrír.  En mér finnst annað mál ef við færum í minnt samband við Normenn.  Hversu gáfulegt það er, veit ég ekki en tel það betri kost en Bandaríkin og allt Efrópusambandið.

Ég er Íslendingur og er stolt af því.  En ég er ekki stolt af þjóðerni mínu í dag, þar sem mér finnst fáir hafa troðið nafn okkar í sor og saur.  Ég er ekki stolt af þeim.  Ég hef ekki hunds vit á bankamálum og fármálum Íslands og var svo glær og grunlaus að treyst því að ráðamenn og aðrir vitringar gætu passað upp á mannorð okkar og auð.  En mér finnast þessir "vitringar" hafa brugðist trausti mínu.  Það eru margir "Vitringar" í þessum hópi og ekki bara bankamenn, heldur líka þeir sem áttu að hafa vit á að stýra þessu landi farsællega og af visku. 

Hvað ætli hafi orðið af þeirri visku sem þeir töldu okkur trú um að þeir hefðu???  Var hún kanski ekki til???

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 9.11.2008 kl. 12:40

17 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála þér eins og oft áður en það er ótrúlegt hvað brennuvargarnri sleppa vel í umræðunni hvert drottningarviðtalið á fætur öðru nú fer maður að skilja gildi þess að eiga fjölmiðil.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 9.11.2008 kl. 14:06

18 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ekki ætla ég að bera í bætifláka fyrir einstakra bankastjóra eða draga úr því hvaða þátt þeir hugsanlega eiga í efnahagshruni þjóðarinnar. En ég hef alltaf litið svo á að ef bankarnir starfa samkvæmt lögum, uppfylla starfsskilyrðin og regluverkið sem Alþingi setur þeim þá sé voða fátt sem hægt er að hengja þá fyrir. Ef þörf er á, sem ég ætla ekki að draga úr, að hengja einhverja þá koma þeir allir úr röðum stjórnmálamenna.

Menn geta bent á óráðsíu í bönkunum, rangar ákvarðanir, dómgreindarskort og að siðblinda hafi verið aðalsmerki þeirra -  en það er bara allt annar handleggur. Það er ekki hægt að kenna bönkunum um það hversu lítið og vanbúið fjármálakerfi þjóðarinnar var fyrir hrunið. Það er heldur ekki hægt að kenna bönkunum um að nú þurfi sex milljarða dollara lán til þess eins að freista þess að reyna að láta krónuna standa í lappirnar.

Þetta er langstærsta "tilraunaverkefnið" sem íslenska ríkið hefur nokkru sinni tekið þátt í -  og enginn veit heldur hvort komi til með að virka. Það á semsagt að bæta þessari risavöxnu rúllettu  ofan á þá mislukkuðu tilraunastarfsemi sem einkennt hefur íslenska fjármálastjórn frá árinu 2001. 

En mig langar Bjarni að fá svar við því; hvað þyrfti gjaldeyrisvarasjóðurinn að vera stór ef við værum með evru?      

Atli Hermannsson., 9.11.2008 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband