Hvar er nú IMF kórinn...

Við upphaf krísunnar gerðu stjórnvöld heiðarlega tilraun til að halda krónunni á floti án aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins - IMF. Þegar það síðan spurðist út að jafnvel ráðherrar vildu ólmir fara undir IMF þá sögðu Svíar og Rússar og kannski Kanar og Kínverjar líka; við skulum bíða eftir að IMF komi í þetta með ykkur. Semsagt ekkert lán nema IMF komi til líka...

Nú er ljóst að Evrópusambandslöndin ætla að gera allt til þess að við fáum ekki lán hjá IMF nema greiða fyrst upp Icesavekröfurnar sem íslenska ríkið ber þó enga ábyrgð á. Og málið komið í pattstöðu.

Kannski hefði verið betra ef að við hefðum við jafn alvarlegar aðstæður ríkisstjórn sem talaði einni röddu og fylgdi íslenskum hagsmunum í hvívetna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Kannski hefði verið betra að skoða hversu umdeild aðkoma IMF í asíukreppunni í lok tíunda áratugarins og erfiðleikum suður-Ameríku í byrjun þess níunda.

Langamma mín átti ágætis máltæki:  Í upphafi skyldi endirinn skoðast.

Axel Þór Kolbeinsson, 10.11.2008 kl. 12:39

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Allur IMF-pakkinn er aðeins og eingöngu til að bjarga krónunni og þá er allt annað ógert.

Sex milljarðar dollara gjaldeyrislán og vextir af því, öll skilyrði og kröfur IMF og sú auðmýking sem aðkoma IMF kostar okkur er aðeins og eingöngu til að koma krónunni á flot að nýju.

Ef engin væri krónan væri hér ekkert að gera fyrir Alþjóða gjaldeyrissjóðinn - og við gætum snúið okkur beint að uppbyggingunni þó allir aðrir atburðir hefðu orðið þeir sömu.

Helgi Jóhann Hauksson, 10.11.2008 kl. 12:41

3 identicon

Já var það ekki úrtöluliðið í Samfylkingunni sem heimtaði það að farið yrði skilyrðislaust fram á lán frá IMF. Og hvað skeði IMF byrjaði á að setja skilyrði um 50% hækkun stýrivaxta. Olía á eldinn. Ekki var þá hægt að benda bara á DO.

Samfylkingunni er alls ekki treystandi til þess að leiða þjóðina sína út úr þessum ógöngum, það hljóta allir að sjá. Þeir hafa ekkert gert og eru ekkert að gera.

Þeir hafa engar lausnir á bráðavandanum og það má einu sinni engar aðrar lausnir ræða, nema þessa einu ESB hókus-pókus leið þessa sértrúarhóps Evróputrúboðisns á Íslandi.

Nú sjáum við náðarfaðm Evrópusambandsins, það á að kúga okkur Íslendinga til þess að skrifa undir Versala samninga við Breta og Hollendinga fyrir atbeina ESB og Breta og Hollendinga. Þetta eru ennþá gömlu nýlenduveldin sem langar enn að seilast í auðlyndir okkar.

Ég held að nú verðið þið alþingismenn að skoða mjög vel þessar tillögur sem upp komu um helgina með einhliða upptöku annars gjaldmiðils fyrir þjóðina. Mér fundust þessi rök ákaflega sterk í þessari erfiðu stöðu sem þjóðin er í. Það þarf að leggjast yfir þetta af fullri alvöru og þá hvaða mynnt myndi henta okkur best.

Ég veit að hjá úrtöluliðinu í Evróputrúboðinu þá kemur alls ekki til greina að skoða neinar aðrar leiðir en þessa einu þ.e. skilyrðislausa og tafarlausa inngöngu í ESB.  

Þeir eru því algerlega óstjórntækir í hvaða Ríkisstjórn sem er vegna þess að það kemst ekkert annað að hjá þeim og þeir hafa ekkert annað fram að færa.

Þeir vonast til að geta notað sér ófremdarástandið til þess að nauðga okkur inní ESB hvað sem það kostar. Þetta er þeirra eina raunverulega stefnumál.  

Við þurfum að skoða fordómalaust hvort það er Evra, US dollar eða Norsk króna eða einhverjir aðrar gjaldmiðlar sem koma til greina.

Persónulega hugnast mér best að við tækjum einhliða upp Norska krónu. En ef niðurstaðan væri Evra eða US dollar þá verðum við bara að taka því og reyna að sameina þjóðina í því.

Þetta væri neyðarráðstöfun og hver sem mynntin yrði þá held ég að þjóðir heims myndu skilja það, sérstaklega þegar við útskýrðum það að margar vinaþjóðir okkar brugðust okkar á ögurstundu og svo brást alþjóðasamfélagið okkur þegar alþjóðastofnun eins og IMF tók þátt í því með ESB valdinu og Bretum og Hollendingum að neita okkur um lán og aðstoð nema með þeim afarkjörum sem bundið hefði okkur og komandi kynslóðir á skuldaklafa. Þetta getum við Íslendingar ekki látið bjóða okkur. Hættum við lánið.  

Að lokum ætla ég að vona að fólk fari nú að sjá í gegnum þetta botnlausa lýðskrum og þetta ESB villuljós Samfylkingarinnar !

Það hefur svo greinilega komið í ljós að þessum óþjóðholla flokki er alls ekiki treystandi til að vinna að hagsmunum þjóðarinnar.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 17:04

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Nú væri sniðugt, að fram færi spakviturleg umræða um, hverskonar klúbbur NATO er og hvern sjálfan D..... við erum þar að gera, ef vinaríkin (svonefndu) leggja sig undir líma til að koma okkur illa.

Mér er til efs, að nokkurt ríki hafi lagt eins mikið til varna Evrópu og Bandaríkjanna en við Íslendingar.

Það er við höfum lagt fram aðstöðu, sem gerðu það að verkum, að verulegur sparnaður varð í hervæðingu Vesturveldana.

Miðbæjaríhaldið.

Bjarni Kjartansson, 10.11.2008 kl. 18:18

5 identicon

Háttvirta Miðbæjaríhald!  Þú mátt ekki vera svona fljótur að gleyma.  Ætlarðu að hlaupa undan að vísu lítilgildri ábyrgð flokksins þíns og leiðtogans.  Vertu á varðbergi Varðbergsmaður og vertu stoltur af að tilheyra hinum staðföstu Íraksfrelsurum.

Ísland í nato, herinn kjurt!  (eða burt).

marco (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 19:27

6 Smámynd: Gerður Pálma

Nú er ljóst að Evrópusambandslöndin ætla að gera allt til þess að við fáum ekki lán hjá IMF nema greiða fyrst upp Icesavekröfurnar sem íslenska ríkið ber þó enga ábyrgð á. Og málið komið í pattstöðu. ......................-

Það er stórmerkilegt að einhverjum hugsandi manni detti í hug að íslenska ríkið beri ekki ábyrgð á ICESAVE ævintýrinu. Einkabankar, eru algjörlega á abyrgð ríkisins, því þeir eru eftirlitið og þeir gefa leyfin, það var ÖLLUM sem á einhvern hátt eru meðvitaðiur um fjármál, hvert stefndi, rétt eins og allir vita að það er einungis hægt að blása blöðru upp að vissu marki..síðan kemur stór hvellur.  Ef okkar stjórnvöld ekki VISSU hvað var í gangi er það mjög alvarleg staðfesting á kunnáttuleysi og þar af leiðandi getuleysi til fjármálastjórnar.  Á Íslandi er refsivert að keyra án bílprófs, það ætti að vera refsivert af alþingismönnum að vita ekki hvert þjóðarskútan siglir - endastöðin hýtur að verða strand, sjálfskapað stórslys.

Það er sömuleiðis merkilegt að ekki skuli heyrast tíst um þá erfiðleika sem ICESAVE hefur skapað hjá einkaaðilum erlendis og þann hroðalega mannorðsskaða sem við Íslendingar höfum orðið fyrir, það verður löng og ströng barátta að rétta það við.

Heimskulegt Mont eða Heiðarlegt Stolt... það er okkar val

Gerður Pálma, 11.11.2008 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband