Harðlífið finnur sér sökudólg...

Illugi Jökulsson bloggar á DV og þá líklega í boði Hreins Loftssonar. Hann er þar forsíðubloggari og oft hittinn eins og hans er von og vísa. En í dag skýtur hann yfir markið þegar Gísli Einarsson fréttamaður verður að skotspæni fyrir það að leyfa sér að brosa að brosa mitt í alvörunni.

Auðvitað er ástandið alvarlegt og sjálfur tek ég boðskap mótmælenda á Lækjartorgi mjög alvarlega. Mætti þar enda sjálfur. En alvara sem ekki þolir grín er ekki túskildings virði. Ég fékk ekki þá ímynd eftir frétt Gísla að það væri á neinn hátt verið að tala niður til almennings eða að gert væri lítið úr réttlátri reiði. Þvert á móti.

Ég hef verið gagnrýninn á það hversu lítið hefur verið sagt frá reiðinni og mótmælunum. Og ég hef ekkert horfið frá þeirri gagnrýni. Ég vil sjá meira með þetta gert. En það er nauðsynlegt að við brosum líka á alvörutímum og eggjakast er þessháttar gerningur að hann kallar jafnframt á að það sé gert.

Eitt það alvarlegasta í kreppunni nú er að fjölmiðlarnir eru allir á mála hjá útrásarvíkungunum sem eiga mesta sök á því hvernig komið er fyrir almenningi. Þar er DV engin undantekning og nær væri, Illugi, að þú bloggaðir um það...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hafði heldur ekki húmor fyrir Gísla.  Tek heilshugar undir með Illuga.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.11.2008 kl. 17:36

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Það sem er í gangi er að Íslendingar skrifuðu undir EES samninginn. Með honum fengum við sömu aðstöðu og ESBlöndin að mestu leyti. Það vissu stjórnmálamenn´og þeir sem notuðu þann samning. (ÞEIR ÁTTU AÐ VITA ÞAÐ, ENDA NOTAÐI “ÚTRÁSIN” ÞAÐ).

Með undirskriftinni gengust íslendingar undir það að íslendingum (...og íslenskum bönkum) væri ekki mismunað ( VEGNA ÞJÓÐERNIS).

Nú vilja ÍSLENSK STJÓRNVÖLD MISMUNA ÍSLENSKUM OG ERLENDUM SPARISJÓÐSEIGENDUM HJÁ SAMA FYRIRTÆKI!!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.11.2008 kl. 19:12

3 identicon

Jæja.  Er Illugi þá Baugspenni?  Þetta er þægileg og góð afgreiðsla að hætti hússins.  Ódýr og heldur ekki vatni né vessum.  Lastu greinina Bjarni eða sagði þér einhver frá henni?  Með þig getur maður aldrei verið viss.

marco (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 19:22

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Kære modtager,

Jeg er en Islanding. Jeg har været kunde i Roskilde bank i mange aar, naar jeg
boede i Danmark. Nu er jeg flyttet tilbage til Island og har boet her siden
2004.

Jeg vil gærne spörge om jeg kan igen have en konto i DK, hos jer?

Situasjonen her í Island er forfærdelig med denne værdilöse krone som vi har!

Et halvt aar siden var ein Dkr 11 isl.kroner, nu er den næsten 23!

Ingen her vil længere have denne toiletpapir for en valuta, saa jeg haaber jeg
kan have en konto hos jer?

Kærlig hilsen,
Anna Benkovic Mikaelsdóttir

PS; Mit CPR-numer i DK er 181163-2364

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.11.2008 kl. 19:58

5 Smámynd: Björn Birgisson

Illugi Jökulsson er skapandi og skemmtilegur penni, engum háður, nema eigin samvisku. Þeir sem halda öðru fram þurfa að leita sér aðstoðar.

Björn Birgisson, 10.11.2008 kl. 19:59

6 Smámynd: Viðar Eggertsson

Mér fannst aulafyndni Gísla ósmekkleg og niðrandi og als ekki við hæfi þegar fjallað var um mótmæli fólks sem sett hefur verið á vonarvöl og krefst réttlætis.

Gísli viðhafði óboðlega "fréttamennsku".

Viðar Eggertsson, 10.11.2008 kl. 20:20

7 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Bjarni Harðarson

Ég hef alla tíð verið mikill stuðningsmaður RÚV.  Hlutverk þess né gildi verið aldrei dregið í efa af mér.

Því þykir mér undarlegt að þú sem starfsmaður allra Íslendinga skulir ekki gera athugasemdir við það að það þyki sjálfsagt að RÚV, undirbjóði á sínum auglýsingamarkaði, verð allt að 70%.

Bara sú hamingja hjá útvarpsstjóra og þá þingmönnum sem það styðja, hlýtur að skekkja alla samkeppnismynd.  Það eru til lög í landinu um frjálsa fjölmiðlun - en samt sem áður fer ríkisvaldið beint á móti þeim lögum - með því að bola samkeppnisfyrirtækjum út af markaði.

Það er næsta óheilbrigður markaður sem er á hendi eins manns - félags - en RÚV með fulltingi alþingismanna á Íslandi, býr þá stöðu til.

Illugi hefur aldrei verið til sölu að mínu mati.

Gísli er fínn fréttamaður - en hann ekki fremur en nokkur annar er hafinn yfir gagnrýni og það má hafa skoðanirþ 

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 10.11.2008 kl. 20:40

8 identicon

Hef ekki lesið neitt eftir Illuga lengi, það er svo mikið hatur eða veit ekki hvað ég á að kalla það, í hans skrifum. Hreinlega nenni því ekki bara til þess að fara í vont skap. Honum getur ekki liðið vel, stráknum.

jp (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 20:46

9 identicon

Næsti laugardagur Verður Tími Skyrsins í Sellofan

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 20:48

10 Smámynd: Dunni

Mér fannst Gísli bara þrælgóður og alls ekki niðrandi á nokkurn hátt. Hins vegar var hegún þeirra sem hófu eggjakastið niðrandi fyrir þann öfluga hóp sem saman var kominn til að sýna hver örðum stuðning og hlýða á alvöruþrungna ræðumenn flytja bosðksap sem skiptir máli. 

Eggjakastarar skipta engu máli i samfélaginu.

Dunni, 10.11.2008 kl. 21:24

11 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Alma það vill svo til að RUV nær til allra landsmanna og ber skilda til þess. Hefur nokkur athugað hvort að auglýsendur sjálfir vilji auglýsa í læstum miðli sem að nær ekki til allra landsmanna. Nú þegar að kreppir að má búast við að fólk skeri niður hvað er skorið niður fyrst það eru liðir eins og áskriftir að lokuðum sjónvarpsstöðvum þá minnkar áhugin á að auglýsa þar. Ég sem auglýsandi myndi auglýsa í þeim miðli sem að ég teldi að næði til sem flestra

Jón Aðalsteinn Jónsson, 10.11.2008 kl. 21:33

12 identicon

Bjarni ! Hefurðu séð þýsku myndina Falsarann????

Þú ert nú meiri liðleskjan að þora ekki að senda Valgerði bréf í eigin nafni.

Hvílik gunga !!!

Heil og sæl Valgerður,

 

Þú varst ögn önug út í okkur flokksbræður þína yfir því að við minntum á, í bréfi 9. okt. s.l.að í þinni ráðherratíð sem viðskiptaráðherra voru bankarnir einkavæddir.

 

 

 

Samningur um sölu á tæplega helmingshlut ríkisins í Landsbanka Íslands hf. til Samsonar eignarhaldsfélags ehf. undirritaður á gamlársdag árið 2002. mbl.is/Kristinn

Það verður þó varla fram hjá því litið að á því ferli öllu berð þú mikla ábyrgð ásamt því regluverki sem bönkunum var ætlað að starfa eftir. Og minnast má þess að lengi vel var það stefna Framsóknarflokksins að selja ekki bankana og als ekki Símann og margir framsóknarmenn munu enn vera á þeirri skoðun.

Nú er úti ævintýr og bankarnir komnir aftur í þjóðareign. Nauðsynlegt er að spyrja hvað hefur þjóðin haft upp úr sölu bankanna og hvað mun hún kosta hana? Fyrir einkavæðingu var þjóðin talin með ríkustu þjóðum í heimi. Þjóðartekjur á mann með því besta sem þekktist. Þegnarnir yfirleitt efnahagslega sjálfstæðir og lífskjör hvergi jafnari en hér á landi. Ofurlaun þekktust ekki.

Hvernig er svo ástandið í dag, sem einkavæðingin skilur eftir? Allir bankarnir komnir í þrot. Af eljusemi og dugnaði höfðu þeir safnað erlendum skuldum er nema tólf til þrettán faldri ársframleiðslu þjóðarinnar. Allt sparifé okkar, sem var í vörslu þeirra var í uppnámi. Setja varð neyðarlög að næturlagi til þess að tryggja spariféð og eðlileg bankaviðskipti í landinu.

Mörg hundruð miljarða skuldabaggi er lagður á íslenska þjóð. Okkur finnsta því að þú mættir gjarnan hugleið hvaða áhrif þinn félagslegi og pólitíski framgangur hefur haft fyrir þjóðina og Framsóknarflokkinn. Og hvað um KEA og SÍS? Spyrja má hversu mikið landsbyggðin hefur liðið fyrir hrun Samvinnuhreyfingarinnar.

Síður en svo ætlum við þér alla ábyrgð á einkavæðingunni og afleiðingum hennar þótt þú kæmir þar verulega við sögu og margir bera ábyrgð á þróun samvinnumála hér á landi.

Framsóknarflokkurinn átti sinn góða þátt í uppbyggingu þess samfélags, sem hér náði að þróast á öldinni sem leið. Það samfélag byggði á blönduðu hagkerfi, sem hafnaði öfgum kapitalisma, sem boðaði að markaðurinn ætti að ráða öllu í heimi hér, jafnt og alræðissósíalisma var hafnað.

Með formensku Halldórs Ásgrímssonar hefst raunasaga Flokksins, sem endaði með fylgishruni. Halldór klifaði látlaust á því að breyta þyrfti stefnu Flokksins. Hann skipaði framtíðarnefnd. Jón Sigurðsson var ,, kallaður” til þess að hafa umsjón með þessari stefnumótun, ásamt Sigurði Einarssyni og Bjarna Ármannssyni, sem afþakkaði reyndar þetta boð.

 

Í þessari nýju stefnu fólst m.a. þetta:

 

1. Í stað þess að standa vörð um sjálftæði Íslands og fullveldi átti að gangast undir ESB- valdið í Brussel.

2. Í stað hins blandaða hagkerfis skyldi innleiða ,,frjálst” markaðhagkerfi líkt og í Bandaríkjunum og ESB.

3. Ísland átti að verða ,,alþjóðleg” fjármálamiðstöð og skattaparadís.

4. Frjáls innflutningur á landbúnaðarvörum, átti að vera forsend þess að flokkurinn næði fylgi í þéttbýlinu.

 

Allt var þetta í algjöri andstöðu við þau lífsviðhorf og gildismat þess fólks sem Flokkurinn sótti fylgi sitt til. Enginn studdi Halldór formann og þessa nýju stefnu af meiri alúð en þú, að okkur finnst. Þótt annar hver kjósandi hafi yfirgefið Flokkinn heldur þú áfram á braut, sem leiddi hrun yfir Flokkinn og hörmung yfir þjóðina. Ástandið hefði þó verið sínu verra ef vilji ykkar Halldórs og fyrirmæli um að leggja Íbúðarlánasjóð undir bankanna hefðu ekki verið hundsuð af ágætum flokksbræðrum okkar, Árna Magnússyni, Magnúsi Stefánssyni og Guðmundi Bjarnasyni. Enda nutu þeir, að við höldum, stuðnings annarra þingmanna Flokksins.

Þú innleiddir tilskipun ESB um raforkumál, sem kostar fólkið í landinu hundruð miljóna á ári hverju. Og þú orðaðir það svo fallega að þetta gæti verið fyrsta skrefið í einkavæðingu orkugeirans.

Og nú rekur þú áróður sem mest þú getur fyrir aðild að ESB og reynir að fiska málinu fylgi í guggug vatni svo ekki sé meira sagt. Því til viðbótar hefur þú og sumir af þínum fylgismönnum talað niður gjaldmiðil hagkerfisins, nokkuð sem er mjög alvarlegt mál.

Þá viljum við lýsa undrun og óánægju okkar yfir framgöngu þinni gagnvart sitjandi formanni Framsóknarflokksins. Við munum ekki annað eins.

 

Með framsóknarkveðju.

 

Gunnar Oddsson Flatatungu 560 Varmahlíð

Sigtryggur Jón Björnsson Birkimel 11 560 Varmahlíð"

Hermann Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 21:46

13 identicon

Þetta er alveg ótrúlegt, mikið ertu nú ómerkilegur Bjarni, en það er ekki hægt annað en að hlæja, lýðræðið fer í taugarnar á fíflinu, hann veit að góður meirhluti í framsókn vill aðildaviðræður við ESB en hann getur ekki þolað það, svo opinberar hann sitt skitlega eðli....

 hahahahahha

Páll (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 21:58

14 identicon

Hvort ert þú með harðlífi núna eða niðurgang Bjarni?

Soffía (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 22:13

15 identicon

Jæja nú er mönnum ekki stætt lengur, ber að taka pokann sinn og leggja af stað í nýtt ferðalag.

Ingólfur (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 22:18

16 Smámynd: Historiker

Fólk sem er á móti framförum á gjarnan í erfiðleikum við að tileinka sér tækninýjungar ... eins og t.d tölvupóst.

Historiker, 10.11.2008 kl. 22:18

17 identicon

Ég bara fatta þetta ekki með fölsunina.  Vinsamlegast útskýrið fyrir mér.  Hvernig vita menn að þarna var Bjarni á ferð?  Scrollast þetta niður af sjálfu sér kannski?

marco (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 22:24

18 identicon

Mér sýnist vera harðlífi í heilaberkinum á sumum...

Gunnar (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 22:30

19 identicon

það verður seint logið uppá framsóknarmenn og þá sérstaklega þingmenn, spillinguna eða þá afdalamennskuna að geta ekki sent einn tölvupóst skammlaust.  Manni dettur í hug að þetta sé sennilega ekki fyrsta propaganda-emilið sem er sent, enda kæruleysið greinilega mikið.  

p.s. Bjartsýnisverðlaunin fyrir að óska eftir við fjölmiðlana um að þeir nýttu bréfið ekki. hahahahahahaha

svanur (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 22:31

20 Smámynd: Karl Hreiðarsson

Það er gott að eiga samstarfsmann eins og þig Bjarni. 

Þú sagðir 20.okt síðastliðinn í umræðu um svokallaða óróamenn í Framsóknarflokknum:

Stundum læt ég mér detta í hug hvort þeir séu að gera þetta vísvitandi til að gera flokknum tjón og ef það er svo þá tel ég að þeim hafi orðið alveg ótrúlega ágengt.

Varstu sem sagt allan tímann þarna að tala um sjálfan þig?  Það er ekki annað hægt en að dauðskammast sín fyrir að þingmaður flokksins sem maður hefur stutt alla tíð skuli hegða sér svona.  En væntanlega ertu nú þegar búinn að segja af þér þingmennsku þó fréttirnar af því séu ekki komnar á vefmiðlana, annað væri grátbroslegt.

Hversu oft hefurðu annars beðið Ármann um samskonar viðvik?  Þú skrifar eins og þetta sé daglegt brauð að stofna svona netföng og koma einhverju sambærilegu á framfæri?

Karl Hreiðarsson, 10.11.2008 kl. 22:34

21 identicon

Æi þú ert nú meiri asninn þetta með bréfið .

En það var ekki það sem ég ætlaði að gagnrina þig fyrir ég vildi bara ráðleggja þér að koma til ársins 2008 og yfirgefa árið 1960 . Þetta sem er um að vera t.d. á austuvelli er í alvöruni þetta er ekki í ganni þu verður að skilja þó að þú sért svona langt á eftir að við viljum vera í nútímanum.

ESB er ekki lengur framtíð fyrir íslendinga hún er nútíð .

Við viljum öll kaupa íslenska landbúnaðavöru hún verður bara að vera á samkeppnislegu verði .

En íslenski bóndinn er svo nýungagjarn að hann er alltaf með nýustu tækin t.d. nú erum við að selja úreld landbúnaðatæki til Danmörku því að danskur bóndi þarf að hugsa um samkeppni já samkeppni en íslenskur bóndi getur alltaf sent reilinginn til okkar það er svona manna eins og þér að kenna .

hansi (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 22:36

22 identicon

Já betur hefðir þú sleppt feluleiknum í þessum bréfaskiptum Bjarni. En hvað sem öðru líður, þá er ég hjartanlega sammála bréfahöfundum um spillingaróþefinn sem að hefur loðað við Framsóknarflokkinn í alllangan tíma og að mínu mati kemst enginn flokkur með tærnar þar sem þið hafið hælana í þessum efnum.  Eitt finnst mér vanta í bréfaskrifin og það var þáttur Finns nokkurs Ingólfssonar. Að lokum vill ég óska flokki þínum alls hins versta og vonandi verður þessu fyrirbæri útrýmt í næstu kosningum.

kv. Einsi

Einar S. (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 22:37

23 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Valkvíði@ESB.is

Sendist bara eitthvað...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 10.11.2008 kl. 22:39

24 identicon

Vertu sæll Bjarni boy!  Good riddons! 

marco (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 22:40

25 identicon

Ágætt að fá loksins á hreint til hvers þessir aðstoðarmenn þingmanna eru.

Og hvað þingmenn eru að bauka meðan Ísland sekkur.

H. (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 22:43

26 identicon

'otrúlegt að vera með pistla yfir óheiðarleika annara og vera svo verstur af þeim öllum

Gangi þér vel og ég meina það

Kristín (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 22:46

27 identicon

Taktu nú greiðann af "óróamönnum framsóknarflokksins" að ýta þér frá. Guðni verður bara að standa á eigin fótum.

Þú færir ekki framsóknarflokknum atkvæði með öðrum leiðum.

......nafnlaus (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 22:53

28 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Harðlífi hvað?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 10.11.2008 kl. 22:57

29 identicon

Það er vandalaust að sparka í liggjandi mann. Þetta sem Bjarni gerðist sekur um er svo vitlaust að það tekur því ekki að vera bölsótast út í hann. Hann og Guðni formaður eru ótalandi á erlend tungmál en halda sig samt geta staðið vörð um Ísland. Skrítið að Framsóknarflokkurinn mælist ekki lengur  þegar þingmenn hans kunna hvorki að tala ensku né senda tölvupóst. Vona að Bjarni finni sér góðan bás í fjósinu til að tala sitt mál við þá sem það skilja og vilja hlusta

Tómas (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 22:57

30 identicon

Bjarni!
Ertu hissa á því að almenningur í landinu álíti þingmenn fífl?

http://www.visir.is/article/20081110/FRETTIR01/652092427

Sigurður Ágústsson (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 23:08

31 identicon

Ósmekklegt að vera alltaf að tala um fjós og Framsókn í sömu andrá. Kýr eru miklar skírleiksskepnur enda tilbeðnar af milljónum. Það er meira en sagt verður um Framsóknarflokkinn. Við því ræksni lítur enginn maður.

Kúasmali (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 23:10

32 identicon

Samt eitt í þessu, til hvers eru þessar klausur í tölvpóstum sem benda manni á að pósturinn sé einungis ætlaður " einhverjum " og ef maður er ekki sá maður þá á maður að eyða póstinum. Ég veit að 365 eru með svona klausu í pósti allra starfsmanna en þeim er þá víst sama þó að maður fari með póst frá starfsmanni þeirra sem manni gæti borist í misgripum hvert sem er.

Ég er ekki að verja þessar gerðir Bjarna en finnst þá bara best að sleppa þessum klausum þær kosta bandvídd, margt smátt gerir eitt stórt.

Viggó (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 23:17

33 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

hvar er Bjarni?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 10.11.2008 kl. 23:21

34 identicon

Samsæri og skítaplott þingmanns gegn varaformanni sínum er bara alltof stórt mál til að henda í ruslið.  Gætið þess að hér fer álitsgjafi sem hefur í sífellu reynt að setja sig á siðferðilega háan hest.

Svo segir kallinn: "Þetta mætti skiljast....... ekkert hafði verið ákveðið um að senda þetta á fjölmiðla....fjölmiðlum að kenna...blablabla.

Hann ætlar sér að sitja áfram og rugla sig útúr þessu.

Ég tók þá afstöðu að vera ekki að sparka í stjórnmálalegar leifar Bjarna Harðarsonar en eftir að hafa heyrt viðtalið á RUV varð mér ljóst að hann gerir sér ekki grein fyrir pólítísku andláti sínu og því nauðsynlegt að benda honum á það svo hann geti hvílt í friði.

Go to the light Bjarni boy, go to the light!

marco (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 23:26

35 identicon

Það þarf að róa að því að losna við illkvendið hana Valgerði Sverrisdóttur,hún er ekki traustsins verð,og hefur aldrei verið.

Jenzen (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 23:27

36 identicon

Sæll Bjarni,

Alveg finnst mér nú ótrúlegt að á þessum síðustu og verstu tímum hafi Framsóknarmenn ekkert betra við sinn tíma að gera en tæta skóinn hver af öðrum.  Ert þú ekki að átta þig á því hvað er í gangi hérna maður?  Væri tíma þínum ekki betur eytt í að sinna aðhaldi við þau öfl sem stjórna þessu landi og eru ráðalaus? Nei, það er um að gera að dunda sér við það á kvöldin að stinga flokksystur þína í bakið, þið eruð ekki það mörg eftir að það eru um að gera að okkur þ.e síðustu Framsóknarmennina í dalnum frá ykkur.  Þetta var allavega það sem fyllti mælirnn hjá mér og það er ekki séns í helvíti að ég kjósi ykkur aftur.  Réttast væri fyrir ykkur þrjú þ.e þig,Guðna og Valgerði að fara aftur heim í sveitina og hleypa að skynugra fólki sem lifir í nútímanum en án efa munuð þið ekki þekkja ykkar vitjunartíma frekar en aðrir pólitíkusar á þessu skeri.

Það hefur verið nóg af smjörklípum í gangi undanfarna daga og frábært framlag hjá þér að bæta einni við sem beinir eingöngu sviðsljósinu frá því sem skiptir máli.

Jæja, það er allavega komið eitt gott atriði í áramótaskaupið.

P.s

Hvernig datt þér í hug að ætlast til þess að fjölmiðlar eyddu þessum pósti eins og ekkert væri?  Hugsið þið allir eins þessir blessuðu álfar á þingi sem eruð nýbúinn að kvarta yfir því að hafa ekkert að gera?

Jói (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 23:35

37 identicon

Nú sést spillínginn í hnotskurn...Segðu af þér Bjarni.Það er þér og framsókn fyir bestu.

Jósef Smári Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 23:47

38 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég hló upphátt þegar Gísli át eggið en þá hafði ég ekki hlegið upphátt í margar vikur.

Rétt á undan ritskoðun er vitnað í tilfinningar almennings. Einhverjum er misboðið, mjög mosboðið. Hann kvartar og kveinar og safnar liði. Liðið reynir svo að verða að liði í baráttunni gegn þeim sem særa tilfinningar almennings. Bloggheimar loga vegna "villandi" fréttaflutnings, fréttamenn náðu víst ekki andanum og stemmingunni og svo vogar Gísli sér að leggja heilaga reiðina við hégóma.

Benedikt Halldórsson, 10.11.2008 kl. 23:53

39 identicon

Segðu af þér drengur. Það er það eina í stöðunni fyrir þig. Hvað ertu annars að gera á þingi? Veistu ekki hvað hefur verið að gerast síðustu vikur? Þú ert nú meiri hálfvitinn, kominn á þing og bara næs djobb og svona en þú klúðraðir því... og líklega aulalegasta klúður sem sögur fara af Bjarni.

Far vel.

Ágúst (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 23:53

40 identicon

Bjarni, það verður ALDREI tekið mark á þér framar. Ég gerði það svo sem ekki áður en þetta kom upp. Þú ert spiltur og óheiðarlegur. Ja, bara siðleysingi.
Segðu af þér strax, þjóðin á betra skilið en að þú fyllir þingsæti á Alþingi. Það er sorglegt að þú ert ekki sá eini á Alþingi sem svona er ástatt fyrir. Er nema vona að hér sé allt á heljarþröm þegar þessu er  öllu stjórnað af andlegum hálfdrættingum.

Snautaðu Bjarni.

Arnold (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 00:19

41 Smámynd: Stefán Bogi Sveinsson

Vildi kvitta fyrir innlitið. Kær kveðja.

Stefán Bogi Sveinsson, 11.11.2008 kl. 00:26

42 identicon

Það eru tvenn mistök sem þú gerir.  Þú áttir bara að segja þetta við hana beint ef þú taldir rétt að rifja þetta upp(ég tel það reyndar óþarft því við vitum sekt hennar í málinu).  Hin mistökin eru að vera í flokki sem þú ert ekki sáttur við stefnuna sem flokkurinn kýs að fara (þ.e. einkavæðingu þessara fyrirtækja o.fl.).  En því  miður erum við mörg sek um það.  Vonandi verður breyting hjá okkur flestum með það í næstu kosningum og við kjósum þá sem við teljum verða landinu til heilla.

Anna María (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 00:55

43 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Þeir sem sjá sín mistök í þessum hagfræðilega thriller verða metnir menn með mönnum. Við þurfum að sjá fram á veginn þó það sé ekki auðvelt eftir þessi sorglegu mistök núverandi valdhaf. Það er ekki auðveld framtíð sem bíður almenningi á næstu 12 mánuðum, alls ekki. Ég vill ekki koma hér fram með hvítann sannleika eða fægjaðann því sannleikurinn er orðin töluvert svartur og alls ekki vænlegur hinum almenna íslendingi.

Það verða eflaust öflugri mótmæli á laugardag en við verðum að halda aftur af uppþotum eða slagsmálum, við verðum að fá að nota okkar rétt sem eru kosningar um leið og aðstæður leyfa.

Ég veit ekki hvort það er um seinann að bjóða UK. og Hollendingum hlutabréf í bönkunum uppí skuldir þeirra en við verðum einnig að hafa það í huga að það getur kostað mun meira að verja ísk, en að afhenda norðmönnum okkar efnahagsmál sem dæmi. Við gætum beiðið aðrar þjóðir um þessa aðstoð en við höfum hreinlega ekki bolmagn til að fara í allar þessar lántökur til að verja þjóðarhag. Þeir mega taka alla einstaklingana sem eru ábyrgir í pannt og geyma þá fyrir okkur í skuldafangelsi meðan við komum okkur uppúr þessari kreppu. Ég mun persónulega ekki sjá á eftir neinum þeirra aðila sem komu okkur í þessa stöðu, hvort sem það eru bankastjórar- eða stjórnendur, þeir mega einnig taka stjórnmálamennina með uppvöskunardrengi á upptökuheimilinu, við vitum hvað stjórnvöld voru tilbúin að greiða Breiðuvíkurdrengjunum fyrir sína freslissviftinug, og það má alveg fara illa með þá í leiðinni. Við segjum bara að það hafi verið illa farið með þá og bjóðum þeim svo eftir 8 ár að koma heim og vinna við að kenna úr þeim kennslubókum sem verða búnar til uppúr þessu öllu saman.

Friðrik Björgvinsson, 11.11.2008 kl. 01:31

44 Smámynd: Björn Birgisson

Hægfara slátrun innanfrá

Einhverju sinni átti Framsókn erindi inní Íslenskt þjóðlíf. Þeir tímar eru löngu liðnir. Sveitafólkið hefur jafn mikla skömm á flokknum og smáborgararnir í 101. Þessi samskipti Bjarna Harðarsonar, um nafnlausan millilið, sýna best kærleikinn í miðjumoðinu. Dauðinn tekur á sig ýmsar birtingarmyndir. Hér hefur Bjarni Harðarson tekið sig af lífi pólitískt innan eigin flokks. Einnig framlengt sláturtíðina á þessu hausti, með hægfara og sársaukafullri slátrun innanfrá á eigin flokki. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast gengins miðjumoðs, er bent á að styrkja íslenska bændur í viðleitni þeirra til að fæða þjóðina.

Björn Birgisson, 11.11.2008 kl. 01:37

45 identicon

Þetta var nú ekki nógu gott hjá þér Bjarni að kunna ekki að senda tölvupóst.

Hinsvegar allt rétt sem stóð í þessu bréfi um kerlingarófétið hana Álgerði. Ég er líka alveg sammála því að Halldór rústaði Framsóknarflokknum. Þetta er mesti glæpahundur og fúlmenni sem hefur poppað upp í spillingarstjórnmálasögu Íslands.

Þú varst örugglega ágætur Framsóknarmaður þangað til þú fórst á þing Bjarni. Hafði oft gaman af þér í þáttunum hans Egils hérna um árið. Vandamálið að fólk verður rosalega fljótt spillt, rotið og siðblint þegar það það kemst inn á Alþingi og þú féllst í þá gryfju. Ferlega ljótt að nota aðstoðarmennina á þennan hátt.

En nú þarf fólkið í landinu sem þú ert (ennþá) í vinnu hjá og borgar launin þín sem betur fer varla að gera það mikið lengur.

p.s. vona þér sé sama þótt ég sé nafnlaus.

hp (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 01:44

46 identicon

Æi auðvitað er þetta klaufalegt.

En mér þykir nú óþarfi að hengja manninn.

Þetta bréf er ekki frá honum heldur tveimur flokksbræðrum hans frá Varmahlíð.

Þeir hafa beðið hann að senda þetta á Valgerði og á fjölmiðlana en Bjarni ekki viljað gera það í sínu nafni sem er skiljanlegt.

Þetta er helvíti óheppilegt, en Bjarni er góður maður. Ekki hengja hann fyrir þetta, og passið ykkur hvað þið segið á netinu.  

Begga (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 02:05

47 identicon

Munið líka að hann á konu og fjögur börn sem lesa þetta

Begga (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 02:07

48 identicon

Sæll Bjarni, þú varst aðeins of seinn, þú áttir auðvitað að loka á athugasemdir eins og Björgvin-viðskiptis og jafnvel setja vefinn í yfirhalningu fram að næstu kostningum.

En ég er sammálu þessu með Álgerði, það er svört í henni sálin og Haldóri-einusinni líka.

steini (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 02:45

49 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hildur Helga Sigurðardóttir, 11.11.2008 kl. 03:05

50 Smámynd: Tryggvi Hübner

Láttu þetta ekkert fara neitt með þig Bjarni.

En þú verður að kannast við þetta.

Það þýðir ekkert annað.

TH

Tryggvi Hübner, 11.11.2008 kl. 04:38

51 identicon

Bjarni, segðu af þér.

Johann (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 06:38

52 identicon

   Omerkilegra getur það varla orðið, segðu af þer.

Hörður Mar Karlsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 07:24

53 identicon

Verandi Framsóknarmaður sjálfur blöskrar mér framkoma þín Bjarni, ef rétt reynist. Það að áframsenda innanbúðar gagnrýni til fjölmiðla er slæmt, það að gera slíkt í skjóli nafnleyndar (sem tókst ekki) er lúalegt. Ég vona að þú sjáir sóma þinn í því að gera það sem rétt er og ekki skýla þér bakvið "...hvatvísi og hálfkæring...", slíkt er ekki á færi fullorðinna mann sem vilja leika sér á vetvangi landsmála.

Fannar Karvel (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 07:35

54 Smámynd: HP Foss

Auðvitað var þetta ekki nógu gott hjá Bjarna en bliknar við hlið allra mistakanna sem Valgerður hefur gert í gegnum tíðina.

Svo maður tali nú ekki um helv kratana.

Áfram Bjarni- láttu ekki þetta buga þig.

HP Foss, 11.11.2008 kl. 08:26

55 Smámynd: Sævar Einarsson

Lúalegt smúalegt, að mínu mati átti frú Álgerður þetta alveg skilið, við skulum ekki gleyma því að þessir 2 flokkar bera mestu ábyrgðina á því ástandi í þjóðfélaginu í dag, með fullri virðingu fyrir þér Bjarni, láttu ei bugast.

Sævar Einarsson, 11.11.2008 kl. 08:35

56 identicon

Þá er það búið hjá þér Bjarni (Segðu af þér drengur) Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem maður skammast sín fyrir að vera Framsóknarmaður fyrra sinnið var þegar fyrrverandi þingmaður gekk frá borgarfulltrúa í Reykjavík,er þetta ekki skítlegt-eðli eða hvað.

Hannes (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 08:54

57 identicon

Það er alveg rétt að þessir tveir flokkar bera ábyrgðina og ég er ekki að afsaka Valgerði á nokkurn hátt, hitt er svo málið að frá mínum bæjardyrum eiga Framsóknarmenn að bera höfuð og herðar yfir aðra og sýna hvernig gera skal. Við eigum að leiða með fordæmi og ekki falla í skítinn með hinum.

Fannar Karvel (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 09:08

58 identicon

Ég, sem íbúi þessa lands, krefst þess að þú segir af þér þingmennsku vegna þeirrar siðblindu sem þú ert haldinn. Það er enginn þörf á pólitískum mótherja þegar maður á slíkan samherja. Ég velti því líka fyrir mér hvað aðstoðarmaður þinn hefði gert ef tölvupósturinn hefði ekki líka farið á fjölmiðla. Hefði hann orðið við beiðni þinni og er þetta hlutverk aðstoðarmanna þingmanna að dreifa skít um samherja eða andstæðinga. Óska eftir svari frá aðstoðarmanni þínum.

Benedikt Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 09:35

59 identicon

   Menn geta ekki komist undan theirri abyrgd hvernig var stadid ad einkavædingu bankanna, sem er ad morgu leiti rot vandans i dag. Bankamenn eru bunir ad haga ser einsog kalfar a vori og thad er med olikindum sem Islendingur busettur erlendis ad hafa sed yfirmenn flokkanna med stjorum bankanna a erlendri grund sidustu ar ad segja vid tharlendra fjarfesta ad allt se i besta lagi a Islandi !

 Greiningardeildir bankanna voru einskonar ahrodurdeildir og lokkudu folk i faranleg og ahættusom lan, yfirmenn voru med afleidutengta bonusa og svifust einskins  til ad hækka gengi bankanna ..og vid sjaum adeins brot af thvi sidleysi og spillingu sem hefur vidhafst i bonkunum.  

   Annars finnst mer ad thingmenn ættu ad eyda timanum i ad reyna ad bjarga thjodarskutinu eda tha vikja ( virdast alveg getulausir i thessu gjorningarvedri). Thad er allt a leidinni til helvitis a Islandi og ef ekkert verdur gert innan tidar verdur algjor upplausn i thjodfelaginu.

Ml kvedjur....

Helgi Bjornsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 09:36

60 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Látu herfuna ekki beygja þig Bjarni. Hún er sú sem á að víkja og raunar á að draga hana fyrir rétt.  Það er efni bréfsins, sem ber að ræða hér. Stattu á þínu kall þótt þú hafir farið ansi klaufalega að ráði þínu. Hrokaviðtalið við hana mun snúa fólki á sveif með þér. Nú ert þú frjáls til að segja hug þinn um það sem íþygir.

Þeir sem saka þig um siðblindu eru algerlega blindir sjálfir. Þú gerðir það sem var rétt á rangan hátt. Thats all.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2008 kl. 09:43

61 identicon

Stattu þig Bjarni, láttu ekki spillta framsónarmenn brjóta þig niður

rúnar (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 09:51

62 identicon

Sæll félagi Bjarni. þrátt fyrir það sem þú hefur látið frá þér fara, þá máttu nú eiga það að þú ert maður með meiru að segja af þér Embætti. Það væri gaman ef aðrir alþingismenn eða ráðherrar hefðu smá snefil og segðu af sér. Stattu þig. kv Sigtr Mag.

Sigtryggur A Magnússon (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 14:20

63 identicon

Voðaleg kvenfyrirlitning er það að kalla Valgerði "herfu" þó að menn séu henni ekki sammála í pólitík.

Ég hef heyrt að þetta bréf sé í raun runnið undan rifjum Bjarna. Þess vegna hafi hann verið milliliður við þann gjörning að koma því í fjölmiðla. Þarna átti að koma höggi á Valgerði í gegnum aðra. Eða kunna skagfirskir bændur ekki á tölvupóst heldur?

Hvort sem er, þá er þetta ómerkilegt. Þingmaður sem er ósammála flokksforystu á að vera maður til að segja það upphátt, en ekki misnota til þess aðstoðarmenn sem eru á launum greiddum af skattborgurum þessa lands.

Anna (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband