Skrípó fjölmiðlar

Ekki get ég nú kvartað yfir að fjölmiðlar vilji ekki tala við mig - hvorki nú né heldur fyrir hina dramatísku atburði vikunnar.

En fjölmiðlar eru skrípalega mikið á mála hjá Samfylkingunni. Nú var fyrsta frétt hjá Stöð tvö að Ingibjörg Sólrún vilji í ESB. Svaka frétt. Og ein aðalfréttin hjá RÚV að það standi til að skera niður í Utanríkisráðuneytinu. Staðreyndin er samt sú að meint niðurskurðartillaga Ingibjargar Sólrúnar gerir ráð fyrir meiru í málaflokkinn heldur en er ráðgert að fari í málaflokkinn á yfirstandandi ári.

Það er enginn vandi að leggja bara til nógu galna hugmynd í upphafi og skera hana svo niður. Og ef maður er með alla fjölmiðla í bandi verður þetta enn auðveldara.

Á blaðsíðu 268 í fjárlagafrumvarpinu frá í haust kemur fram að útgjöld Utanríkisráðuneytis voru um 7,5 milljarður 2007, verða 8,9 samkvæmt síðasta frumvarpi og það er reiknað með 11,4 milljörðum í frumvarpinu. Það er talan sem Ingibjörg ætlar að skera niður um 2,3 milljarða. Allt er þetta galskapur hinn versti og vel hægt að skera þessi útgjöld niður í alvörunni, a.m.k. niður í það sem var í Valgerðartíð 2007!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Góður Bjarni

Jón Aðalsteinn Jónsson, 12.11.2008 kl. 21:09

2 identicon

Þessir fjölmiðlungar éta bara upp hlutina hráa og æla þeim aftur út úr sér í fyrirsögnum.

það verður gaman að sjá hvort þeir þora að viðurkenna að ISG hafði þá að fífli á þessum blaðamannafundi.

Eini blaðamaðurinn sem ráðinn er til að skrifa fréttaskýringar er sérstök málpípa Gamla Sjálfstæðisflokksins => Bragadóttir Agnes.

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 21:22

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Utanríkisráðuneytið á það sameiginlegt með fyrirbrigði sem kallast æxli að það er haldið ofvexti. Ingibjörg ætti að hugleiða það.

Einn  helsti stuðningsmaður  ríkisstjórnarinnar  í blaðamannastétt rökstyður að undirlægjuháttur Ingibjargar sólrúnar Gísladóttur við Breta jaðrii við landráð sjá hér:

Sigurður Þórðarson, 12.11.2008 kl. 21:32

4 identicon

Þetta er rétt hjá þér, Bjarni, með Samfó og fjölmiðlana og sérðu hvað fréttamenn eru gjörsamlega úti í móa að skoða ekki svona augljósa hluti eins og þú bendir á.

Eins og Einar Már Guðmundsson sagði á ágætum fundi um daginn. "Það er bara þrennt sem Samfylkingin hefur látið út úr sér síðustu vikurnar, það er ESB, evra og Davíð"

Það vantar tilfinnanlega góða fréttamenn. Það er enginn gæðastimpill þó þeir hafi sótt námskeið í "hagnýtri fjölmiðlun."   Hagnýt fyrir hvern? 

101 (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 21:35

5 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Heill og sæll Bjarni.  

Atburðir síðustu vikna benda til að ekki þurfi bara að  endurræsa sumt í efnahags- og stjórnkerfinu okkar heldur líka þá umgjörð sem fjölmiðlum er búin. Til að gera það þarf trúlega að endurskoða samkeppnislögin til að fyrirbyggja fákeppni, of mikinn samruna sem og að endurskoða útvarpslögin og þann ramma sem RÚV vinnur eftir. Því miður hefur skort skýra framtíðarsýn stjórnmálaflokkanna í þessum málaflokki og skyndiplástrahugsunin er allsráðandi. Sjá meira HÉR.

Bestu kveðjur,

Ragnar Geir Brynjólfsson, 12.11.2008 kl. 21:59

6 identicon

Það er alveg merkilegt hvernig þið Framsóknarmenn nennið að djöflast endalaust í Samfylkingunni. Ingibjörg Sólrún hefur staðið sig með miklum sóma í starfi sem utanríkisráðherra en því miður hefur farið alltof langur tími í að eltast við þetta helvítis gæluverkefni ykkar óg Íhaldsins frá því í síðustu ríkistjórn. Það er alveg sama hvernig þið reynið að hvítþvo ykkur af ástandinu sem er í þjóðfélaginu í dag það tekst ekki. Framsókn og Íhaldið eru höfundar af því og eiga það skuldlaust og ekki síst hún vinkona þín Valgerður. Ég vil óska þér til hamingju með að hafa sagt af þér og ég vona líka að formaðurinn þinn geri slíkt hið sama. Ef að þessi blessaði flokkur á að eiga einhverja lífsvon þá þarf hann að hreinsa út og hleypa að fólki sem lifir í nútímanum og er tilbúinn að fara að vilja fólksins í landinu. Ég vona líka Bjarni minn að þú hafir vit á því að hætta alfarið í stjórnmálum og haldir þig við að selja bækur.

Peðersen (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 23:13

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Held að þetta sé rétt hjá þér Bjarni!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.11.2008 kl. 23:22

8 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Peðersen!  Hver er vilji fólksins í landinu?

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 12.11.2008 kl. 23:26

9 identicon

Ég býð mér sjálfur í það sem ætti að vera pólítísk erfidrykkja en ætlar að snúast upp í kjaftbrúk líksins. 

Meira að segja Jesús lá í gröfinni í þrjá daga.  Hann lét að vísu krossfesta sig en þú þóttist vera dauður þegar þú sást hermennina birtast.

marco (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 23:47

10 identicon

Það er satt, fjölmiðlar eru ótrúlega hallir undir Samfylkinguna. Verst er þó Fréttablaðið í þessu, en blaðið er stundum eins og flokksblað Samfylkingar, en það heldur reyndar mikið upp á forsetann Ólaf líka.

Máni Atlason (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 00:35

11 identicon

Bjarni litli

 Er ekki nærtakast fyrir þig, drengur, að halda þig bara sem lengt upp í sveit og láta lítið fyrir þér fara þar með bændum og búaliði, Guðna og co.

Þú ert ekki marktækur í nokkurri umræðu enda búinn að sýna af þér meira sið-og dómgreindaleysi og heimsku en sést hefur áður hér á landi.  

Haltu þig til hlés og hvíldu þinn smámælta strigakjaft á meðan við hinir reynum að blása lífi í flokkinn.  Þú hafur skaðað nóg.

Gangi þér vel.

Socrates (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 04:55

12 identicon

P.S. Notaðu tímann og farðu á töluvnámskeið. 

Þeir hljóta að kunna þetta þarna í sveitinni líka þó það hafi farið fram hjá þér.

 Eða biddu aðstoðarmann þinn fyrrverandi að lóðsa þig í gegnu basic.

Gangi þér vel.

Socrates (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 04:57

13 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Bjarni ég er stolt af þér og finnst það líka gott að þetta marg umrædda bréf fór svona langt.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 13.11.2008 kl. 07:46

14 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Já, er ekki heiðarlegra að senda bréf undir nafni??  Ég veit ekki hver vinnubrögðin eru þarna uppi á þingi en einhvern veginn lak líka samtal Darling og Árna Matt.  Hvernig ætli það hafi lekið???  Fjölmiðlar eru auðvitað gagnrýniverðir ekki bara fyrir lélegan fréttafluttning, heldur einnig fyrir æsifréttaflutining.  Af hverjur er ekki rannsakað betur hvað er að gera í þjóðfélaginu, af hverju er ekki til góðir rannsóknarblaðamenn hér í landi?  Eru þeir kannski til en hafa ekki vinnu??? Eða hvað er að?? Vitið þið eitthvað um það?

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 13.11.2008 kl. 08:18

15 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það má bæta því við að þessi fyrirhugaði niðurskurður í utanríkisþjónustunni verður að langmestum hluta í þróunaraðstoð, þannig að fastur kostnaður vegna elítunnar eykst því nokkuð samkvæmt þessum upplýsingum.

Það er svo spurning hvort þetta verður góð landkynning.

Magnús Sigurðsson, 13.11.2008 kl. 09:47

16 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Bjarni mig langar að reyna að koma á þig leyrburð sem ég samdi á dögunum, önnur er ekki fullkláruð, síðan er ein tileinkuð Björgúlfi.

Láttu ekki á þig fá

Þó hugurinn þinn sé á reiki

hvað það er sem annar má

líf þitt er veruleiki.

Gerðu aldrei ekki neitt en ef þú getur frestað því um einn dag, gerir þú allt miklu betur.

Björgúluf:

Sýndu mér og sjálfum mér

að þú greiðir hallann

segi þér og sjálfum mér

hvað við skulum kallann.

Einn Hollenskur málsháttur í lokin:

Margt smátt gerir lítið eitt.

Friðrik Björgvinsson, 13.11.2008 kl. 23:40

17 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Björgúlfur:

Sýndu þér og sjálfum mér

að þú greiðir hallann,

Segi þér og sjálfum mér

hvað við skulum Kallann.

Friðrik Björgvinsson, 13.11.2008 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband