Fjölmiđlamenn á mála hjá útrásarvíkingum

Ţađ er vissulega svo ađ formleg völd samfélagsins liggja hjá stjórnmálamönnum og víst brugđust stjórnmálamenn ekki síđur en fjölmiđlarnir. En stjórnmálamađur sem ekki nýtur sanngirni fjölmiđla er í okkar nútíma samfélagi algerlega máttlaus til verka. Sjálfur hef ég veriđ í hópi ţeirra sem átt hefur frekar greiđa leiđ ađ fjölmiđlum en ţó brá mér nokkuđ í brún fyrir ári síđan ţegar ég árangurslaust reyndi ađ koma ađ varnađarorđum í efnahagsmálum og stóđ ţá á ţeim palli ađ vera einn ţriggja fjárlaganefndarmanna stjórnarandstöđunnar. Fjölmiđlar höfđu einfaldlega ekki áhuga á svartsýni á ţeim tíma enda ţjónađi ţađ ekki hagsmunum ţeirra. Ekki nema viđkomandi vćri til í ađ benda patentlausnir eins og ţćr ađ Ísland ćtti ađ ganga í ESB.

Ég vil trúa ţví ađ í úttekt á spillingu og ofurgrćđgi undanfarinna ára verđi grafist fyrir um alla anga ţess máls. Einnig hvernig útrásarvíkingar keyptu fjölmiđlamenn til fylgilags og gerđu sjálfir út menn inn í stjórnmálin til ađ ota sínum tota. Bersýnilegast ţar er framganga nokkurra borgarfulltrúa í erindum FL group í máli sem kennt er viđ REI. En slík úttekt bíđur síns tíma.

Sjá nánar í pistli undirritađs á fréttasíđunni AMX, hér http://amx.is/pistlar/1157/


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega rétt hjá ţér Bjarni.  Myndi forseti vor neita ađ skrifa upp á sams konar fjölmiđlafrumvarp í dag eins og hann gerđi áriđ 2004?  Ég veit ekki hvort ţađ hefđi skipt yfir höfuđ máli.  Ţađ sést enn í dag ađ t.a.m. Fréttablađiđ/visir.is og Morgunblađiđ/mbl.is hvernig fréttaflutningur er misjafn á milli miđlana ţar sem hagsmunir eru greinilega í húfi.  DV máliđ í dag er bara andskotanum ótrúlegt og ţar fékk mađur firringuna meira í ćđ en mađur vildi.  En vonandi mun einhver hreinsun eiga sér stađ.  Heyrđi svo í Birni Bjarnasyni á Hrafnaţingi í kvöld.  Hann tók sem dćmi faglegan mun á milli íslenskra og erlendra blađamanna á Iđnó fundunum frćgu međ Geir og Björgvin G.  Vill meina ađ fagmennsku íslenskra blađamann sé almennt bágborin.  Ég spyr, hvađ ţarf t.a.m. blađamađur hjá DV ađ hafa til brunns ađ bera?  Geta spurt réttra spurninga?  Greint mál og sett atburđarrás í samhengi?  Eđa bara vera nasty innan ramma laganna.  Svariđ felst líklega í hvađ eigendum blađana finnst. 

Einar Áskelsson (IP-tala skráđ) 15.12.2008 kl. 22:05

2 identicon

Ekki alveg ţađ sem ég var ađ ýja ađ, en hugmynd, samt ekkert sérstaklega góđ, er ţađ?

Einar Áskelsson (IP-tala skráđ) 15.12.2008 kl. 23:07

3 Smámynd: Sigurđur Ţórđarson

Ţeir borga fúslega prófkjörsbaráttu ţóknanlegra. Ţess utan hefur mađur sterklega á tilfinningunni ađ sumir ritstjórar virki eins og glymskratti, ţ.e.  spila ekki nema ţađ sé sé sett mynt í ţaratilgerđa rauf.

Sigurđur Ţórđarson, 16.12.2008 kl. 07:52

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband