Ísland er flokksveldi segir Njörður P - en Sleggjan blívur!

Má til með vekja athygli á afar góðri grein Njarðar P. Njarðvík prófessors í Fréttablaðinu í gær (http://vefblod.visir.is/index.php?s=2675&p=67592) um flokksveldi og lýðveldi. Njörður fer hér með skuggalega rétt mál og nefnir einmitt hvernig Alþingi stjórnmálaflokkanna er afgreiðslustofnun og raunar er það svo að oft eru það tveir menn sem ákveða í tveggja manna tali hvernig afgreiðsla Alþingis á veigamiklum málum er.

Var ekki samið um EES aðildina í tveggja manna tali úti í Viðey, milli Davíðs og Jóns Baldvins.

Stríðsþátttöku þjóðarinnar í Írak í tali Davíðs og Halldórs. Og auðvitað margt fleira.

Að ekki sé talað um hvernig þingið er nú teymt í sambúð Geirs og Ingibjargar, í ótalmörgum málum.

Í öllu þessu get ég ekki stillt mig um að lýsa yfir aðdáun minni á Kristni H. Gunnarssyni sem myndar nú eins manns þingflokk og talar fyrir sannfæringu sinni óbjagaðri í hverju málinu á fætur öðru. Bæði við vantrauststillöguna og nú í eftirlaunamálinu. Ég er ekki að segja að ég sé alltaf sammála Kristni en mér er alvara með að við þurfum að hafa Alþingi með 63 sjálfstæðum þingmönnum. Þar með væri úti um hreðjartak framkvæmdavaldsins yfir löggjafarvaldinu.

Og smá bókablogg, annars má ég ekkert vera að blogga núna, ég var búinn að lofa Elínu að skúra! En lesið Annus Horribilis eftir Hugleik Dagsson, það er ekki verri úttekt á kreppunni en margt annað og bráðskemmtileg sem er meira en sagt verður um aðrar kreppu-fréttaskýringar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

samþykki nær alla þingmanna og allra flokka á alþingi á lögum um fjármál stjórnmálaflokka og sjálfskömmtun þeirra á almenningsfé, undirstrykar þetta mjög mikið hversu langt frá þjóðinni sumir eru komnir. þetta ætti að vera fyrsti niðurskurðarliður á dagskrá. afnema alla ríkistyrki til stjórnmálaflokka og afnema þessi lög.

Fannar frá Rifi, 22.12.2008 kl. 13:27

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já það er gaman að Kristni H. Gunnarssyni og sérlega hugljúft að sjá hann baka þessu flokksafstyrmi sínu endalaus vandræði. En það eru alls staðar pólitískir flokkar. Við verðum að hafa flokka til að halda utan um hugmyndafræðina og búa til farvegi fyrir eðlilegt, pólitískt starf. Flokkarnir halda líka aftur af verstu lýðskrumurunum. Njörður hefur alltaf einfeldningur verið.

Baldur Hermannsson, 22.12.2008 kl. 13:44

3 Smámynd: Þórir Kjartansson

Þetta er eitt af því sem valdið hefur hruninu og verður að breytast í hinu nýja Íslandi. Ótalmargt annað þarf líka að taka til endurskoðunar.  Kvótakerfið, lífeyrissjóðasukkið og verðtrygginguna ef menn ætla að lifa við krónuna áfram.

Þórir Kjartansson, 22.12.2008 kl. 13:54

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég tek undir hól ykkar á Kristni H. Gunnarssyni en en mér er heldur lítil þægð í því að fá þessa sendingu í minn flokk og hefði heldur kosið að hann héldi síg hjá ykkur framsóknarmönnum.

Kristinn minnir mig á knattspyrnumann í þjálfaralausu liði sem skorar af og til en nær oftast í eigið mark og uppsker mikinn fögnuð í stúkunni  meðal fylgismanna þess liðs sem keppt er við, sbr. illkvittnislega athugasemd frá bloggvini mínum Baldri.

Sigurður Þórðarson, 22.12.2008 kl. 14:12

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nú ertu þá Frjálslyndur, Sigurður? Ég verð að gæta tungu minnar því ekki vil ég særa tilfinningar svo góðs drengs sem þú ert! Sko, Sigurður, ég hef í sjálfu sér ekkert á móti stefnuskrá þinni, en mér finnst þingflokkurinn hreint afstyrmi og ekkert annað, kvabb og kverúlans alla daga og bullandi neikvæðni sem fer í taugarnar á mér. Getur þú ekki skroppið sjálfur á þing fyrir þá, svona eins og eitt kjörtímabil?

Baldur Hermannsson, 22.12.2008 kl. 14:42

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Kristinn hefur lengi verið minn uppáhaldsframsóknarmaður ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 22.12.2008 kl. 14:54

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hrönn, sorry en hann er greinilega á leiðinni í Íhaldsfaðminn breiða

Baldur Hermannsson, 22.12.2008 kl. 15:14

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kæri Baldur, ég get ekki annað en hlegið þegar ég les þínar skemmtilegu athugasemdir. Við erum á flugháum og næfurþunnum ís svo segi nú ekki meir. Við ættum að fá okkur í tánna og ekki væri verra ef mogulegt að leggja snörur fyrir Bjarna, hann er svo mikill sögumaður að hann myndi sóma sér vel í skinnbandi.

Sigurður Þórðarson, 22.12.2008 kl. 16:09

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já Bjarni er gersemi, flottastur var hann í Silfrinu, gerðist að vísu of ráðsettur þegar hann fór á þing - en fullkomið glapræði að segja af sér þingmennsku þótt hann hafi orðið uppvís að þessum strákslega hrekk. Eins og hann hafi ekki mátt hrekkja þessa geðvondu norðlensku kellingu, ég segi nú ekki meir.

Baldur Hermannsson, 22.12.2008 kl. 18:19

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nei - Kristinn er bara trúr sinni sannfæringu! Hann er einn af þeim sem hægt er að reikna með að meini það sem hann segi og segi það sem hann meini.

Mættu vera fleiri þannig! Sérstaklega á þingi! 

Hrönn Sigurðardóttir, 22.12.2008 kl. 19:14

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehehehe, Hrönn, ég er að setja fyrir mér hugskotssjónir 20 manna samkomu þar sem allir eru eins og Kristinn - ferð þú ekki að hlæja líka?

Baldur Hermannsson, 22.12.2008 kl. 19:22

12 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

góð grein hjá Nirði. lýðlæðishallinn hér er ca. 90°

Brjánn Guðjónsson, 22.12.2008 kl. 19:49

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kristinn er maður sem allir vilja hafa á þingi en enginn vill hafa í sínum flokk.

Sigurður Þórðarson, 22.12.2008 kl. 21:12

14 identicon

Svo Njörður hefur alltaf einfeldningur verið?

 Ja, margt skal maður nú heyra áður en eyrun detta af, sagði uglan í ævintýrinu hans H. C. Andersen.

Eitthvað held ég að hér skorti á þekkingu á stafri Njarðar, hugsjónum, kennslu og skrifum og andlegum áhugamálum sem og menningarlegum.

Önnur skoðun og trú í tilteknu samhengi... er það nú næg ástæða fyrir þessum agildings-stimpli?

En svona erum við víst. Mættum aðeins draga úr sleggjudómum.

Ræði svo ekki meira um þann góða mann.

Jólakveðjur á bloggið hans Bjarna

 Helga Ágústsdóttir

Helga Agústsdóttir (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 00:17

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Helga, ég segi þetta vegna þess að mig skortir EKKI þekkingu á starfi hans og starfsháttum, svo ég tali nú ekki um kennsluna. Hann er ekki í afhaldi hjá mér þessi maður og það hefur ekkert með pólitík að gera....... en nóg er nóg.

Baldur Hermannsson, 23.12.2008 kl. 00:21

16 identicon

Þar kom að því Bjarni - enda búinn að heita þessu ef ég man orð þín rétt! "Góður með Ajax-brúsann og Elín þar við stjórnvölinn. Nú er ég líka klædd og komin á ról... og vona að Kristur styðji mig í hvívetna sem í bænaversinu.... (frh. að loknu innskoti)

  Upp skal með hvurs kyns töfravökva sbr. auglýsingarnar

(já og meðan ég man:"Hvað SEGIR klósettið ÞITT um ÞIG" - hvaða auglýsingastofa ætli sé ábyrg fyrir þessu? ÉG verð bara soghhh gasalega viðkvæm þegar ég fer að hugsa um HVAÐ klósettið gæti sagt)

"...svo ég þori heim til mín að loknum hátíðahöldum með systkinum mínum og fleirum í Reykjavík" Að þora ekki heim til sín sakir eigin óþverraskapar eru heimabökuð vandræði af verra tagi.

Gægjast inn og hugsa með sér "nei... það hefur ekkert batnað" er vont fyrir sálin - ja, allavega í mér".

 Alveg er ég viss um að Njörður og Kristinn eru báðir búnir að þrífa svolítið hjá sér  -  og svo ýmsir  búnir að greiða fólki fyrir fullkomin þrif-

Annars finnst mér stundum svolítið fyndið að við sem mætum hér á síðuna þína, nýtum hana ítrekað  ýmist til að skattyrðast við hvort annað ellegar klappa á axlir.

Þetta er nú gott.

 En gólfin skal nú skrubba

skal ei heita subba

Klútum vil ég veifa

vefja í mjúka reifa

allt sem ekki er fínlegt

svo ekki verði pínlegt

aftur heim að halda

í hosilóið valda.

Þrif í myrkri eru auðveldari en í dagsljósi. Gildir víða.

Jæja en sem vitað er: "tiltektin byrjar hjá manni sjálfum"!

 Í eilífri náðinni

Helga Ág.

svo ei hér verði pínlegt

heim að koma úr keti

hvurs lags og góðmet.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 07:03

17 identicon

Er vissulega sammála um að við þurfum að hafa sjálfstæða þingmenn en 63 er 30 of mikið.  Hversvegna þarf 319.000 manna þjóð 63 þingmenn það er of mikið miðað við hvað gengur og gerist í löndunum í kringum okkur. Núna eru u.þ.b. þingmaður á hverja 5.063 íbúa á meðan í Danmörku er þessi tala þingmaður á hverja  28.000 íbúa og í USA þingmaður á u.þ.b. 500.000 íbúa

30 menn eins  og Kristinn sem ekki láta stýrast af flokkslínum heldur sinni sannfæringu væri nóg fyrir okkur og kærkomin  tilbreyting.

Jón Ragnar Jónsson (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband